Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar 9. nóvember 2024 08:02 Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og er mikið áhyggjuefni. Mikil gagnrýni hefur verið á þá aðstoð og þjónustu sem er í boði fyrir börn og unglinga með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra. Mikið hefur verið lagt í úrræði sem þeim stendur til boða en því miður virðast þau ekki duga, enda vandamálin flókin og börn og unglingar þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það ástand sem blasir við okkur í dag. Áföll og erfið reynsla í æsku Börn á Íslandi, eins og annars staðar í heiminum, upplifa alls kyns ofbeldi, vanrækslu og aðra erfiða reynslu eins og skilnað foreldra, fólksflutninga, einelti, fordóma, útilokun og svo framvegis. Rannsóknir sýna fram á að áföll og erfið reynsla í æsku (svokölluð ACE-rannsókn - Adverse Childhood Experiences) geti haft margvísleg neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu á fullorðinsárum. Rannsóknir sýna einnig að slík reynsla eykur líkur á áhættu- og ofbeldishegðun á unglingsárunum. Á Íslandi sinnir Barnahús málefnum barna ef grunur er um ofbeldi. Hins vegar eru fjölmörg börn og unglingar á Íslandi sem hafa upplifað erfiða reynslu sem fara undir radarinn og eiga það til að týnast. Aðrir þættir Fyrir utan erfiða reynslu í æsku eru fjölmargir þættir sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Sum börn og unglingar sem glíma við námsörðugleika, málþroskaröskun, einhverfurófsröskun og svo framvegis bíða mjög lengi eftir því að fara í greiningu og fá þá sérhæfðu þjónustu sem þau þurfa á að halda. Þessi börn og fjölskyldur þeirra mæta mörgum hindrunum í félags- og skólakerfinu. Slæmur árangur í skóla getur haft áhrif á sjálfsmynd barna og traust á eigin getu til að ná árangri í framtíðinni. Auka þjónustu í þágu barna og ungmenna Ef við ráðumst að rót vandans getum við komið í veg fyrir þróun áhættu- og ofbeldishegðunar barna og unglinga með því að bjóða börnum nauðsynlega þjónustu snemma á lífsleiðinni. Það er ekki í lagi að einn sálfræðingur hjá sveitarfélagi skipti tíma sínum á milli fjögurra skóla og að sálfræðiþjónusta sé of dýr fyrir flestar fjölskyldur. Það er ekki sanngjarnt að börn og unglingar með geð- og þroskavanda þurfi að bíða í marga mánuði eftir að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna. Það er ekki í lagi að barn þurfi að bíða í tvö ár eftir því að fara til talmeinafræðings. Það er ekki eðlilegt að foreldrar sem eiga börn með hegðunarvanda fái ekki stuðning frá atferlisfræðingum eða uppeldisfræðingum áður en vandamálin verða of flókin. Börn og fjölskyldur ættu ekki að þurfa að bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Þessi þjónusta á að vera öllum börnum til boða snemma á lífsleiðinni. Sameinumst um að laga þessi mál. Hinn raunverulegi kostnaður Ef við viljum koma í veg fyrir ofbeldi í samfélagi okkar og stuðla að lýðheilsu allra þurfum við að fjárfesta í geðheilsu barna. Áföll og erfið reynsla í æsku geta valdið gífurlegum kostnaði í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu í formi þjónustu við þessa einstaklinga síðar á fullorðinsárunum. Rannsóknir sýna fram að slík reynsla eykur líkur á líkamlegum sjúkdómum á fullorðinsaldri ekki síður en geðrænum. Ef við þurfum að líta á vandann út frá peningalegu sjónarmiði er staðreyndin einfaldlega þessi, að fjárfesting í börnum gefur bestu ávöxtunina til lengri tíma litið. Höfundur er doktor í sálfræði, skipar 3. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Börn og uppeldi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og er mikið áhyggjuefni. Mikil gagnrýni hefur verið á þá aðstoð og þjónustu sem er í boði fyrir börn og unglinga með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra. Mikið hefur verið lagt í úrræði sem þeim stendur til boða en því miður virðast þau ekki duga, enda vandamálin flókin og börn og unglingar þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það ástand sem blasir við okkur í dag. Áföll og erfið reynsla í æsku Börn á Íslandi, eins og annars staðar í heiminum, upplifa alls kyns ofbeldi, vanrækslu og aðra erfiða reynslu eins og skilnað foreldra, fólksflutninga, einelti, fordóma, útilokun og svo framvegis. Rannsóknir sýna fram á að áföll og erfið reynsla í æsku (svokölluð ACE-rannsókn - Adverse Childhood Experiences) geti haft margvísleg neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu á fullorðinsárum. Rannsóknir sýna einnig að slík reynsla eykur líkur á áhættu- og ofbeldishegðun á unglingsárunum. Á Íslandi sinnir Barnahús málefnum barna ef grunur er um ofbeldi. Hins vegar eru fjölmörg börn og unglingar á Íslandi sem hafa upplifað erfiða reynslu sem fara undir radarinn og eiga það til að týnast. Aðrir þættir Fyrir utan erfiða reynslu í æsku eru fjölmargir þættir sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Sum börn og unglingar sem glíma við námsörðugleika, málþroskaröskun, einhverfurófsröskun og svo framvegis bíða mjög lengi eftir því að fara í greiningu og fá þá sérhæfðu þjónustu sem þau þurfa á að halda. Þessi börn og fjölskyldur þeirra mæta mörgum hindrunum í félags- og skólakerfinu. Slæmur árangur í skóla getur haft áhrif á sjálfsmynd barna og traust á eigin getu til að ná árangri í framtíðinni. Auka þjónustu í þágu barna og ungmenna Ef við ráðumst að rót vandans getum við komið í veg fyrir þróun áhættu- og ofbeldishegðunar barna og unglinga með því að bjóða börnum nauðsynlega þjónustu snemma á lífsleiðinni. Það er ekki í lagi að einn sálfræðingur hjá sveitarfélagi skipti tíma sínum á milli fjögurra skóla og að sálfræðiþjónusta sé of dýr fyrir flestar fjölskyldur. Það er ekki sanngjarnt að börn og unglingar með geð- og þroskavanda þurfi að bíða í marga mánuði eftir að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna. Það er ekki í lagi að barn þurfi að bíða í tvö ár eftir því að fara til talmeinafræðings. Það er ekki eðlilegt að foreldrar sem eiga börn með hegðunarvanda fái ekki stuðning frá atferlisfræðingum eða uppeldisfræðingum áður en vandamálin verða of flókin. Börn og fjölskyldur ættu ekki að þurfa að bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Þessi þjónusta á að vera öllum börnum til boða snemma á lífsleiðinni. Sameinumst um að laga þessi mál. Hinn raunverulegi kostnaður Ef við viljum koma í veg fyrir ofbeldi í samfélagi okkar og stuðla að lýðheilsu allra þurfum við að fjárfesta í geðheilsu barna. Áföll og erfið reynsla í æsku geta valdið gífurlegum kostnaði í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu í formi þjónustu við þessa einstaklinga síðar á fullorðinsárunum. Rannsóknir sýna fram að slík reynsla eykur líkur á líkamlegum sjúkdómum á fullorðinsaldri ekki síður en geðrænum. Ef við þurfum að líta á vandann út frá peningalegu sjónarmiði er staðreyndin einfaldlega þessi, að fjárfesting í börnum gefur bestu ávöxtunina til lengri tíma litið. Höfundur er doktor í sálfræði, skipar 3. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun