Innlent

Þrír fluttir á slysa­deild eftir á­rekstur við Húna­ver

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Myndin er úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Þrír voru fluttir á slysadeild með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir árekstur þriggja bíla við Húnaver. Útkallið barst laust eftir klukkan fimm síðdegis og kom þyrlan á vettvang um hálfsjö.

Ásgeir Ásgeirsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir tvo þeirra sem fluttir voru til Reykjavíkur hafa verið minna slasaðir en einn þeirra meira svo. Ekki liggur fyrir meira um ástand hinna slösuðu.

Lögreglan á Norðurlandi vestra greindi frá því í færslu á síðu sinni á Facebook í dag að þjóðveginum hefði verið lokað á Vatnsskarði vegna umferðarslyss og var vegfarendum bent á hjáleið um Þverárfjall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×