Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 12:00 Jódís Skúladóttir hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn síðan 2021. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í fjárlaganefnd segir óábyrgt af formanni nefndarinnar að lýsa yfir því að honum þyki það ólíklegt að frumvarp um kílómetragjald nái í gegn fyrir kosningar. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið. Í gær sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, að upptaka kílómetragjalds í stað olíu- og bensíngjalda myndi ólíklega hefjast um áramótin líkt og skipulagt var. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ sagði Njáll Trausti. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, Jódís Skúladóttir, segir formanninn hins vegar bara tala fyrir sig og sitt pólitíska bakland. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið á vettvangi Alþingis. „Ég sem sit í fjárlaganefnd skil hreinlega ekki hvernig Íhaldið getur talað fyrir því að halla ríkissjóðs þurfi að minnka en ætlar svo ekki að standa við þær tekjuöflunartillögur sem það sjálft lagði fram. Þetta er ein þeirra og um 7,5 milljarðar undir,“ segir Jódís í færslu á Facebook. Fleiri áður boðaðar tillögur eigi einnig eftir að afgreiða, svo sem hækkun veiðigjalda á uppsjávarstofna og hækkun á fiskeldisgjaldi. „Það er óábyrgt að afgreiða ríkisfjármálin með pólitískri hundaflautu inn í sitt bakland með þessum hætti. Kjölfestan og ráðdeildin í hagstjórninni hvað?“ segir Jódís. Gjaldið hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum hagsmunaaðilum og félagasamtökum, svo sem bílaleigunum, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og ASÍ. Þau segja meðal annars að gjaldið komi sér illa fyrir lágtekjufólk. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser. Neytendur Skattar og tollar Bensín og olía Bílar Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Í gær sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, að upptaka kílómetragjalds í stað olíu- og bensíngjalda myndi ólíklega hefjast um áramótin líkt og skipulagt var. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ sagði Njáll Trausti. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, Jódís Skúladóttir, segir formanninn hins vegar bara tala fyrir sig og sitt pólitíska bakland. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið á vettvangi Alþingis. „Ég sem sit í fjárlaganefnd skil hreinlega ekki hvernig Íhaldið getur talað fyrir því að halla ríkissjóðs þurfi að minnka en ætlar svo ekki að standa við þær tekjuöflunartillögur sem það sjálft lagði fram. Þetta er ein þeirra og um 7,5 milljarðar undir,“ segir Jódís í færslu á Facebook. Fleiri áður boðaðar tillögur eigi einnig eftir að afgreiða, svo sem hækkun veiðigjalda á uppsjávarstofna og hækkun á fiskeldisgjaldi. „Það er óábyrgt að afgreiða ríkisfjármálin með pólitískri hundaflautu inn í sitt bakland með þessum hætti. Kjölfestan og ráðdeildin í hagstjórninni hvað?“ segir Jódís. Gjaldið hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum hagsmunaaðilum og félagasamtökum, svo sem bílaleigunum, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og ASÍ. Þau segja meðal annars að gjaldið komi sér illa fyrir lágtekjufólk. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser.
Neytendur Skattar og tollar Bensín og olía Bílar Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent