Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 11:02 Ég er fullviss um að tæknin muni á næstu árum færa okkur lausnir við ýmsum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag í dag. Ísland hefur staðið sterkt á ýmsum sviðum tækniþróunar og þar hefur þróun í máltækni staðið upp úr. Sá árangur sem við höfum náð fyrir tungumálið okkar í heimi tækninnar hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og veitir Ísland öðrum fámennum málsvæðum nú innblástur. Ýmsar þjóðir sem eru í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir nokkrum árum, leita reglulega til okkar og stærstu tæknifyrirtæki heims hafa heillast af starfi okkar og innleitt þær lausnir sem við höfum þróað í sína tækni. Þess vegna er hægt að nota ChatGPT á íslensku í dag. Þess vegna eru lausnir Microsoft svo góðar á íslensku og þess vegna eru flest helstu forrit sem Íslendingar nota daglega aðgengileg á íslensku viðmóti. Og við höfum verið að gefa í. Annarri máltækniáætlun var hrint af stað í ráðuneyti mínu fyrir nokkrum vikum og undir henni verður gríðarlegur kraftur settur í hagnýtingu íslenskrar máltækni, meðal annars með styrkjum fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja nýta sér þá tækni og áhersla lögð á að koma íslenskunni að í fleiri erlendum lausnum. Tækni sem þýðir og talsetur barnaefni með eins röddum og í upphaflegri útgáfu þess er rétt handan við hornið. Fleiri tæknilausnir sem auðvelda innflytjendum að læra íslensku eiga eftir að koma út. Nýjustu lausnir frá Microsoft og Google og fleiri tæknirisum verða aðgengilegar á íslensku. iPhone-síminn þinn mun á endanum geta talað íslensku. Ég er viss um það. En þetta gerist hins vegar ekki af sjálfu sér. Uppbygging í gervigreind verður að byggja á máltækni Máltækniþróun á Íslandi hefur gengið frábærlega og vakið athygli víða um heim. Við eigum að byggja framtíðartækniþróun í gervigreind á Íslandi á þeim frábæra grunni, enda er tungumálið og máltækni orðið aðaláhersluefni í gervigreindarþróun eftir tilkomu risamállíkana. Við verðum að tryggja áframhaldandi þróun í íslenskri máltækni og gervigreind og að málaflokkar þessir tali saman. Þetta er eitt helsta áherslumál máltækniáætlunar þar er kynnt sú sýn að Ísland verði að koma á fót öflugri einingu, helst í samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs, sem færi með málefni bæði gervigreindar og máltækni. Slík eining myndi vinna stöðugt að eflingu þessara greina á Íslandi, tryggja nýsköpun innan þeirra, hagnýtar rannsóknir háskóla sem gagnast íslenskum fyrirtækjum og framsókn í tækniiðnaðinum sem verður leiðandi iðnaður næstu áratugi. Lögðum til nýja miðstöð gervigreindar og máltækni Ísland hefur alla burði til að standa undir slíku starfi. Græn orka og náttúrulegar aðstæður eru fullkomnar fyrir framleiðslu á reikniafli, sem getur umbylt tækniiðnaði og rannsóknarstarfi á Íslandi. Íslenskt hugvit og tækni geta staðið stolt á meðal fremstu þjóða heims og efling þessi verður reist á grundvelli menningar og tungumáls Íslendinga. Við höfum lagt til að ráðast í samstarf við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið um að gera þessa framtíðarsýn að veruleika og ég vonast til að við getum hafið þessa uppbyggingu sem fyrst. Mín von er að slík gervigreindar- og máltæknimiðstöð verði rekin í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs með ekki ósvipuðu fyrirkomulagi og Íslandsstofa. Hægt væri að sameina ýmsar smærri stofnanir og einingar í máltækni, gervigreind og nýsköpun undir einum hatti og auka hagræði í málaflokkunum báðum á sama tíma og starf innan þeirra verður eflt. Tilkoma gervigreindar- og máltæknimiðstöðvar Íslands verður lykilatriði til að tryggja velferð og hagvöxt á Íslandi komandi áratugi. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Tækni Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Orkumál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lilja Dögg Alfreðsdóttir Íslensk tunga Máltækni Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Sjá meira
