Úkraínuforseti segir Rússum hafa nánast tekist að leggja undir sig Georgíu í nýafstöðnum þingkosningum þar í landi. Hann gagnrýnir hik Vesturlanda varðandi heimildir á notkun langdrægra vopna. Við settumst niður með Selenskí í dag.
Þá hittum við Svetlönu Tsíkanovskaju, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Belarús, sem hefur ekki hitt eiginmann sinn í sex hundruð daga. Hann er í fangelsi í heimalandinu - ef hann er á lífi.
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, rýnir í stöðuna Vestanhafs nú þegar vika er til forsetakosninga. Donald Trump og Kamala Harris eru hnífjöfn í skoðanakönnunum.
Veggjöld gætu staðið undir kostnaði við Vestmannaeyjagöng. Þörf er á ítarlegri jarðfræðirannsóknum áður en hægt verður að kveða upp úr með það hvort slík göng séu fýsileg. Starfshópur skoðar nú næstu skref.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.