Innlent

Heim­sókn Úkraínuforseta og kennaraverkföll

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á Þingvöllum síðdegis. Þakklæti var honum efst í huga og sagðist hann þakklátur íslensku þjóðinni. Farið verður yfir daginn í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Vinnustöðvun kennara í níu skólum víða um land hefst á miðnætti. Leikskólastjóri og foreldri leikskólabarns segjast bæði taka einn dag í einu en vonast til þess að hægt verði að semja sem fyrst.

Í dag birtist glóðvolg könnun frá Maskínu um fylgi stjórnmálaflokka. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í síðustu alþingiskosningum.

Í fréttatímanum ætlum við að fá formenn Viðreisnar og Flokks fólksins til að bregðast við þessum stórtíðindum. Og í sportinu verður rætt við knattspyrnumanninn Arnór Svein, sem er nýkrýndur Íslandsmeistari með Breiðabliki, sem segist hafa náð öllu sem hann vildi út úr ferlinum og ætlar nú að leggja skóna á hilluna. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×