„Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 11:33 DeAndre Kane kostaði Grindavík 35.000 krónur með hegðun sinni í hálfleik gegn Hetti í síðasta mánuði. vísir/Anton Formaður Körfuknattleikssambands Íslands óttast ekki fjölgun mála á borð við það sem körfuknattleiksdeild Grindavíkur var dæmd fyrir, vegna hegðunar DeAndre Kane í hálfleik gegn Hetti í Bónus-deildinni, þrátt fyrir lága sekt. Kane fór inn á upphitunarsvæði Hattar í hálfleik og ýtti harkalega í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Dómarar voru ekki viðstaddir og gat Kane klárað leikinn án vandkvæða, en framkvæmdastjóri KKÍ kærði hegðun hans til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Aganefndin kvað svo upp sinn úrskurð 8. nóvember, rúmum þremur vikum eftir leikinn, og sektaði Grindvíkinga um 35.000 krónur. Aðspurð hvort að þetta sé eðlilegur málsmeðferðartími bendir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ, á að málið eigi sér enga hliðstæðu: „Aganefnd getur alveg tekið sinn tíma í vinnuna. Hún er sér á báti, algjörlega óháð okkur og við skiptum okkur ekkert af henni. Þetta mál er nýtt af nálinni. Við höfum ekki oft kært vegna mála sem gætu „skaðað ímynd körfuboltans“ og þetta tilvik er mjög óvenjulegt. Sem betur fer höfum við ekki verið mikið að kljást við það að leikmenn fari inn á upphitunarsvæði andstæðingsins. Þetta er í öllu falli mjög sérkennilegt,“ segir Guðbjörg. Það er í höndum framkvæmdastjóra KKÍ að taka ákvörðun um hvort svona tilvik, hegðun sem gæti skaðað ímynd íþróttarinnar, séu kærð til aga- og úrskurðarnefndar. Nú er niðurstaðan ljós en eflaust setja einhverjir spurningamerki við sektarupphæðina, sem er aðeins 35.000 krónur. Nefndin segir í rökstuðningi sínum að hún telji háttsemi Kane ekki jafn líklega til að skaða ímynd körfuboltans eins og mál þar sem „vegið er af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum“. Því geti sektin núna ekki verið hærri en fyrir slík ummæli. Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir er formaður KKÍ.kki.is En hefur svona refsing einhver áhrif, þegar sektin er svona lág? „Nefndin kemst að þessari niðurstöðu. Það sem mér finnst best í þessu er að það er viðurkennt að þetta er ekki í lagi. Mér finnst það vera útgangspunkturinn. Þarna kom upp atvik, sem gerist sem betur fer nánast aldrei, og það var viðurkennt að svona gerum við ekki, burtséð frá því hvað sektin var há. Þarna er þá líka komin aðvörun um að svona hegðum við okkur ekki. Mér finnst ekki aðalmálið hve há sektin er,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg óttast ekki að dæmum um svona hegðun, þegar dómarar eru ekki á vellinum, fjölgi mikið: „Nei, ég hef nú ekki áhyggjur af því. Ef að af því kæmi þá myndum við nú frekar bara endurskoða eitthvað. Þetta er bara einstakt atvik sem við höfum sem betur fer ekki þurft áður að kljást við.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. 10. nóvember 2024 11:42 Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. 9. nóvember 2024 11:59 Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar. 31. október 2024 22:48 Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. 19. október 2024 10:31 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Kane fór inn á upphitunarsvæði Hattar í hálfleik og ýtti harkalega í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Dómarar voru ekki viðstaddir og gat Kane klárað leikinn án vandkvæða, en framkvæmdastjóri KKÍ kærði hegðun hans til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Aganefndin kvað svo upp sinn úrskurð 8. nóvember, rúmum þremur vikum eftir leikinn, og sektaði Grindvíkinga um 35.000 krónur. Aðspurð hvort að þetta sé eðlilegur málsmeðferðartími bendir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ, á að málið eigi sér enga hliðstæðu: „Aganefnd getur alveg tekið sinn tíma í vinnuna. Hún er sér á báti, algjörlega óháð okkur og við skiptum okkur ekkert af henni. Þetta mál er nýtt af nálinni. Við höfum ekki oft kært vegna mála sem gætu „skaðað ímynd körfuboltans“ og þetta tilvik er mjög óvenjulegt. Sem betur fer höfum við ekki verið mikið að kljást við það að leikmenn fari inn á upphitunarsvæði andstæðingsins. Þetta er í öllu falli mjög sérkennilegt,“ segir Guðbjörg. Það er í höndum framkvæmdastjóra KKÍ að taka ákvörðun um hvort svona tilvik, hegðun sem gæti skaðað ímynd íþróttarinnar, séu kærð til aga- og úrskurðarnefndar. Nú er niðurstaðan ljós en eflaust setja einhverjir spurningamerki við sektarupphæðina, sem er aðeins 35.000 krónur. Nefndin segir í rökstuðningi sínum að hún telji háttsemi Kane ekki jafn líklega til að skaða ímynd körfuboltans eins og mál þar sem „vegið er af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum“. Því geti sektin núna ekki verið hærri en fyrir slík ummæli. Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir er formaður KKÍ.kki.is En hefur svona refsing einhver áhrif, þegar sektin er svona lág? „Nefndin kemst að þessari niðurstöðu. Það sem mér finnst best í þessu er að það er viðurkennt að þetta er ekki í lagi. Mér finnst það vera útgangspunkturinn. Þarna kom upp atvik, sem gerist sem betur fer nánast aldrei, og það var viðurkennt að svona gerum við ekki, burtséð frá því hvað sektin var há. Þarna er þá líka komin aðvörun um að svona hegðum við okkur ekki. Mér finnst ekki aðalmálið hve há sektin er,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg óttast ekki að dæmum um svona hegðun, þegar dómarar eru ekki á vellinum, fjölgi mikið: „Nei, ég hef nú ekki áhyggjur af því. Ef að af því kæmi þá myndum við nú frekar bara endurskoða eitthvað. Þetta er bara einstakt atvik sem við höfum sem betur fer ekki þurft áður að kljást við.“
Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. 10. nóvember 2024 11:42 Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. 9. nóvember 2024 11:59 Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar. 31. október 2024 22:48 Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. 19. október 2024 10:31 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. 10. nóvember 2024 11:42
Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. 9. nóvember 2024 11:59
Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar. 31. október 2024 22:48
Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. 19. október 2024 10:31