Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 6. nóvember 2024 11:30 Á undanförnum árum hafa ýmsir stjórnmálaflokkar sótt hart að réttindum launafólks á fjölmörgum sviðum. Svo virðist sem staða launafólks megi ekki vera sterk eða réttindi góð. Eitt þeirra mála eru starfsréttindi þar sem kröfur eru gerðar til menntunar og færni til að sinna ákveðnum störfum svo sem störf iðnaðarmanna. Til þess að starfa sem húsasmiður þá þarft þú að hafa lokið sveinsprófi sem slíkur, þú þarft að vera rafvirki til að vinna verkefni rafvirkja, matreiðslumaður til að elda matinn á vinnustöðum og stýra rekstri mötuneyta. Þessar kröfur eru ekki tilkomnar að ástæðulausu. Það þarf að tryggja fagmennsku og þekkingu í þessum störfum. Allar þær kröfur sem gerðar eru til starfanna eru tilkomnar ýmist vegna gæða, þjónustu eða öryggismála. Við sem samfélag gerum kröfur til þess að húsin okkar séu vel byggð þannig að ekki stafi hætta af þeim, þannig að síður komi fram gallar á húsnæðinu og að öryggi starfsfólks sé tryggt á meðan á byggingu stendur. Með aukinni þekkingu á verklagi er hægt að tryggja öryggi á vinnustöðum þannig að fólk fari heilt heim úr vinnu á hverjum degi. Þegar slakað er á kröfum eykst hættan á „frávikum“ verulega og getur öryggi og heilsu fólks verið ógnað. Það er þess vegna sem gríðarlega mikilvægt er að vanda til verka, gera ríkar kröfur til fyrirtækja sem taka að sér hin ýmsu verkefni í samfélaginu. Við sem samfélag verðum að gera ríkar kröfur til allra til þess að tryggja öryggi á vinnustöðum. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við dauðsföll á vinnustöðum. Í byggingariðnaði, þar sem flest vinnuslys hafa orðið á undanförnum misserum, þurfum við sérstaklega að taka höndum saman til þess að tryggja öryggi fólks og koma í veg fyrir öll slys. Það er þess vegna sem nauðsynlegt er að standa vörð um löggiltar iðngreinar og þar þurfum við frekar að sækja fram um að bæta lagaumgjörð um þær í stað þess að brjóta þær niður. Ég mun beita mér fyrir bættu starfsumhverfi iðnaðarmanna þar sem réttindi verða varin. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Byggingariðnaður Samfylkingin Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa ýmsir stjórnmálaflokkar sótt hart að réttindum launafólks á fjölmörgum sviðum. Svo virðist sem staða launafólks megi ekki vera sterk eða réttindi góð. Eitt þeirra mála eru starfsréttindi þar sem kröfur eru gerðar til menntunar og færni til að sinna ákveðnum störfum svo sem störf iðnaðarmanna. Til þess að starfa sem húsasmiður þá þarft þú að hafa lokið sveinsprófi sem slíkur, þú þarft að vera rafvirki til að vinna verkefni rafvirkja, matreiðslumaður til að elda matinn á vinnustöðum og stýra rekstri mötuneyta. Þessar kröfur eru ekki tilkomnar að ástæðulausu. Það þarf að tryggja fagmennsku og þekkingu í þessum störfum. Allar þær kröfur sem gerðar eru til starfanna eru tilkomnar ýmist vegna gæða, þjónustu eða öryggismála. Við sem samfélag gerum kröfur til þess að húsin okkar séu vel byggð þannig að ekki stafi hætta af þeim, þannig að síður komi fram gallar á húsnæðinu og að öryggi starfsfólks sé tryggt á meðan á byggingu stendur. Með aukinni þekkingu á verklagi er hægt að tryggja öryggi á vinnustöðum þannig að fólk fari heilt heim úr vinnu á hverjum degi. Þegar slakað er á kröfum eykst hættan á „frávikum“ verulega og getur öryggi og heilsu fólks verið ógnað. Það er þess vegna sem gríðarlega mikilvægt er að vanda til verka, gera ríkar kröfur til fyrirtækja sem taka að sér hin ýmsu verkefni í samfélaginu. Við sem samfélag verðum að gera ríkar kröfur til allra til þess að tryggja öryggi á vinnustöðum. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við dauðsföll á vinnustöðum. Í byggingariðnaði, þar sem flest vinnuslys hafa orðið á undanförnum misserum, þurfum við sérstaklega að taka höndum saman til þess að tryggja öryggi fólks og koma í veg fyrir öll slys. Það er þess vegna sem nauðsynlegt er að standa vörð um löggiltar iðngreinar og þar þurfum við frekar að sækja fram um að bæta lagaumgjörð um þær í stað þess að brjóta þær niður. Ég mun beita mér fyrir bættu starfsumhverfi iðnaðarmanna þar sem réttindi verða varin. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun