Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar 1. nóvember 2024 07:02 Margir hafa gert sig breiða á opinberum vettvangi eftir að fréttir bárust af því að Hvalur hf. sótti um leyfi til hvalveiða, m.a.s. þeir sem breiðir voru fyrir, og lýst yfir hneykslun sinni á því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar. Haldið er fram fullum fetum að ráðherra sé óheimilt að veita leyfið þar sem hann situr í starfsstjórn og að bíða verði með úrlausn málsins fram yfir kosningar. Slíkar fullyrðingar eru aftur á móti úr lausu lofti gripnar og ekki í samræmi við skyldur ráðherra samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Hvað mega starfsstjórnir gera? Lagalegar heimildir starfsstjórna eru að öllu leyti þær sömu og „venjulegra“ ríkisstjórna. Í framkvæmd eru þó áhrif starfsstjórna takmarkaðri þar sem þær njóta ekki stuðnings meirihluta þingmanna og geta því ekki keyrt frumvörp í gegnum þingið í krafti þingmeirihluta. Þó hafa ýmsir fræðimenn talið að ekki sé bragur á því að starfsstjórnir taki stefnumarkandi pólitískar ákvarðanir í ljósi stöðu sinnar. Almenn sátt hefur hins vegar verið um að ráðherrum í starfsstjórn sé skylt að taka ákvarðanir um daglegan rekstur sem og allar lögbundnar ákvarðanir, s.s. um ráðningu í störf og veitingu leyfa. Er veiting leyfis til hvalveiða pólitísk ákvörðun? Svarið er einfalt, nei. Margir hafa þó keppst við að skilgreina afgreiðslu á umsókn Hvals hf. sem hápólitíska ákvörðun sem ekki sé við hæfi að sé tekin af ráðherra í starfsstjórn. Í þeirri fullyrðingu felst mikill misskilningur á skyldum stjórnvalda og eðli leyfisveitinga. Það er umhugsunarvert, og um leið áhyggjuefni, að sumir þeirra sem hafa tjáð sig með þessum hætti hafa starfað í ráðuneytum eða jafnvel setið sem ráðherrar. Í augum þeirra virðast skilin á milli pólitík og stjórnsýslu óskýr eða jafnvel engin. Hið rétta er að útgáfa leyfa er stjórnvaldsákvörðun og um þær gilda stjórnsýslulög. Þegar svo ber við er óheimilt að byggja niðurstöðuna á pólitískum skoðunum. Ráðherra er einfaldlega skylt að veita leyfið ef öll skilyrði laga og reglna eru uppfyllt. Þó enginn ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Hval hf. verði veitt leyfi eður ei verður að telja líklegt að af því verði, enda hefur fyrirtækið margoft verið talið uppfylla skilyrði laga og hlotið veiðileyfi. Ráðherrar sem hafa sérstaka óbeit á starfsemi fyrirtækisins hafa m.a.s. talið sér skylt samkvæmt lögum að veita því leyfi. Ráðherra skylt að taka afstöðu til umsóknar án tafar Hátt glymur einnig í þeim sem býsnast yfir því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar og telja að ekkert liggi á við afgreiðslu málsins. Rétt sé að láta umsókn Hvals hf. sitja upp á hillu að minnsta kosti fram yfir kosningar, helst um ókomna tíð. Slíkt sinnuleysi stjórnvalda brýtur hins vegar í bága við málshraðareglu stjórnsýslulaga, sem kveður skýrt fyrir um að ákvarðanir í málum skulu teknar „svo fljótt sem unnt er“. Það er þannig einfaldlega ekki í boði að tefja meðferð málsins vísvitandi fram yfir kosningar. Ef unnt er að afgreiða umsóknina fyrir kosningar þá er ráðherra skylt að gera það. Pólitísk afskipti í stað faglegra vinnubragða Upphlaup ýmissa stjórnmálamanna vegna lögbundinna stjórnsýslumála vekur eðlilega furðu. Því miður virðast margir á þeirri skoðun að pólitík eigi að ráða för þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um réttindi og skyldur manna, fremur en lögin. Jafnvel þótt umboðsmaður Alþingis hafi nýlega gert alvarlegar athugasemdir við slík sjónarmið. Rétt er að ítreka að leyfisveitingar, líkt og sú sem hér um ræðir, er verkefni framkvæmdarvaldsins og fer niðurstaða slíkra mála eftir lögum. Óskir, eða hótanir, stjórnmálamanna um að kalla saman Alþingi verði Hval hf. veitt leyfi þjóna engum tilgangi. Umræður á Alþingi eða niðurstöður starfshóps breyta nefnilega engu um niðurstöðu málsins. Einfalt mál Ferli umsóknar um hvalveiðileyfi er hvorki pólitískt né flókið. Það eitt að stjórnmálamenn sýni tilteknum leyfisveitingum stjórnvalda áhuga gerir það ekki að verkum að ákvörðunin sé pólitísk. Um leyfi til hvalveiða gilda nákvæmlega sömu reglur og um allar aðrar leyfisveitingar hins opinbera. Ráðherra er því skylt að afgreiða umsókn Hvals hf. eins fljótt og unnt er. Ef umsóknin uppfyllir skilyrði laga þá ber ráðherra að veita leyfið. Nauðsynlegt er að hægt sé að treysta stjórnvöldum til þess að taka ákvarðanir í samræmi við lög og reglur. Að sama skapi verður að vera hægt að treysta stjórnmálamönnum til þess að hafa ekki pólitísk afskipti af slíkum ákvörðunum. Því er mikilvægt að ábyrgir einstaklingar, sem bera virðingu fyrir lögum og reglum, sitji á Alþingi og í embættum ráðherra. Komandi kosningar munu skera úr um hvort svo verði. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Margir hafa gert sig breiða á opinberum vettvangi eftir að fréttir bárust af því að Hvalur hf. sótti um leyfi til hvalveiða, m.a.s. þeir sem breiðir voru fyrir, og lýst yfir hneykslun sinni á því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar. Haldið er fram fullum fetum að ráðherra sé óheimilt að veita leyfið þar sem hann situr í starfsstjórn og að bíða verði með úrlausn málsins fram yfir kosningar. Slíkar fullyrðingar eru aftur á móti úr lausu lofti gripnar og ekki í samræmi við skyldur ráðherra samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Hvað mega starfsstjórnir gera? Lagalegar heimildir starfsstjórna eru að öllu leyti þær sömu og „venjulegra“ ríkisstjórna. Í framkvæmd eru þó áhrif starfsstjórna takmarkaðri þar sem þær njóta ekki stuðnings meirihluta þingmanna og geta því ekki keyrt frumvörp í gegnum þingið í krafti þingmeirihluta. Þó hafa ýmsir fræðimenn talið að ekki sé bragur á því að starfsstjórnir taki stefnumarkandi pólitískar ákvarðanir í ljósi stöðu sinnar. Almenn sátt hefur hins vegar verið um að ráðherrum í starfsstjórn sé skylt að taka ákvarðanir um daglegan rekstur sem og allar lögbundnar ákvarðanir, s.s. um ráðningu í störf og veitingu leyfa. Er veiting leyfis til hvalveiða pólitísk ákvörðun? Svarið er einfalt, nei. Margir hafa þó keppst við að skilgreina afgreiðslu á umsókn Hvals hf. sem hápólitíska ákvörðun sem ekki sé við hæfi að sé tekin af ráðherra í starfsstjórn. Í þeirri fullyrðingu felst mikill misskilningur á skyldum stjórnvalda og eðli leyfisveitinga. Það er umhugsunarvert, og um leið áhyggjuefni, að sumir þeirra sem hafa tjáð sig með þessum hætti hafa starfað í ráðuneytum eða jafnvel setið sem ráðherrar. Í augum þeirra virðast skilin á milli pólitík og stjórnsýslu óskýr eða jafnvel engin. Hið rétta er að útgáfa leyfa er stjórnvaldsákvörðun og um þær gilda stjórnsýslulög. Þegar svo ber við er óheimilt að byggja niðurstöðuna á pólitískum skoðunum. Ráðherra er einfaldlega skylt að veita leyfið ef öll skilyrði laga og reglna eru uppfyllt. Þó enginn ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Hval hf. verði veitt leyfi eður ei verður að telja líklegt að af því verði, enda hefur fyrirtækið margoft verið talið uppfylla skilyrði laga og hlotið veiðileyfi. Ráðherrar sem hafa sérstaka óbeit á starfsemi fyrirtækisins hafa m.a.s. talið sér skylt samkvæmt lögum að veita því leyfi. Ráðherra skylt að taka afstöðu til umsóknar án tafar Hátt glymur einnig í þeim sem býsnast yfir því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar og telja að ekkert liggi á við afgreiðslu málsins. Rétt sé að láta umsókn Hvals hf. sitja upp á hillu að minnsta kosti fram yfir kosningar, helst um ókomna tíð. Slíkt sinnuleysi stjórnvalda brýtur hins vegar í bága við málshraðareglu stjórnsýslulaga, sem kveður skýrt fyrir um að ákvarðanir í málum skulu teknar „svo fljótt sem unnt er“. Það er þannig einfaldlega ekki í boði að tefja meðferð málsins vísvitandi fram yfir kosningar. Ef unnt er að afgreiða umsóknina fyrir kosningar þá er ráðherra skylt að gera það. Pólitísk afskipti í stað faglegra vinnubragða Upphlaup ýmissa stjórnmálamanna vegna lögbundinna stjórnsýslumála vekur eðlilega furðu. Því miður virðast margir á þeirri skoðun að pólitík eigi að ráða för þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um réttindi og skyldur manna, fremur en lögin. Jafnvel þótt umboðsmaður Alþingis hafi nýlega gert alvarlegar athugasemdir við slík sjónarmið. Rétt er að ítreka að leyfisveitingar, líkt og sú sem hér um ræðir, er verkefni framkvæmdarvaldsins og fer niðurstaða slíkra mála eftir lögum. Óskir, eða hótanir, stjórnmálamanna um að kalla saman Alþingi verði Hval hf. veitt leyfi þjóna engum tilgangi. Umræður á Alþingi eða niðurstöður starfshóps breyta nefnilega engu um niðurstöðu málsins. Einfalt mál Ferli umsóknar um hvalveiðileyfi er hvorki pólitískt né flókið. Það eitt að stjórnmálamenn sýni tilteknum leyfisveitingum stjórnvalda áhuga gerir það ekki að verkum að ákvörðunin sé pólitísk. Um leyfi til hvalveiða gilda nákvæmlega sömu reglur og um allar aðrar leyfisveitingar hins opinbera. Ráðherra er því skylt að afgreiða umsókn Hvals hf. eins fljótt og unnt er. Ef umsóknin uppfyllir skilyrði laga þá ber ráðherra að veita leyfið. Nauðsynlegt er að hægt sé að treysta stjórnvöldum til þess að taka ákvarðanir í samræmi við lög og reglur. Að sama skapi verður að vera hægt að treysta stjórnmálamönnum til þess að hafa ekki pólitísk afskipti af slíkum ákvörðunum. Því er mikilvægt að ábyrgir einstaklingar, sem bera virðingu fyrir lögum og reglum, sitji á Alþingi og í embættum ráðherra. Komandi kosningar munu skera úr um hvort svo verði. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun