Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Bjarki Sigurðsson skrifar 29. október 2024 21:01 Bryndís Ýr Pétursdóttir er formaður foreldrafélags Laugalækjarskóla. Vísir/Einar Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. Stefnt var að því að hafa leikskólann Ársali á Sauðárkróki opinn í dag þrátt fyrir verkfallsboð og átti að taka á móti þriðjungi barnahópsins. Kennarasambandið stóð að verkfallsvörslu við leikskólann og varð því ekkert af opnun, þó Samband íslenskra sveitarfélaga telji hana löglega. „Þeir ætluðu bara að vinna sín störf. Það var búið að skipuleggja starfið í leikskólanum þannig að það var búið að fækka börnum og aðlaga starfsemina að því að það væri hægt að hafa einhverja starfsemi í gangi,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Ívar Fannar Í viðmiðunarreglum KÍ segir að ekki sé heimilt að taka börn inn á deildir þar sem deildarstjórinn er í verkfalli. Á Ársölum eru tíu af ellefu deildarstjórum í verkfalli en að mati sveitarfélaganna eru fordæmi fyrir því að almennir starfsmenn vinni þó deildarstjóri sé ekki á svæðinu. „Leikskólastjórarnir eru allir við störf. Og þeir hafa heimild til að ganga í störf sinna undirmanna. Þannig já, það er hægt að halda uppi ákveðinni starfsemi sem miðast við þann mannskap sem ekki er í verkfalli,“ segir Inga. Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og engin kennsla þar í dag. Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir barns í tíunda bekk, hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað er þetta ósanngjarnt fyrir þau. Þegar þar að kemur munu framhaldsskólar ekkert taka tillit til þessa hóps sem lenti í þessu verkfalli,“ segir Bryndís. Krakkar á þessum aldri séu ólíklegir til þess að reyna að fylgja námskrá og halda sig við efnið á meðan verkföllin standa yfir. „Mér þykir ekkert ólíklegt að þetta verði svolítið litað af þessu, hanga og horfa á einhverja þætti. Vaka frameftir og sofa lengur inn í daginn,“ segir Bryndís. Deiluaðilar funda næst hjá Ríkissáttasemjara á morgun en þeir eiga langt í land. Viðræður mjakast afar hægt áfram. Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Skagafjörður Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Stefnt var að því að hafa leikskólann Ársali á Sauðárkróki opinn í dag þrátt fyrir verkfallsboð og átti að taka á móti þriðjungi barnahópsins. Kennarasambandið stóð að verkfallsvörslu við leikskólann og varð því ekkert af opnun, þó Samband íslenskra sveitarfélaga telji hana löglega. „Þeir ætluðu bara að vinna sín störf. Það var búið að skipuleggja starfið í leikskólanum þannig að það var búið að fækka börnum og aðlaga starfsemina að því að það væri hægt að hafa einhverja starfsemi í gangi,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Ívar Fannar Í viðmiðunarreglum KÍ segir að ekki sé heimilt að taka börn inn á deildir þar sem deildarstjórinn er í verkfalli. Á Ársölum eru tíu af ellefu deildarstjórum í verkfalli en að mati sveitarfélaganna eru fordæmi fyrir því að almennir starfsmenn vinni þó deildarstjóri sé ekki á svæðinu. „Leikskólastjórarnir eru allir við störf. Og þeir hafa heimild til að ganga í störf sinna undirmanna. Þannig já, það er hægt að halda uppi ákveðinni starfsemi sem miðast við þann mannskap sem ekki er í verkfalli,“ segir Inga. Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og engin kennsla þar í dag. Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir barns í tíunda bekk, hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað er þetta ósanngjarnt fyrir þau. Þegar þar að kemur munu framhaldsskólar ekkert taka tillit til þessa hóps sem lenti í þessu verkfalli,“ segir Bryndís. Krakkar á þessum aldri séu ólíklegir til þess að reyna að fylgja námskrá og halda sig við efnið á meðan verkföllin standa yfir. „Mér þykir ekkert ólíklegt að þetta verði svolítið litað af þessu, hanga og horfa á einhverja þætti. Vaka frameftir og sofa lengur inn í daginn,“ segir Bryndís. Deiluaðilar funda næst hjá Ríkissáttasemjara á morgun en þeir eiga langt í land. Viðræður mjakast afar hægt áfram.
Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Skagafjörður Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira