Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar 4. nóvember 2024 16:46 Forsætisráðherra landsins og formaður Sjálfstæðisflokksins nefndi í viðtali nýlega að hann hefði heyrt dæmi um börn sem neituðu að taka í hönd kvenkennara. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður flokksins vísaði svo í þessi orð og sagði þau hafa verið til að vekja athygli á menningarlegum áskorunum. Sem einhver sem hefur sjálf upplifað að vera barn af erlendum uppruna í nýju landi, langar mig að varpa ljósi á hversu hættulegt það getur verið að festa börn í stereótýpur eða búa til sögur sem nýtast í pólitískum tilgangi. Þegar ég kom hingað til Íslands sem sextán ára gömul stúlka frá Palestínu, var ég síður en svo upplitsdjörf. Bakgrunnur minn var flókinn: Faðir minn var blaðamaður sem skrifaði gegn óréttlæti og var reglulega handtekinn, stundum haldið í allt að sex mánuði án dóms eða laga, aldrei lengur því aldrei var hann ákærður fyrir neitt. Barnshugur minn var fullur af ótta um að hann væri verið að pynta og ég óttaðist sífellt hvað myndi gerast næst. Að lokum gafst móðir mín upp á erfiðleikunum og flutti með okkur systkinin til Íslands í leit að öruggara lífi. Það má vel vera að ég hafi ekki virkað eins og fyrirmyndarbarn á þessum tíma. Ég var táningsstúlka, jafn óörugg og þær eru margar á þessum aldri, en ég var líka í ókunnugu landi þar sem ég þekkti engan, kunni ekki tungumálið, skildi ekki menninguna, var óörugg með húðlitinn minn og klæddi mig öðruvísi en jafnaldrar mínir. Þó að mér hafi gengið vel í raungreinum eins og stærðfræði, gekk mér illa í dönsku og íslensku. Kennararnir mínir gerðu ráð fyrir að erfiðleikarnir væru vegna þess að ég væri útlendingur en löngu seinna kom í ljós að ég var lesblind. Þessir námsörðugleikar áttu ekkert skylt við menningu eða uppruna. Til að forðast bókleg fög eins og dönsku ákvað ég að læra bifvélavirkjun í Iðnskólanum en þegar ég varð 18 ára neyddi kerfið mig til að hætta í skóla og fara að vinna. Samkvæmt reglum þurfa innflytjendur að sanna framfærslugetu sína þegar þeir teljast fullorðnir, nema foreldrar þeirra hafi háar tekjur – sem er sjaldgæft hjá fólki sem er nýkomið til landsins. Þetta var erfitt, því ég vissi að menntun væri leið mín til betra lífs og þar sem ég gat ekki haldið áfram í skóla fékk ég mikið færri tækifæri til að eignast vini eða taka þátt í félagslífi en og jafnaldrar mínir af íslenskum uppruna. Þannig er staða ungmenna í hópi innflytjenda enn í dag. Á næstu árum unnum við systurnar hvar sem við gátum – í fiski, í bakaríi og öðrum störfum. Vinnuveitendur þurftu að sækja um dvalarleyfi fyrir okkur og það var erfitt að fá umsagnaraðila eða atvinnu. Við gáfumst samt ekki upp. Við unnum hörðum höndum og sóttum kvöldskóla í FB samhliða vinnu, þar sem við reyndum að komast áfram í náminu. Dagarnir voru langir – 10-12 tíma vinnudagar, og síðan kvöldskóli þar sem ég lærði íslensku á sama stigi og íslenskir nemendur. Ég var þreytt og óörugg og ég hef eflaust ekki horft djúpt í augun á kennurunum mínum eða tekið eftir útréttri hönd þeirra á þessum tíma – frekar en í grunnskóla. Árið 2007 opnuðust loksins nýjar dyr fyrir mig, þegar ég hóf nám í Háskólabrú Keilis. Þar fékk ég undanþágu frá dönskunni til að klára stúdentinn og það markaði tímamót í lífi mínu. Ég lauk síðan námi í orku- og umhverfisverkfræði frá HÍ og MBA nám við HR, þar sem ég ásamt samnemanda mínum stofnaði GeoSilica. Það sem hófst sem rannsóknarverkefni í háskólanum þróaðist í alvöru fyrirtæki. Nýsköpun kallar á mikla þrautseigju og það er ekkert áhlaupaverkefni fyrir þá sem gefast auðveldlega upp. Orkugeirinn er mjög karllægur og aðeins 2% af nýsköpunarfjármagni rennur til fyrirtækja sem stjórnað er af konum. Þrátt fyrir þetta hefur GeoSilica náð árangri. Í dag er