Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. nóvember 2024 21:21 Pitsugerðarmaðurinn Gísli Dan var ekkert sérstaklega ánægður í gærkvöldi, meðan á öllu því sem hér er til umfjöllunar stóð. Hann sér þó broslegu hliðina á málum eftir á. Hópur indverskra ferðamanna, sem fjallað hefur verið um að hafi valdið miklu fjaðrafoki með framferði sínu í Staðarskála í gær, var mættur á veitingastað í Reykjavík í gærkvöldi og olli ekki síður miklum usla. Gísli Dan Rúnarsson, starfsmaður pitsustaðarins Blackbox í Borgartúni, segir fulltrúa hópsins hafa hringt á undan sér með um hálftíma fyrirvara, og látið vita að von væri á hundrað manns á staðinn. Skömmu síðar hafi um hundrað manns mætt í tveimur jafnstórum hópum, líklega hvor úr sinni rútunni. Myndband sem fréttastofa fékk sent frá gærkvöldinu staðfestir að minnst hluti hópsins úr Staðarskála var staddur á Blackbox í gær. „Það byrjaði einn náungi á því að koma og pantaði nokkrar pitsur fyrir hópinn, sem við sögðum að væri ekki nóg fyrir fimmtíu manns. Hann ákvað að treysta sinni dómgreind. Við gerðum þessar pitsur tilbúnar, búið að leggja á borð fyrir hópinn og svo eru þau alltaf að koma og panta sér meira. Sem er ekkert mál, við græjum það alveg, en þetta var endalaust,“ segir Gísli. Vildu alltaf meira Gísli segir stóran hluta hópsins hafa sýnt af sér mikinn dónaskap. „Þegar maður kom inn í salinn til að færa þeim eitthvað var alltaf verið að góla á okkur að koma með meira af einhverju; sósu, nachos eða hvað sem er,“ segir Gísli. „Gaurinn sem var yfir hópnum, hann stóð yfir okkur á meðan við vorum að gera pitsurnar, drullaði yfir okkur og sagði okkur hvernig við ættum að gera hlutina,“ segir Gísli. Aðrir kúnnar hafi borið skarðan hlut frá borði þetta kvöld, þar sem ferðamannahópurinn hafi talið að sínar pantanir, sem mölluðu inn allt kvöldið, væru alltaf í forgangi. „Við áttum alltaf að gera þeirra pantanir fyrst.“ Vaðið í kælinn Þegar hér er komið sögu er Gísli ekki enn tæmdur af raunum gærkvöldsins. „Í byrjun kvölds spurði einn hvort hann mætti fara í kælinn þar sem tveggja lítra gosið er geymt. Ég sagði bara já, þú getur náð þér í svoleiðis. Kælirinn er sem sagt bak við afgreiðsluborðið. Heyrðu, svo heyri ég það að þau eru öll farin að ganga í kælinn án þess að láta okkur vita. Sama með sósurnar. Þau enda á að taka sósubrúsa af vinnuborði fyrir starfsmenn og hafa bara fyrir sig.“ Þegar loksins hafi komið að því að gera upp, og þar með kveðja matargestina, hafi reynst mjög erfitt að átta sig á því um hversu mikið ætti að rukka. „Við vissum ekkert hversu mikið þau tóku. Þau gengu bara í þetta sjálf og við vissum ekkert hvernig við ættum að meta þetta.“ Bað um afslátt og uppskar mikinn hlátur Maðurinn sem áður var nefndur til sögunnar, sem sagður er hafa staðið yfir starfsfólki og gólað á það, hafi síðan borið upp nokkuð spaugilega fyrirspurn þegar verið var að gera upp. „Hann þorði að að spyrja vaktstjórann af hverju hann fengi ekki afslátt. Það var bara hlegið í andlitið á honum, þetta var galið. Þetta var gaurinn sem var búinn að vera að drulla yfir alla, stóð yfir manni með pitsu í hægri, kjamsandi á henni og að biðja um meira á sama tíma.“ Það má heyra á Gísla að honum hafi verið nokkuð létt þegar hópurinn yfirgaf loks staðinn rétt fyrir klukkan tíu, eftir um þriggja tíma kvöldverðarveislu í Borgartúninu, og tæpum klukkutíma eftir að eldhús staðarins lokaði. „Þetta er fyndið eftir á, en þetta var ótrúlega pirrandi meðan á þessu stóð.“ Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Sjá meira
Gísli Dan Rúnarsson, starfsmaður pitsustaðarins Blackbox í Borgartúni, segir fulltrúa hópsins hafa hringt á undan sér með um hálftíma fyrirvara, og látið vita að von væri á hundrað manns á staðinn. Skömmu síðar hafi um hundrað manns mætt í tveimur jafnstórum hópum, líklega hvor úr sinni rútunni. Myndband sem fréttastofa fékk sent frá gærkvöldinu staðfestir að minnst hluti hópsins úr Staðarskála var staddur á Blackbox í gær. „Það byrjaði einn náungi á því að koma og pantaði nokkrar pitsur fyrir hópinn, sem við sögðum að væri ekki nóg fyrir fimmtíu manns. Hann ákvað að treysta sinni dómgreind. Við gerðum þessar pitsur tilbúnar, búið að leggja á borð fyrir hópinn og svo eru þau alltaf að koma og panta sér meira. Sem er ekkert mál, við græjum það alveg, en þetta var endalaust,“ segir Gísli. Vildu alltaf meira Gísli segir stóran hluta hópsins hafa sýnt af sér mikinn dónaskap. „Þegar maður kom inn í salinn til að færa þeim eitthvað var alltaf verið að góla á okkur að koma með meira af einhverju; sósu, nachos eða hvað sem er,“ segir Gísli. „Gaurinn sem var yfir hópnum, hann stóð yfir okkur á meðan við vorum að gera pitsurnar, drullaði yfir okkur og sagði okkur hvernig við ættum að gera hlutina,“ segir Gísli. Aðrir kúnnar hafi borið skarðan hlut frá borði þetta kvöld, þar sem ferðamannahópurinn hafi talið að sínar pantanir, sem mölluðu inn allt kvöldið, væru alltaf í forgangi. „Við áttum alltaf að gera þeirra pantanir fyrst.“ Vaðið í kælinn Þegar hér er komið sögu er Gísli ekki enn tæmdur af raunum gærkvöldsins. „Í byrjun kvölds spurði einn hvort hann mætti fara í kælinn þar sem tveggja lítra gosið er geymt. Ég sagði bara já, þú getur náð þér í svoleiðis. Kælirinn er sem sagt bak við afgreiðsluborðið. Heyrðu, svo heyri ég það að þau eru öll farin að ganga í kælinn án þess að láta okkur vita. Sama með sósurnar. Þau enda á að taka sósubrúsa af vinnuborði fyrir starfsmenn og hafa bara fyrir sig.“ Þegar loksins hafi komið að því að gera upp, og þar með kveðja matargestina, hafi reynst mjög erfitt að átta sig á því um hversu mikið ætti að rukka. „Við vissum ekkert hversu mikið þau tóku. Þau gengu bara í þetta sjálf og við vissum ekkert hvernig við ættum að meta þetta.“ Bað um afslátt og uppskar mikinn hlátur Maðurinn sem áður var nefndur til sögunnar, sem sagður er hafa staðið yfir starfsfólki og gólað á það, hafi síðan borið upp nokkuð spaugilega fyrirspurn þegar verið var að gera upp. „Hann þorði að að spyrja vaktstjórann af hverju hann fengi ekki afslátt. Það var bara hlegið í andlitið á honum, þetta var galið. Þetta var gaurinn sem var búinn að vera að drulla yfir alla, stóð yfir manni með pitsu í hægri, kjamsandi á henni og að biðja um meira á sama tíma.“ Það má heyra á Gísla að honum hafi verið nokkuð létt þegar hópurinn yfirgaf loks staðinn rétt fyrir klukkan tíu, eftir um þriggja tíma kvöldverðarveislu í Borgartúninu, og tæpum klukkutíma eftir að eldhús staðarins lokaði. „Þetta er fyndið eftir á, en þetta var ótrúlega pirrandi meðan á þessu stóð.“
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent