Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 12:58 Við undirbúning brennu á Geirsnefi. Vísir/Vilhelm Fækka á áramótabrennum í Reykjavík úr tíu í sex. Erindi þess efnis var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær. Þær brennur sem lagt er til að verði lagðar af eru þær sem haldnar hafa verið við Rauðavatn, í Suðurfelli , Laugardal og Skerjafirði. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokks. Í fundargerð leggur meirihlutinn áherslu á að ekki sé verið að leggja brennurnar af, heldur fækka þeim. „Ástæður fyrir þeirri tillögu að fækka brennum úr 10 í 6 grundvallast fyrst og fremst í beiðnum frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti þar sem talin er standa ógn af þeim brennum sem hafa verið við lýði vegna mismunandi ástæðna eins og nálægðar við byggð, umferðaröryggis og neikvæðra staðbundinna umhverfisáhrifa,“ segir í fundargerð. Staðsetning fyrirhugaðra brenna um næstu áramót. Á myndina vantar staðsetningu brennunnar sem verður á Kjalarnesi.Reykjavíkurborg Þá segir að kostnaðurinn sé auk þess töluverður vegna þess að nú þarf að kaupa í brennuna en ekki nýta það sem fellur til. Þá hafi verið erfitt að manna brennurnar. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, fagnaði ákvörðuninni. Sjálfstæðismenn mótmæla Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram bókun þar sem þau sögðu áramótabrennur órjúfanlegan þátt hátíðarhalda á þessum árstíma. Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon, Friðjón R Friðjónsson sátu fundinn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Í fjölda hverfa Reykjavíkur á slíkt samkomuhald sér meira en aldar gamla hefð. Það hefur verið kærkomið tilefni til að hitta nágranna og ættingja á þessum tímamótum, ungum sem öldnum mikill gleðigjafi, kynslóð fram af kynslóð, og merkur þáttur í menningarsögu samfélagsins. Þær áramótabrennur sem hér er lagt til að verði aflagðar eiga sér áratuga hefð,“ segir í bókun þeirra og að ekki sé hægt að réttlæta þetta með tilvísun í manneklu eða kostnað við kaup. Brennur verða á sex stöðum um næstu áramót í Reykjavík.Reykjavíkurborg „Sú fráleita ákvörðun borgaryfirvalda að afleggja umræddar brennur án nokkurs samráðs við íbúa eða íbúasamtök, er aðför að grónum hefðum í skemmtanahaldi borgarinnar um jól og áramót. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjumst alfarið gegn slíkum áformum,“ segir að lokum. Of nálægt byggð Í tillögu umhverfis- og skipulagssviðs er nánar farið út í breytinguna. Þar segir að þó svo að sterk hefð sé fyrir brennunum verði að taka tillit til athugasemda frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um nálægð brennanna við byggð. Þær brennur sem verða haldnar verða þá í Vesturbæ, Gufunesi, Geirsnesi, Jafnaseli, Úlfarsárdal og Kjalarnesi. Tekið er þó fram að aðeins verði haldin brenna í Vesturbæ finnist staðsetning. „Allar brennur verða minni en 250 m3 og því skilgreindar sem litlar brennur. Með þessu móti verður komið til móts við bæði sjónarmið þeirra sem vilja hafa brennur með því að tryggja að hver borgarhluti hafi brennu og svo hinna sem vilja fækka þeim verulega og með því draga úr umhverfisáhrifum og kostnaði,“ segir að lokum. Áramót Umhverfismál Slökkvilið Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. 28. desember 2023 15:46 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokks. Í fundargerð leggur meirihlutinn áherslu á að ekki sé verið að leggja brennurnar af, heldur fækka þeim. „Ástæður fyrir þeirri tillögu að fækka brennum úr 10 í 6 grundvallast fyrst og fremst í beiðnum frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti þar sem talin er standa ógn af þeim brennum sem hafa verið við lýði vegna mismunandi ástæðna eins og nálægðar við byggð, umferðaröryggis og neikvæðra staðbundinna umhverfisáhrifa,“ segir í fundargerð. Staðsetning fyrirhugaðra brenna um næstu áramót. Á myndina vantar staðsetningu brennunnar sem verður á Kjalarnesi.Reykjavíkurborg Þá segir að kostnaðurinn sé auk þess töluverður vegna þess að nú þarf að kaupa í brennuna en ekki nýta það sem fellur til. Þá hafi verið erfitt að manna brennurnar. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, fagnaði ákvörðuninni. Sjálfstæðismenn mótmæla Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram bókun þar sem þau sögðu áramótabrennur órjúfanlegan þátt hátíðarhalda á þessum árstíma. Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon, Friðjón R Friðjónsson sátu fundinn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Í fjölda hverfa Reykjavíkur á slíkt samkomuhald sér meira en aldar gamla hefð. Það hefur verið kærkomið tilefni til að hitta nágranna og ættingja á þessum tímamótum, ungum sem öldnum mikill gleðigjafi, kynslóð fram af kynslóð, og merkur þáttur í menningarsögu samfélagsins. Þær áramótabrennur sem hér er lagt til að verði aflagðar eiga sér áratuga hefð,“ segir í bókun þeirra og að ekki sé hægt að réttlæta þetta með tilvísun í manneklu eða kostnað við kaup. Brennur verða á sex stöðum um næstu áramót í Reykjavík.Reykjavíkurborg „Sú fráleita ákvörðun borgaryfirvalda að afleggja umræddar brennur án nokkurs samráðs við íbúa eða íbúasamtök, er aðför að grónum hefðum í skemmtanahaldi borgarinnar um jól og áramót. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjumst alfarið gegn slíkum áformum,“ segir að lokum. Of nálægt byggð Í tillögu umhverfis- og skipulagssviðs er nánar farið út í breytinguna. Þar segir að þó svo að sterk hefð sé fyrir brennunum verði að taka tillit til athugasemda frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um nálægð brennanna við byggð. Þær brennur sem verða haldnar verða þá í Vesturbæ, Gufunesi, Geirsnesi, Jafnaseli, Úlfarsárdal og Kjalarnesi. Tekið er þó fram að aðeins verði haldin brenna í Vesturbæ finnist staðsetning. „Allar brennur verða minni en 250 m3 og því skilgreindar sem litlar brennur. Með þessu móti verður komið til móts við bæði sjónarmið þeirra sem vilja hafa brennur með því að tryggja að hver borgarhluti hafi brennu og svo hinna sem vilja fækka þeim verulega og með því draga úr umhverfisáhrifum og kostnaði,“ segir að lokum.
Áramót Umhverfismál Slökkvilið Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. 28. desember 2023 15:46 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. 28. desember 2023 15:46
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent