„Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum“ Bjarki Sigurðsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 28. október 2024 20:05 Halldóra Guðmundsdóttir er leikskólastjóri á Drafnarsteini. Vísir/Ívar Fannar Vinnustöðvun kennara í níu skólum víða um land hefst á miðnætti. Leikskólastjóri og foreldri barns þar segjast bæði taka einn dag í einu en vonast til þess að hægt verði að semja sem fyrst. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. Fyrstu skólarnir eru á leið í verkfall á morgun.Vísir/Heiðar Pressan eykst á öllum Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að samningaviðræður mjakist áfram í húsi ríkissáttasemjara þrátt fyrir að fundi hafi lokið á sjötta tímanum í dag þar sem ekki var útlit fyrir að komist yrði að neinni niðurstöðu. „Fundi í dag lauk án árangurs. Það er mikið búið að bera á milli og töluvert sem ber á milli enn þá. Við erum auðvitað á þeim stað að við hefðum viljað að verkefnið hefði gengið hraðar fyrir sig. Við teljum okkur hafa verið mjög skýr í langan tíma. Nú er staðan sú að það eru komnar í gang aðgerðir.“ Hann segir að þegar að aðgerðir sem þessar hefjist í breytist takturinn í kjaraviðræðum. „Þá eykst pressan á öllum aðilum. Auðvitað á viðsemjendunum en líka á okkur í Kennarasambandinu að þessar aðgerðir sem hefjast í kvöld í níu skólum verði sem allra stystar. Vonandi eykur það fókusinn á því að við förum áfram.“ Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.Vísir/Vilhelm Það hefur ekki verið boðaður annar samningafundur en vinnufundir munu standa yfir á morgun og hinn hjá Kennarasambandinu. Magnús kveðst enn vera bjartsýnn að samningar náist. „Verkefni okkar hérna er að við búum til samning þar sem okkar fólk er sambærilegt í launum við sérfræðing á almennum markaði og við fáum samfélagið með okkur í það verkefni sem við höfum verið að benda á að fjárfesting í kennurum skili meiri fagmennsku og stöðugleika í skólanna okkar.“ Lokað á Drafnarsteini á morgun Í dag mættu börnin á Drafnarsteini í Reykjavík í leikskólann í síðasta sinn í bili. Þegar fréttastofu bar að garði voru krakkarnir að njóta sín úti rigningunni. Þau hoppuðu í polla, léku sér í drullusvaðinu og nutu alls annars sem íslenska haustið hefur upp á að bjóða. Leikskólinn verður lokaður næstu daga. „Við erum auðvitað að skoða málin frá alls konar sjónarhornum. En eins og staðan er í dag, þá er lokað hér á morgun. það er alveg ljóst,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri á Drafnarsteini. Drafnarsteinn er í Reykjavík.Reykjavíkurborg Nú sé brýnt, fyrir kennara, börnin og foreldra þeirra að samningar verði kláraðir. „Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum. Við erum burðarstólpi samfélagsins. Það hefur oft sannað sig. En við þurfum að laga kjörin,“ segir Halldóra. Þetta verði dýrmætustu störfin eftir tíu til tuttugu ár Guðjón Már Guðjónsson, foreldri barns á Drafnarsteini, segist taka einn dag í einu. „Þetta er auðvitað verðmætt starf að sjá um börnin okkar. Ég hugsa að eftir tíu til tuttugu ár verði þetta verðmætustu störfin, þar sem það verða komnir róbótar í allt hitt,“ segir Guðjón. Guðjón Már Guðjónsson, foreldri barns á Drafnarsteini.Skjáskot Þannig það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum, sérstaklega á leikskólum? „Já, við erum rosalega ánægð með allt það starf sem er á þessum leikskóla. Við getum ekki gert annað sem foreldrar hér en að veita kennurunum stuðning. Líka lítandi í völvuna hvernig framtíðin verður, þá verða þetta dýrmætustu störfin. Að sjá um börnin okkar,“ segir Guðjón. Sérðu fram á að missa eitthvað úr vinnu næstu vikurnar? „Við erum bara að ræða þetta núna á heimilinu. Við erum bara að plana einn dag í einu. En já, pottþétt eitthvað,“ segir Guðjón. Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. Fyrstu skólarnir eru á leið í verkfall á morgun.Vísir/Heiðar Pressan eykst á öllum Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að samningaviðræður mjakist áfram í húsi ríkissáttasemjara þrátt fyrir að fundi hafi lokið á sjötta tímanum í dag þar sem ekki var útlit fyrir að komist yrði að neinni niðurstöðu. „Fundi í dag lauk án árangurs. Það er mikið búið að bera á milli og töluvert sem ber á milli enn þá. Við erum auðvitað á þeim stað að við hefðum viljað að verkefnið hefði gengið hraðar fyrir sig. Við teljum okkur hafa verið mjög skýr í langan tíma. Nú er staðan sú að það eru komnar í gang aðgerðir.“ Hann segir að þegar að aðgerðir sem þessar hefjist í breytist takturinn í kjaraviðræðum. „Þá eykst pressan á öllum aðilum. Auðvitað á viðsemjendunum en líka á okkur í Kennarasambandinu að þessar aðgerðir sem hefjast í kvöld í níu skólum verði sem allra stystar. Vonandi eykur það fókusinn á því að við förum áfram.“ Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.Vísir/Vilhelm Það hefur ekki verið boðaður annar samningafundur en vinnufundir munu standa yfir á morgun og hinn hjá Kennarasambandinu. Magnús kveðst enn vera bjartsýnn að samningar náist. „Verkefni okkar hérna er að við búum til samning þar sem okkar fólk er sambærilegt í launum við sérfræðing á almennum markaði og við fáum samfélagið með okkur í það verkefni sem við höfum verið að benda á að fjárfesting í kennurum skili meiri fagmennsku og stöðugleika í skólanna okkar.“ Lokað á Drafnarsteini á morgun Í dag mættu börnin á Drafnarsteini í Reykjavík í leikskólann í síðasta sinn í bili. Þegar fréttastofu bar að garði voru krakkarnir að njóta sín úti rigningunni. Þau hoppuðu í polla, léku sér í drullusvaðinu og nutu alls annars sem íslenska haustið hefur upp á að bjóða. Leikskólinn verður lokaður næstu daga. „Við erum auðvitað að skoða málin frá alls konar sjónarhornum. En eins og staðan er í dag, þá er lokað hér á morgun. það er alveg ljóst,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri á Drafnarsteini. Drafnarsteinn er í Reykjavík.Reykjavíkurborg Nú sé brýnt, fyrir kennara, börnin og foreldra þeirra að samningar verði kláraðir. „Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum. Við erum burðarstólpi samfélagsins. Það hefur oft sannað sig. En við þurfum að laga kjörin,“ segir Halldóra. Þetta verði dýrmætustu störfin eftir tíu til tuttugu ár Guðjón Már Guðjónsson, foreldri barns á Drafnarsteini, segist taka einn dag í einu. „Þetta er auðvitað verðmætt starf að sjá um börnin okkar. Ég hugsa að eftir tíu til tuttugu ár verði þetta verðmætustu störfin, þar sem það verða komnir róbótar í allt hitt,“ segir Guðjón. Guðjón Már Guðjónsson, foreldri barns á Drafnarsteini.Skjáskot Þannig það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum, sérstaklega á leikskólum? „Já, við erum rosalega ánægð með allt það starf sem er á þessum leikskóla. Við getum ekki gert annað sem foreldrar hér en að veita kennurunum stuðning. Líka lítandi í völvuna hvernig framtíðin verður, þá verða þetta dýrmætustu störfin. Að sjá um börnin okkar,“ segir Guðjón. Sérðu fram á að missa eitthvað úr vinnu næstu vikurnar? „Við erum bara að ræða þetta núna á heimilinu. Við erum bara að plana einn dag í einu. En já, pottþétt eitthvað,“ segir Guðjón.
Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent