Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar 30. október 2024 18:47 Þegar ég heyri orðið útlendingur fæ ég alltaf vonda tilfinningu. Fyrir mér vísar orðið „út-lendingur“ til einhvers sem tilheyrir ekki eða er ekki hluti af samfélaginu, en ekki til einstaklings af erlendu bergi brotinn sem er fullgildur meðlimur samfélagsins. Á undanförnum árum hafa bæði aðstæður hérlendis, eins og skortur á vinnuafli, og breyttar aðstæður í heiminum, eins og stríð og áhrif loftslagsbreytinga, valdið því að fjöldi fólks hafa sest að á Íslandi í leit að betra lífi. Þar af leiðandi hefur umræðan um málefni innflytjenda skapað ágreining milli fólks og jafnvel heilu stjórnmálaflokkanna. Við höfum að undanförnu orðið vitni að auknum fordómum í garð innflytjenda á Íslandi og sumir innflytjendahópar upplifa meiri fordóma en aðrir. Hins vegna er lítið rætt um hvað innflytjendur hafa lagt mikið af mörkum til íslensks efnahagslífs og samfélags. Hvernig væri Ísland án innflytjenda? // Atvinnuþátttaka innflytjenda mest hér á landi Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að einstaklingar ákveði að flytja til Íslands. Sumir koma vegna náms, vinnu, verða ástfangin, fjölskyldusameiningar eða í leit að alþjóðlegri vernd. Í skýrslu OECD um innflytjendamál sem kynnt var í september síðastliðnum kom meðal annars fram að innflytjendur séu nú orðnir 20% af landsmönnum, 80% þeirra koma frá Evr-ópska efnahagssvæðinu (EES), 10% koma frá löndum utan EES og 10% eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í skýrslunni kom einnig fram að atvinnuþátttaka innflytjenda er mest hér á landi meðal OECD-ríkja, hvort sem þeir koma frá löndum EES eða annars staðar frá. Ekki má líta fram hjá framlagi innflytjenda til samfélagsins. Ég velti því fyrir mér hvernig Ísland myndi líta út ef ekki væru innflytjendur að störfum í ýmsum atvinnugreinum eins og í ferðaþjónustu, byggingaiðnaði, umönnunarstörfum, í skólum og í heilbrigðiskerfinu, svo eitthvað sé nefnt. Verðum að meta menntun og reynslu að verðleikum Þrátt fyrir að innflytjendur séu virkir á vinnumarkaði er mismunum til staðar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að innflytjendur mæta oft hindrunum þegar þeir sækjast eftir því að fá menntun sína og reynslu metna og margir eiga í erfiðleikum með að starfa við sitt fag. Við eigum að meta að verðleikum þá menntun og reynslu sem fólk kemur með til Íslands. Sumar starfsstéttir eru strangari en aðrar, meðal annars mín starfstétt, sálfræðin. Sálfræðingar af erlendum uppruna sem hafa stundað nám erlendis eiga í miklum erfiðleikum með að starfa sem sálfræðingar á Íslandi, jafnvel þótt að það sé skortur á sálfræðingum á Íslandi, sérstaklega þeim sem tala önnur tungumál og hafa þekkingu á ólíkum menningarheimum. Hér fer mikilvægur mannauður forgörðum. Birtingamynd stéttskiptingar Það eru ekki bara fullorðnir innflytjendur sem upplifa mismunum heldur einnig börn og ungt fólk. Íslenskt menntakerfi hefur ekki verið að mæta námslegum og félagslegum þörfum barna og ungs fólks með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn vegnar verr í íslensku skólakerfi en innlendum jafnöldrum þeirra og munurinn eykst eftir því sem börnin verða eldri. Ungmenni úr þessum hópi eru líklegri til að hverfa frá námi í framhaldsskóla en innlendir jafnaldrar þeirra. Þar að auki eru börn á flótta einn viðkvæmasti hópur innflytjenda og við þurfum sérstaklega að styðja við nám og vellíðan þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sett sér markmið um að efla útgáfu námsefnis, jafna stöðu barna og ungmenna óháð uppruna og að leggja áherslu á vellíðan og íslenskufærni þeirra á öllum skólastigum. Það er ekki nóg að við setjum okkur markmið; við þurfum einnig að bregðast hratt við þar sem aðgangur að menntun er jafnframt aðgangur að velferð og möguleikum þessara barna og ungmenna til framtíðar. Íslenskan er lykillinn að þátttöku í samfélaginu og tækifærum innflytjenda Í þessu samhengi gæti framboð á íslenskunámi sem annað mál skapað meira jöfnuð í samfélagi okkar. Á Íslandi er þjóðtungan íslenska og íslenskt táknmál. Íslenskan er lykillinn að íslenskri menningu og þátttöku í íslensku samfélagi og er menningararfur sem standa þarf vörð um til að öll njóti jafnra tækifæra í samfélaginu. Íslenskukunnátta meðal innflytjenda gæti komið í veg fyrir einangrun og útilokun. Útilokun eða jaðarsetningu fylgir oft einmanaleiki þar sem einstaklinga skortir stuðning en félagslegur stuðningur stuðlar að aukinni vellíðan meðal innflytjenda. Rannsóknir í aðlögunarsálfræði (acculturation psychology) hafa sýnt fram að gagnkvæm aðlögun leiðir til aukinnar vellíðanar og minnkar streitu tengt við aðlögun. Ein skýringin er sú að gagnkvæm aðlögun eykur félagslegan stuðning sem innflytjendur fá bæði frá sínu menningarsamfélagi og hinu samfélaginu í heild sinni. Sköpum inngildandi samfélag saman Til þess að innflytjendur aðlagist með góðum árangri og verði fullgildir meðlimir samfélagsins þurfum við að skapa inngildandi samfélag. Samfélag þar sem allir einstaklingar eru álitnir mikilvægir þegnar samfélagsins, óháð kyni, kynhneigð, uppruna, aldri, fötlun, trúarbrögðum, litarhætti, og fleiri þáttum. Samfélag þar sem fólk þarf ekki að aftengjast menningu sinni og tungumáli til að tilheyra. Inngilding þýðir ekki að Íslendingar eigi að breytast, heldur þýðir það að fólk sem sest að á Íslandi upplifi að það sé velkomið og hefur sömu tækifæri og aðrir íbúar. Ég tel mig tala fyrir hönd fólks sem hefur sest að á Íslandi og kunna að meta íslenska tungu og íslenska menningu og vilja varðveita hana og miðla henni til barna sinna án þess að þurfa að skilja við eigin menningu og tungumál. Sköpum inngildandi samfélag saman þar sem hættum að kalla fólk af erlendu bergi brotið út-lendinga. Höfundur er doktor í sálfræði og skipar 3. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Innflytjendamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þegar ég heyri orðið útlendingur fæ ég alltaf vonda tilfinningu. Fyrir mér vísar orðið „út-lendingur“ til einhvers sem tilheyrir ekki eða er ekki hluti af samfélaginu, en ekki til einstaklings af erlendu bergi brotinn sem er fullgildur meðlimur samfélagsins. Á undanförnum árum hafa bæði aðstæður hérlendis, eins og skortur á vinnuafli, og breyttar aðstæður í heiminum, eins og stríð og áhrif loftslagsbreytinga, valdið því að fjöldi fólks hafa sest að á Íslandi í leit að betra lífi. Þar af leiðandi hefur umræðan um málefni innflytjenda skapað ágreining milli fólks og jafnvel heilu stjórnmálaflokkanna. Við höfum að undanförnu orðið vitni að auknum fordómum í garð innflytjenda á Íslandi og sumir innflytjendahópar upplifa meiri fordóma en aðrir. Hins vegna er lítið rætt um hvað innflytjendur hafa lagt mikið af mörkum til íslensks efnahagslífs og samfélags. Hvernig væri Ísland án innflytjenda? // Atvinnuþátttaka innflytjenda mest hér á landi Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að einstaklingar ákveði að flytja til Íslands. Sumir koma vegna náms, vinnu, verða ástfangin, fjölskyldusameiningar eða í leit að alþjóðlegri vernd. Í skýrslu OECD um innflytjendamál sem kynnt var í september síðastliðnum kom meðal annars fram að innflytjendur séu nú orðnir 20% af landsmönnum, 80% þeirra koma frá Evr-ópska efnahagssvæðinu (EES), 10% koma frá löndum utan EES og 10% eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í skýrslunni kom einnig fram að atvinnuþátttaka innflytjenda er mest hér á landi meðal OECD-ríkja, hvort sem þeir koma frá löndum EES eða annars staðar frá. Ekki má líta fram hjá framlagi innflytjenda til samfélagsins. Ég velti því fyrir mér hvernig Ísland myndi líta út ef ekki væru innflytjendur að störfum í ýmsum atvinnugreinum eins og í ferðaþjónustu, byggingaiðnaði, umönnunarstörfum, í skólum og í heilbrigðiskerfinu, svo eitthvað sé nefnt. Verðum að meta menntun og reynslu að verðleikum Þrátt fyrir að innflytjendur séu virkir á vinnumarkaði er mismunum til staðar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að innflytjendur mæta oft hindrunum þegar þeir sækjast eftir því að fá menntun sína og reynslu metna og margir eiga í erfiðleikum með að starfa við sitt fag. Við eigum að meta að verðleikum þá menntun og reynslu sem fólk kemur með til Íslands. Sumar starfsstéttir eru strangari en aðrar, meðal annars mín starfstétt, sálfræðin. Sálfræðingar af erlendum uppruna sem hafa stundað nám erlendis eiga í miklum erfiðleikum með að starfa sem sálfræðingar á Íslandi, jafnvel þótt að það sé skortur á sálfræðingum á Íslandi, sérstaklega þeim sem tala önnur tungumál og hafa þekkingu á ólíkum menningarheimum. Hér fer mikilvægur mannauður forgörðum. Birtingamynd stéttskiptingar Það eru ekki bara fullorðnir innflytjendur sem upplifa mismunum heldur einnig börn og ungt fólk. Íslenskt menntakerfi hefur ekki verið að mæta námslegum og félagslegum þörfum barna og ungs fólks með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn vegnar verr í íslensku skólakerfi en innlendum jafnöldrum þeirra og munurinn eykst eftir því sem börnin verða eldri. Ungmenni úr þessum hópi eru líklegri til að hverfa frá námi í framhaldsskóla en innlendir jafnaldrar þeirra. Þar að auki eru börn á flótta einn viðkvæmasti hópur innflytjenda og við þurfum sérstaklega að styðja við nám og vellíðan þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sett sér markmið um að efla útgáfu námsefnis, jafna stöðu barna og ungmenna óháð uppruna og að leggja áherslu á vellíðan og íslenskufærni þeirra á öllum skólastigum. Það er ekki nóg að við setjum okkur markmið; við þurfum einnig að bregðast hratt við þar sem aðgangur að menntun er jafnframt aðgangur að velferð og möguleikum þessara barna og ungmenna til framtíðar. Íslenskan er lykillinn að þátttöku í samfélaginu og tækifærum innflytjenda Í þessu samhengi gæti framboð á íslenskunámi sem annað mál skapað meira jöfnuð í samfélagi okkar. Á Íslandi er þjóðtungan íslenska og íslenskt táknmál. Íslenskan er lykillinn að íslenskri menningu og þátttöku í íslensku samfélagi og er menningararfur sem standa þarf vörð um til að öll njóti jafnra tækifæra í samfélaginu. Íslenskukunnátta meðal innflytjenda gæti komið í veg fyrir einangrun og útilokun. Útilokun eða jaðarsetningu fylgir oft einmanaleiki þar sem einstaklinga skortir stuðning en félagslegur stuðningur stuðlar að aukinni vellíðan meðal innflytjenda. Rannsóknir í aðlögunarsálfræði (acculturation psychology) hafa sýnt fram að gagnkvæm aðlögun leiðir til aukinnar vellíðanar og minnkar streitu tengt við aðlögun. Ein skýringin er sú að gagnkvæm aðlögun eykur félagslegan stuðning sem innflytjendur fá bæði frá sínu menningarsamfélagi og hinu samfélaginu í heild sinni. Sköpum inngildandi samfélag saman Til þess að innflytjendur aðlagist með góðum árangri og verði fullgildir meðlimir samfélagsins þurfum við að skapa inngildandi samfélag. Samfélag þar sem allir einstaklingar eru álitnir mikilvægir þegnar samfélagsins, óháð kyni, kynhneigð, uppruna, aldri, fötlun, trúarbrögðum, litarhætti, og fleiri þáttum. Samfélag þar sem fólk þarf ekki að aftengjast menningu sinni og tungumáli til að tilheyra. Inngilding þýðir ekki að Íslendingar eigi að breytast, heldur þýðir það að fólk sem sest að á Íslandi upplifi að það sé velkomið og hefur sömu tækifæri og aðrir íbúar. Ég tel mig tala fyrir hönd fólks sem hefur sest að á Íslandi og kunna að meta íslenska tungu og íslenska menningu og vilja varðveita hana og miðla henni til barna sinna án þess að þurfa að skilja við eigin menningu og tungumál. Sköpum inngildandi samfélag saman þar sem hættum að kalla fólk af erlendu bergi brotið út-lendinga. Höfundur er doktor í sálfræði og skipar 3. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar