„Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 11:33 DeAndre Kane kostaði Grindavík 35.000 krónur með hegðun sinni í hálfleik gegn Hetti í síðasta mánuði. vísir/Anton Formaður Körfuknattleikssambands Íslands óttast ekki fjölgun mála á borð við það sem körfuknattleiksdeild Grindavíkur var dæmd fyrir, vegna hegðunar DeAndre Kane í hálfleik gegn Hetti í Bónus-deildinni, þrátt fyrir lága sekt. Kane fór inn á upphitunarsvæði Hattar í hálfleik og ýtti harkalega í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Dómarar voru ekki viðstaddir og gat Kane klárað leikinn án vandkvæða, en framkvæmdastjóri KKÍ kærði hegðun hans til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Aganefndin kvað svo upp sinn úrskurð 8. nóvember, rúmum þremur vikum eftir leikinn, og sektaði Grindvíkinga um 35.000 krónur. Aðspurð hvort að þetta sé eðlilegur málsmeðferðartími bendir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ, á að málið eigi sér enga hliðstæðu: „Aganefnd getur alveg tekið sinn tíma í vinnuna. Hún er sér á báti, algjörlega óháð okkur og við skiptum okkur ekkert af henni. Þetta mál er nýtt af nálinni. Við höfum ekki oft kært vegna mála sem gætu „skaðað ímynd körfuboltans“ og þetta tilvik er mjög óvenjulegt. Sem betur fer höfum við ekki verið mikið að kljást við það að leikmenn fari inn á upphitunarsvæði andstæðingsins. Þetta er í öllu falli mjög sérkennilegt,“ segir Guðbjörg. Það er í höndum framkvæmdastjóra KKÍ að taka ákvörðun um hvort svona tilvik, hegðun sem gæti skaðað ímynd íþróttarinnar, séu kærð til aga- og úrskurðarnefndar. Nú er niðurstaðan ljós en eflaust setja einhverjir spurningamerki við sektarupphæðina, sem er aðeins 35.000 krónur. Nefndin segir í rökstuðningi sínum að hún telji háttsemi Kane ekki jafn líklega til að skaða ímynd körfuboltans eins og mál þar sem „vegið er af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum“. Því geti sektin núna ekki verið hærri en fyrir slík ummæli. Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir er formaður KKÍ.kki.is En hefur svona refsing einhver áhrif, þegar sektin er svona lág? „Nefndin kemst að þessari niðurstöðu. Það sem mér finnst best í þessu er að það er viðurkennt að þetta er ekki í lagi. Mér finnst það vera útgangspunkturinn. Þarna kom upp atvik, sem gerist sem betur fer nánast aldrei, og það var viðurkennt að svona gerum við ekki, burtséð frá því hvað sektin var há. Þarna er þá líka komin aðvörun um að svona hegðum við okkur ekki. Mér finnst ekki aðalmálið hve há sektin er,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg óttast ekki að dæmum um svona hegðun, þegar dómarar eru ekki á vellinum, fjölgi mikið: „Nei, ég hef nú ekki áhyggjur af því. Ef að af því kæmi þá myndum við nú frekar bara endurskoða eitthvað. Þetta er bara einstakt atvik sem við höfum sem betur fer ekki þurft áður að kljást við.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. 10. nóvember 2024 11:42 Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. 9. nóvember 2024 11:59 Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar. 31. október 2024 22:48 Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. 19. október 2024 10:31 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Kane fór inn á upphitunarsvæði Hattar í hálfleik og ýtti harkalega í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Dómarar voru ekki viðstaddir og gat Kane klárað leikinn án vandkvæða, en framkvæmdastjóri KKÍ kærði hegðun hans til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Aganefndin kvað svo upp sinn úrskurð 8. nóvember, rúmum þremur vikum eftir leikinn, og sektaði Grindvíkinga um 35.000 krónur. Aðspurð hvort að þetta sé eðlilegur málsmeðferðartími bendir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ, á að málið eigi sér enga hliðstæðu: „Aganefnd getur alveg tekið sinn tíma í vinnuna. Hún er sér á báti, algjörlega óháð okkur og við skiptum okkur ekkert af henni. Þetta mál er nýtt af nálinni. Við höfum ekki oft kært vegna mála sem gætu „skaðað ímynd körfuboltans“ og þetta tilvik er mjög óvenjulegt. Sem betur fer höfum við ekki verið mikið að kljást við það að leikmenn fari inn á upphitunarsvæði andstæðingsins. Þetta er í öllu falli mjög sérkennilegt,“ segir Guðbjörg. Það er í höndum framkvæmdastjóra KKÍ að taka ákvörðun um hvort svona tilvik, hegðun sem gæti skaðað ímynd íþróttarinnar, séu kærð til aga- og úrskurðarnefndar. Nú er niðurstaðan ljós en eflaust setja einhverjir spurningamerki við sektarupphæðina, sem er aðeins 35.000 krónur. Nefndin segir í rökstuðningi sínum að hún telji háttsemi Kane ekki jafn líklega til að skaða ímynd körfuboltans eins og mál þar sem „vegið er af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum“. Því geti sektin núna ekki verið hærri en fyrir slík ummæli. Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir er formaður KKÍ.kki.is En hefur svona refsing einhver áhrif, þegar sektin er svona lág? „Nefndin kemst að þessari niðurstöðu. Það sem mér finnst best í þessu er að það er viðurkennt að þetta er ekki í lagi. Mér finnst það vera útgangspunkturinn. Þarna kom upp atvik, sem gerist sem betur fer nánast aldrei, og það var viðurkennt að svona gerum við ekki, burtséð frá því hvað sektin var há. Þarna er þá líka komin aðvörun um að svona hegðum við okkur ekki. Mér finnst ekki aðalmálið hve há sektin er,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg óttast ekki að dæmum um svona hegðun, þegar dómarar eru ekki á vellinum, fjölgi mikið: „Nei, ég hef nú ekki áhyggjur af því. Ef að af því kæmi þá myndum við nú frekar bara endurskoða eitthvað. Þetta er bara einstakt atvik sem við höfum sem betur fer ekki þurft áður að kljást við.“
Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. 10. nóvember 2024 11:42 Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. 9. nóvember 2024 11:59 Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar. 31. október 2024 22:48 Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. 19. október 2024 10:31 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. 10. nóvember 2024 11:42
Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. 9. nóvember 2024 11:59
Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar. 31. október 2024 22:48
Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. 19. október 2024 10:31