áhersla okkar á Evrópumarkað, þar sem 70% af tekjum okkar koma frá. Það krafðist mikillar vinnu en það hefur borgað sig. Framtíðarmarkmið mitt er að vinna að frekari vexti GeoSilica, en ég legg líka mikla áherslu á að vera virkur þátttakandi í samfélagi fólks af erlendum uppruna og íslensku samfélagi. Ég vil vera fyrirmynd og vekja athygli á mikilvægi þess að hlusta á og virða sjónarmið innflytjenda. Ég verð ævinlega þakklát íslenskum konum sem hafa stutt mig á þessari leið, almenningi sem lét sér ekki standa á sama um mig. Mér þykir vænt um að hafa getað fært verðmæti til íslensks samfélags. Mér þykir vænt um að geta verið fyrirmynd í augum innflytjendabarna. Mér þykir vænt um að hafa ekki bugast undan kerfi sem gerði mér ekki kleift að vera í námi og eignast vini eins og innfæddir Íslendingar fengu. Ég segi þessa sögu samt ekki til að hreykja mér af verkum mínum, heldur til að minna á að barnið sem ekki vildi taka í hönd kvenkennarans gæti verið að glíma við eitthvað sem er alls óskylt menningu – kannski er eitthvað allt annað sem hvílir á því. Í ár hafa 20 drengir á grunnskólaaldri fengið alþjóðlega vernd hér á landi, utan Úkraínu. Þarf það að vera svo flókið að nálgast barnið sem neitaði að taka í höndina á kennaranum og kanna hvort eitthvað ami að, frekar en að gera þessa hegðun að pólitískri áróðurssögu? Ég hef þá trú að betra sé að spyrja þau hvort eitthvað ami að og leita leiða til að þau nái að þroska áhugamál sín og styrkleika í þágu samfélagsins. Hver veit nema að barnið sem ekki vildi taka í höndina á kennara sínum muni stofna verðmætt fyrirtæki síðar eða verði jafnvel næsti formaður Sjálfstæðisflokksins? Barn sem vex upp, fær tækifæri til að blómstra, ann samfélaginu sínu og leggur því eitthvað nýtt til. Höfundur er orku- og umhverfistæknifræðingur og skipar 4. sæti lista Framsóknar í suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fida Abu Libdeh Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra landsins og formaður Sjálfstæðisflokksins nefndi í viðtali nýlega að hann hefði heyrt dæmi um börn sem neituðu að taka í hönd kvenkennara. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður flokksins vísaði svo í þessi orð og sagði þau hafa verið til að vekja athygli á menningarlegum áskorunum. Sem einhver sem hefur sjálf upplifað að vera barn af erlendum uppruna í nýju landi, langar mig að varpa ljósi á hversu hættulegt það getur verið að festa börn í stereótýpur eða búa til sögur sem nýtast í pólitískum tilgangi. Þegar ég kom hingað til Íslands sem sextán ára gömul stúlka frá Palestínu, var ég síður en svo upplitsdjörf. Bakgrunnur minn var flókinn: Faðir minn var blaðamaður sem skrifaði gegn óréttlæti og var reglulega handtekinn, stundum haldið í allt að sex mánuði án dóms eða laga, aldrei lengur því aldrei var hann ákærður fyrir neitt. Barnshugur minn var fullur af ótta um að hann væri verið að pynta og ég óttaðist sífellt hvað myndi gerast næst. Að lokum gafst móðir mín upp á erfiðleikunum og flutti með okkur systkinin til Íslands í leit að öruggara lífi. Það má vel vera að ég hafi ekki virkað eins og fyrirmyndarbarn á þessum tíma. Ég var táningsstúlka, jafn óörugg og þær eru margar á þessum aldri, en ég var líka í ókunnugu landi þar sem ég þekkti engan, kunni ekki tungumálið, skildi ekki menninguna, var óörugg með húðlitinn minn og klæddi mig öðruvísi en jafnaldrar mínir. Þó að mér hafi gengið vel í raungreinum eins og stærðfræði, gekk mér illa í dönsku og íslensku. Kennararnir mínir gerðu ráð fyrir að erfiðleikarnir væru vegna þess að ég væri útlendingur en löngu seinna kom í ljós að ég var lesblind. Þessir námsörðugleikar áttu ekkert skylt við menningu eða uppruna. Til að forðast bókleg fög eins og dönsku ákvað ég að læra bifvélavirkjun í Iðnskólanum en þegar ég varð 18 ára neyddi kerfið mig til að hætta í skóla og fara að vinna. Samkvæmt reglum þurfa innflytjendur að sanna framfærslugetu sína þegar þeir teljast fullorðnir, nema foreldrar þeirra hafi háar tekjur – sem er sjaldgæft hjá fólki sem er nýkomið til landsins. Þetta var erfitt, því ég vissi að menntun væri leið mín til betra lífs og þar sem ég gat ekki haldið áfram í skóla fékk ég mikið færri tækifæri til að eignast vini eða taka þátt í félagslífi en og jafnaldrar mínir af íslenskum uppruna. Þannig er staða ungmenna í hópi innflytjenda enn í dag. Á næstu árum unnum við systurnar hvar sem við gátum – í fiski, í bakaríi og öðrum störfum. Vinnuveitendur þurftu að sækja um dvalarleyfi fyrir okkur og það var erfitt að fá umsagnaraðila eða atvinnu. Við gáfumst samt ekki upp. Við unnum hörðum höndum og sóttum kvöldskóla í FB samhliða vinnu, þar sem við reyndum að komast áfram í náminu. Dagarnir voru langir – 10-12 tíma vinnudagar, og síðan kvöldskóli þar sem ég lærði íslensku á sama stigi og íslenskir nemendur. Ég var þreytt og óörugg og ég hef eflaust ekki horft djúpt í augun á kennurunum mínum eða tekið eftir útréttri hönd þeirra á þessum tíma – frekar en í grunnskóla. Árið 2007 opnuðust loksins nýjar dyr fyrir mig, þegar ég hóf nám í Háskólabrú Keilis. Þar fékk ég undanþágu frá dönskunni til að klára stúdentinn og það markaði tímamót í lífi mínu. Ég lauk síðan námi í orku- og umhverfisverkfræði frá HÍ og MBA nám við HR, þar sem ég ásamt samnemanda mínum stofnaði GeoSilica. Það sem hófst sem rannsóknarverkefni í háskólanum þróaðist í alvöru fyrirtæki. Nýsköpun kallar á mikla þrautseigju og það er ekkert áhlaupaverkefni fyrir þá sem gefast auðveldlega upp. Orkugeirinn er mjög karllægur og aðeins 2% af nýsköpunarfjármagni rennur til fyrirtækja sem stjórnað er af konum. Þrátt fyrir þetta hefur GeoSilica náð árangri. Í dag er áhersla okkar á Evrópumarkað, þar sem 70% af tekjum okkar koma frá. Það krafðist mikillar vinnu en það hefur borgað sig. Framtíðarmarkmið mitt er að vinna að frekari vexti GeoSilica, en ég legg líka mikla áherslu á að vera virkur þátttakandi í samfélagi fólks af erlendum uppruna og íslensku samfélagi. Ég vil vera fyrirmynd og vekja athygli á mikilvægi þess að hlusta á og virða sjónarmið innflytjenda. Ég verð ævinlega þakklát íslenskum konum sem hafa stutt mig á þessari leið, almenningi sem lét sér ekki standa á sama um mig. Mér þykir vænt um að hafa getað fært verðmæti til íslensks samfélags. Mér þykir vænt um að geta verið fyrirmynd í augum innflytjendabarna. Mér þykir vænt um að hafa ekki bugast undan kerfi sem gerði mér ekki kleift að vera í námi og eignast vini eins og innfæddir Íslendingar fengu. Ég segi þessa sögu samt ekki til að hreykja mér af verkum mínum, heldur til að minna á að barnið sem ekki vildi taka í hönd kvenkennarans gæti verið að glíma við eitthvað sem er alls óskylt menningu – kannski er eitthvað allt annað sem hvílir á því. Í ár hafa 20 drengir á grunnskólaaldri fengið alþjóðlega vernd hér á landi, utan Úkraínu. Þarf það að vera svo flókið að nálgast barnið sem neitaði að taka í höndina á kennaranum og kanna hvort eitthvað ami að, frekar en að gera þessa hegðun að pólitískri áróðurssögu? Ég hef þá trú að betra sé að spyrja þau hvort eitthvað ami að og leita leiða til að þau nái að þroska áhugamál sín og styrkleika í þágu samfélagsins. Hver veit nema að barnið sem ekki vildi taka í höndina á kennara sínum muni stofna verðmætt fyrirtæki síðar eða verði jafnvel næsti formaður Sjálfstæðisflokksins? Barn sem vex upp, fær tækifæri til að blómstra, ann samfélaginu sínu og leggur því eitthvað nýtt til. Höfundur er orku- og umhverfistæknifræðingur og skipar 4. sæti lista Framsóknar í suðurkjördæmi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun