Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller og Svava Dögg Jónsdóttir skrifa 8. nóvember 2024 10:31 Yfirlýsing vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjármagni til grunnrannsókna á Íslandi 2025 Við, undirritaðir doktorsnemar og nýdoktorar, lýsum yfir miklum áhyggjum af endurteknum fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til Rannsóknarsjóðs í fjárlagafrumvarpi 2025. Stefnt er að 100 milljóna króna niðurskurði fyrir næsta ár, ofan á tæplega 500 milljón króna niðurskurð árið áður (Mynd 1). Mynd 1: Úthlutuð fjárhæð úr Rannsóknarsjóð og árangurshlutfall. **Áætluð launavísitala miðast við meðalþróun launavísitölu frá 2012, sjá graf aftast. Áætlað árangurshlutfall úthlutunar í Rannsóknasjóð 2025 miðast við 8.5% fjölgun umsókna í sjóðinn ásamt 10% hækkun á styrkupphæðum frá 2024, (Heimild: Rannís). Þetta jafngildir 17 stöðugildum doktorsnema til viðbótar við þau 70 ársverk sem töpuðust í niðurskurði núverandi fjárlaga. Þarna er hoggið stórt skarð í raðir okkar efnilegasta vísindafólks. Á sama tíma er gert ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári, sem sýnir að nægt fjármagn er í málaflokknum. Við teljum þennan endurtekna niðurskurð hafa veruleg áhrif á stöðu ungra vísindamanna og ganga gegn yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um að hlúa að nýsköpun og vísindum á Íslandi. Mynd 2: Fjöldi umsókna og árangurs-hlutfall doktorsnema og nýdoktora undanfarin ár (Heimild: HÍ). Á síðustu misserum hefur ríkisstjórnin lýst yfir auknum áherslum á árangurstengdar fjárveitingar til háskóla fyrir hvern útskrifaðan framhaldsnema. Nýútskrifaðir meistara- og doktorsnemar eru lykilstarfsmenn nýsköpunarfyrirtækja og því er mikilvægt að styðja við þennan hóp ef efla á nýsköpunarstarf á Íslandi. Þessi nálgun ætti því að skila sér í auknu fjármagni til styrkingar verkefna þessara nema innan Háskólanna ef fyrirætlan stjórnvalda um fjölgun útskrifaðra framhaldsnema á að ganga eftir. Niðurskurður stjórnvalda í Rannsóknarsjóð fækkar styrktum verkefnum og því hafa færri nemar möguleika á að stunda nám sitt innan háskólanna og þurfa margir að sækja sér vinnu utan hans, sem hægir á námsframvindu þeirra. Þannig er þessi “aukna fjárveiting” í raun þynnt út. Einnig má benda á það að doktorsnema- og nýdoktorsstyrkjum HÍ hefur fækkað ört (sjá Mynd 2) og árangurshlutfall doktorsnema sem hefur verið milli 20-25%, hefur lækkað niður í 13% árið 2024, á meðan árangurshlutfall nýdoktora hefur helmingast á sama tímabili. Það er því ljóst að Háskólinn hefur hvorki fengið viðbótarfjármagn til að mæta þessum niðurskurði og tryggja nýveitingu verkefna á móti Rannsóknarsjóði, né til að viðhalda fjölda styrkveitinga til doktorsnema. Til þess að efla nýsköpun og rannsóknir á íslandi er nauðsynlegt að þjálfa unga vísindamenn og skapa aðstæður þar sem nýjar hugmyndir fá tækifæri til að kvikna. Doktorsnám gegnir hér lykilhlutverki, þar sem nemendur fá þjálfun í helstu aðferðum, sjálfstæðum vinnubrögðum, gagnrýnni og skapandi hugsun, sem og verkefnastjórnun. Þetta eru allt mikilvægir þættir fyrir áframhaldandi störf í nýsköpun og rannsóknum, bæði innan akademíunnar og utan. Að námi loknu þurfa þessir nýju sérfræðingar svo tækifæri til að hefja sjálfstæðan feril, prófa og þróa áfram nýjar hugmyndir sem geta svo leitt til frekari nýsköpunar. Það er því ljóst að með því að draga úr fjárveitingum til þessa málaflokks gengur ríkisstjórnin gegn eigin yfirlýstum markmiðum og dregur úr möguleikum á raunverulegri nýsköpun. Við skorum á ríkisstjórnina, Fjárlaganefnd, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson Fjármála- og Efnahagsráðherra að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð í Rannsóknarsjóð og þess í stað snúa vörn í sókn og efla þessa mikilvægu undirstöðu vísinda og nýsköpunar á Íslandi. Höfundar eru Katrín Möller, nýdoktor við Háskóla Íslands og Svava Dögg Jónsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands. Skrifað fyrir hönd FEDON, félags doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands, Seigla, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og Hugdok, félags doktorsnema og nýdoktora á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Yfirlýsing vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjármagni til grunnrannsókna á Íslandi 2025 Við, undirritaðir doktorsnemar og nýdoktorar, lýsum yfir miklum áhyggjum af endurteknum fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til Rannsóknarsjóðs í fjárlagafrumvarpi 2025. Stefnt er að 100 milljóna króna niðurskurði fyrir næsta ár, ofan á tæplega 500 milljón króna niðurskurð árið áður (Mynd 1). Mynd 1: Úthlutuð fjárhæð úr Rannsóknarsjóð og árangurshlutfall. **Áætluð launavísitala miðast við meðalþróun launavísitölu frá 2012, sjá graf aftast. Áætlað árangurshlutfall úthlutunar í Rannsóknasjóð 2025 miðast við 8.5% fjölgun umsókna í sjóðinn ásamt 10% hækkun á styrkupphæðum frá 2024, (Heimild: Rannís). Þetta jafngildir 17 stöðugildum doktorsnema til viðbótar við þau 70 ársverk sem töpuðust í niðurskurði núverandi fjárlaga. Þarna er hoggið stórt skarð í raðir okkar efnilegasta vísindafólks. Á sama tíma er gert ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári, sem sýnir að nægt fjármagn er í málaflokknum. Við teljum þennan endurtekna niðurskurð hafa veruleg áhrif á stöðu ungra vísindamanna og ganga gegn yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um að hlúa að nýsköpun og vísindum á Íslandi. Mynd 2: Fjöldi umsókna og árangurs-hlutfall doktorsnema og nýdoktora undanfarin ár (Heimild: HÍ). Á síðustu misserum hefur ríkisstjórnin lýst yfir auknum áherslum á árangurstengdar fjárveitingar til háskóla fyrir hvern útskrifaðan framhaldsnema. Nýútskrifaðir meistara- og doktorsnemar eru lykilstarfsmenn nýsköpunarfyrirtækja og því er mikilvægt að styðja við þennan hóp ef efla á nýsköpunarstarf á Íslandi. Þessi nálgun ætti því að skila sér í auknu fjármagni til styrkingar verkefna þessara nema innan Háskólanna ef fyrirætlan stjórnvalda um fjölgun útskrifaðra framhaldsnema á að ganga eftir. Niðurskurður stjórnvalda í Rannsóknarsjóð fækkar styrktum verkefnum og því hafa færri nemar möguleika á að stunda nám sitt innan háskólanna og þurfa margir að sækja sér vinnu utan hans, sem hægir á námsframvindu þeirra. Þannig er þessi “aukna fjárveiting” í raun þynnt út. Einnig má benda á það að doktorsnema- og nýdoktorsstyrkjum HÍ hefur fækkað ört (sjá Mynd 2) og árangurshlutfall doktorsnema sem hefur verið milli 20-25%, hefur lækkað niður í 13% árið 2024, á meðan árangurshlutfall nýdoktora hefur helmingast á sama tímabili. Það er því ljóst að Háskólinn hefur hvorki fengið viðbótarfjármagn til að mæta þessum niðurskurði og tryggja nýveitingu verkefna á móti Rannsóknarsjóði, né til að viðhalda fjölda styrkveitinga til doktorsnema. Til þess að efla nýsköpun og rannsóknir á íslandi er nauðsynlegt að þjálfa unga vísindamenn og skapa aðstæður þar sem nýjar hugmyndir fá tækifæri til að kvikna. Doktorsnám gegnir hér lykilhlutverki, þar sem nemendur fá þjálfun í helstu aðferðum, sjálfstæðum vinnubrögðum, gagnrýnni og skapandi hugsun, sem og verkefnastjórnun. Þetta eru allt mikilvægir þættir fyrir áframhaldandi störf í nýsköpun og rannsóknum, bæði innan akademíunnar og utan. Að námi loknu þurfa þessir nýju sérfræðingar svo tækifæri til að hefja sjálfstæðan feril, prófa og þróa áfram nýjar hugmyndir sem geta svo leitt til frekari nýsköpunar. Það er því ljóst að með því að draga úr fjárveitingum til þessa málaflokks gengur ríkisstjórnin gegn eigin yfirlýstum markmiðum og dregur úr möguleikum á raunverulegri nýsköpun. Við skorum á ríkisstjórnina, Fjárlaganefnd, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson Fjármála- og Efnahagsráðherra að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð í Rannsóknarsjóð og þess í stað snúa vörn í sókn og efla þessa mikilvægu undirstöðu vísinda og nýsköpunar á Íslandi. Höfundar eru Katrín Möller, nýdoktor við Háskóla Íslands og Svava Dögg Jónsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands. Skrifað fyrir hönd FEDON, félags doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands, Seigla, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og Hugdok, félags doktorsnema og nýdoktora á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun