Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð Kristján Már Unnarsson skrifar 3. nóvember 2024 09:15 Nýja brúin er neðan við Fella- og Hólahverfi í Breiðholti. Bráðabirgðahandrið eru á brúarkantinum. KMU Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi. Nýja brúin er við lítt uppgötvaða útivistarperlu sem vaxandi skógarreitir hafa verið að mynda í Grænugróf. Af brúnni opnast sýn að fögrum hluta Elliðaánna en brúin kemur yfir ána á slaufukafla og liggur á milli tveggja bugða í ánni. Af brúnni sést vel yfir bugðurnar tvær sem eru á þessum kafla árinnar.KMU Smíði brúarinnar, sem verktakafyrirtækið Gleipnir annast, er þó ekki lokið. Eftir er að setja á hana endanlegt brúarhandrið og koma fyrir lýsingu. Bráðabirgðagirðingar á brúarkantinum þjóna á meðan sem handrið. Þá er unnið að því að tyrfa jarðvegssár meðfram stígum. Brúin séð í átt að Grænugróf og Fellahverfi.KMU Reykjavíkurborg stendur að brúargerðinni í Grænugróf. Hún er hluti verkefna samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Verksamningur með brú og stígum var upp á 322 milljónir króna. Borgin segir verkefnið í samræmi við þá stefnu hennar að efla vistvæna ferðamáta og að auka hlutdeild hjólreiða sem samgöngumáta í borginni. Horft yfir brúna í átt að Vatnsendahverfi í Kópavogi.KMU Brúin og göngustígar henni tengdir gagnast þó ekki síst íbúum Vatnsendahverfis í Kópavogi. Með henni opnast þeim greið hjóla- og gönguleið inn til Reykjavíkur með tengingu við meginstígakerfi borgarinnar. Svona mun nýja brúin líta út þegar endanlegt handrið verður komið á hana.Reykjavíkurborg/Liska Brúin er 55 metra löng og 6,5 metra breið; nægilega breið til að unnt sé að skilja að gangandi og hjólandi umferð. Samkvæmt lýsingu á vef Reykjavíkurborgar munu tíu sentimetra blá rör mynda samhverf handrið, sem sveigjast á hliðum brúarinnar. Segir borgin þarna vísað í kalda vatnið og vatnsveituna. Arkitekar eru Teiknistofan Stika í samvinnu við Tertu. Verkfræðingar eru Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar. Ljósahönnuðir eru Liska. Mikið er lagt í lýsingarhönnun og mun brúin setja svip á umhverfið í myrkri. Lýsingin mun beinast niður á brúargólfið.Reykjavíkurborg/Liska Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. Um fimmhundruð metrum ofar í ánni er önnur brú að rísa. Sú er liður í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð. Suðurverk annast verkið fyrir Vegagerðina sem er í samstarfi við Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg. Hér sést hvar efri brúin kemur neðan Breiðholtsbrautar á móts við Urðahvarf.Vegagerðin/Verkís Tilkoma beggja þessara brúa mun opna á fjölbreyttari ferðamöguleika, hvort sem er fyrir gangandi, skokkandi eða hjólandi, á efri hluta Elliðaárdalssvæðisins á milli Breiðholtsbrautar og Vatnsveitubrúar. Þar hefur verið mun lengra á milli göngubrúa yfir árnar heldur en í neðri hluta dalsins, neðan Árbæjarstíflu. Kortið sýnir báðar brýrnar og nýja göngu- og hjólastíga sem þeim fylgja.Reykjavíkurborg/Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar Verkinu fylgja 800 metrar af nýjum stígum og verða göngu- og hjólastígar aðskildir þar sem því verður við komið. Í verkinu felast einnig breytingar á reiðstígum og gerð nýs áningarstaðar við Dimmu. Reykjavík Kópavogur Vegagerð Samgöngur Hjólreiðar Göngugötur Skipulag Skógrækt og landgræðsla Hestar Tengdar fréttir Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48 Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Nýja brúin er við lítt uppgötvaða útivistarperlu sem vaxandi skógarreitir hafa verið að mynda í Grænugróf. Af brúnni opnast sýn að fögrum hluta Elliðaánna en brúin kemur yfir ána á slaufukafla og liggur á milli tveggja bugða í ánni. Af brúnni sést vel yfir bugðurnar tvær sem eru á þessum kafla árinnar.KMU Smíði brúarinnar, sem verktakafyrirtækið Gleipnir annast, er þó ekki lokið. Eftir er að setja á hana endanlegt brúarhandrið og koma fyrir lýsingu. Bráðabirgðagirðingar á brúarkantinum þjóna á meðan sem handrið. Þá er unnið að því að tyrfa jarðvegssár meðfram stígum. Brúin séð í átt að Grænugróf og Fellahverfi.KMU Reykjavíkurborg stendur að brúargerðinni í Grænugróf. Hún er hluti verkefna samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Verksamningur með brú og stígum var upp á 322 milljónir króna. Borgin segir verkefnið í samræmi við þá stefnu hennar að efla vistvæna ferðamáta og að auka hlutdeild hjólreiða sem samgöngumáta í borginni. Horft yfir brúna í átt að Vatnsendahverfi í Kópavogi.KMU Brúin og göngustígar henni tengdir gagnast þó ekki síst íbúum Vatnsendahverfis í Kópavogi. Með henni opnast þeim greið hjóla- og gönguleið inn til Reykjavíkur með tengingu við meginstígakerfi borgarinnar. Svona mun nýja brúin líta út þegar endanlegt handrið verður komið á hana.Reykjavíkurborg/Liska Brúin er 55 metra löng og 6,5 metra breið; nægilega breið til að unnt sé að skilja að gangandi og hjólandi umferð. Samkvæmt lýsingu á vef Reykjavíkurborgar munu tíu sentimetra blá rör mynda samhverf handrið, sem sveigjast á hliðum brúarinnar. Segir borgin þarna vísað í kalda vatnið og vatnsveituna. Arkitekar eru Teiknistofan Stika í samvinnu við Tertu. Verkfræðingar eru Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar. Ljósahönnuðir eru Liska. Mikið er lagt í lýsingarhönnun og mun brúin setja svip á umhverfið í myrkri. Lýsingin mun beinast niður á brúargólfið.Reykjavíkurborg/Liska Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. Um fimmhundruð metrum ofar í ánni er önnur brú að rísa. Sú er liður í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð. Suðurverk annast verkið fyrir Vegagerðina sem er í samstarfi við Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg. Hér sést hvar efri brúin kemur neðan Breiðholtsbrautar á móts við Urðahvarf.Vegagerðin/Verkís Tilkoma beggja þessara brúa mun opna á fjölbreyttari ferðamöguleika, hvort sem er fyrir gangandi, skokkandi eða hjólandi, á efri hluta Elliðaárdalssvæðisins á milli Breiðholtsbrautar og Vatnsveitubrúar. Þar hefur verið mun lengra á milli göngubrúa yfir árnar heldur en í neðri hluta dalsins, neðan Árbæjarstíflu. Kortið sýnir báðar brýrnar og nýja göngu- og hjólastíga sem þeim fylgja.Reykjavíkurborg/Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar Verkinu fylgja 800 metrar af nýjum stígum og verða göngu- og hjólastígar aðskildir þar sem því verður við komið. Í verkinu felast einnig breytingar á reiðstígum og gerð nýs áningarstaðar við Dimmu.
Reykjavík Kópavogur Vegagerð Samgöngur Hjólreiðar Göngugötur Skipulag Skógrækt og landgræðsla Hestar Tengdar fréttir Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48 Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48
Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07