Ég er fullviss um að tæknin muni á næstu árum færa okkur lausnir við ýmsum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag í dag. Ísland hefur staðið sterkt á ýmsum sviðum tækniþróunar og þar hefur þróun í máltækni staðið upp úr. Sá árangur sem við höfum náð fyrir tungumálið okkar í heimi tækninnar hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og veitir Ísland öðrum fámennum málsvæðum nú innblástur. Ýmsar þjóðir sem eru í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir nokkrum árum, leita reglulega til okkar og stærstu tæknifyrirtæki heims hafa heillast af starfi okkar og innleitt þær lausnir sem við höfum þróað í sína tækni. Þess vegna er hægt að nota ChatGPT á íslensku í dag. Þess vegna eru lausnir Microsoft svo góðar á íslensku og þess vegna eru flest helstu forrit sem Íslendingar nota daglega aðgengileg á íslensku viðmóti. Og við höfum verið að gefa í. Annarri máltækniáætlun var hrint af stað í ráðuneyti mínu fyrir nokkrum vikum og undir henni verður gríðarlegur kraftur settur í hagnýtingu íslenskrar máltækni, meðal annars með styrkjum fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja nýta sér þá tækni og áhersla lögð á að koma íslenskunni að í fleiri erlendum lausnum. Tækni sem þýðir og talsetur barnaefni með eins röddum og í upphaflegri útgáfu þess er rétt handan við hornið. Fleiri tæknilausnir sem auðvelda innflytjendum að læra íslensku eiga eftir að koma út. Nýjustu lausnir frá Microsoft og Google og fleiri tæknirisum verða aðgengilegar á íslensku. iPhone-síminn þinn mun á endanum geta talað íslensku. Ég er viss um það. En þetta gerist hins vegar ekki af sjálfu sér. Uppbygging í gervigreind verður að byggja á máltækni Máltækniþróun á Íslandi hefur gengið frábærlega og vakið athygli víða um heim. Við eigum að byggja framtíðartækniþróun í gervigreind á Íslandi á þeim frábæra grunni, enda er tungumálið og máltækni orðið aðaláhersluefni í gervigreindarþróun eftir tilkomu risamállíkana. Við verðum að tryggja áframhaldandi þróun í íslenskri máltækni og gervigreind og að málaflokkar þessir tali saman. Þetta er eitt helsta áherslumál máltækniáætlunar þar er kynnt sú sýn að Ísland verði að koma á fót öflugri einingu, helst í samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs, sem færi með málefni bæði gervigreindar og máltækni. Slík eining myndi vinna stöðugt að eflingu þessara greina á Íslandi, tryggja nýsköpun innan þeirra, hagnýtar rannsóknir háskóla sem gagnast íslenskum fyrirtækjum og framsókn í tækniiðnaðinum sem verður leiðandi iðnaður næstu áratugi. Lögðum til nýja miðstöð gervigreindar og máltækni Ísland hefur alla burði til að standa undir slíku starfi. Græn orka og náttúrulegar aðstæður eru fullkomnar fyrir framleiðslu á reikniafli, sem getur umbylt tækniiðnaði og rannsóknarstarfi á Íslandi. Íslenskt hugvit og tækni geta staðið stolt á meðal fremstu þjóða heims og efling þessi verður reist á grundvelli menningar og tungumáls Íslendinga. Við höfum lagt til að ráðast í samstarf við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið um að gera þessa framtíðarsýn að veruleika og ég vonast til að við getum hafið þessa uppbyggingu sem fyrst. Mín von er að slík gervigreindar- og máltæknimiðstöð verði rekin í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs með ekki ósvipuðu fyrirkomulagi og Íslandsstofa. Hægt væri að sameina ýmsar smærri stofnanir og einingar í máltækni, gervigreind og nýsköpun undir einum hatti og auka hagræði í málaflokkunum báðum á sama tíma og starf innan þeirra verður eflt. Tilkoma gervigreindar- og máltæknimiðstöðvar Íslands verður lykilatriði til að tryggja velferð og hagvöxt á Íslandi komandi áratugi. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun