Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar 12. nóvember 2024 11:33 Í dag er 11. virki dagurinn síðan KÍ boðaði til verkfalls í 9 skólum á landinu. Einn þessara skóla er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, en 2ja ára dóttir mín byrjaði þar í lok ágúst. Við fjölskyldan erum nefnilega nýlega flutt á Sauðárkrók, en hingað komum við 1. maí. Þar sem ekki var tekið inn á leikskólann hér í vor var ég heima með dóttur mína þar til að hún byrjaði í aðlögun í lok ágúst. 1. september og sjálf byrja ég svo að vinna 1. september. Þegar þetta er skrifað hef ég verið í nýju vinnunni minni í 2 mánuði og 12 daga. Þrátt fyrir að vera orðin 36 ára gömul eru þetta nánast mín fyrstu skref á vinnumarkaði, en við hjónin rákum áður fyrirtæki í rúmlega 10 ár og störfuðum því sjálfstætt. Eins og gefur að skilja er ég ekki búin að vinna mér inn mikið frí á þessum stutta tíma, og hafa allir dagar sem ég hef verið heima með dóttur okkar í verkfallinu því verið launalausir. Sömu sögu er að segja um manninn minn, sem byrjaði í sinni vinnu í ágúst. Dóttir okkar er nefnilega svo heppin að á deildinni hennar er faglærður deildarstjóri og deildin því lokuð í verkfallinu. Sem og reyndar allar deildir í leikskólanum Ársölum, nema ein. Í dag sá ég mig tilneydda að biðja mína yfirmenn um að fá að minnka starfshlutfallið mitt. Ég er því núna með 30% minna starfshlutfall og kjaraskerðingu eftir því vegna verkfalls leikskólakennara á Sauðárkróki og viðbúið að maðurinn minn þurfi að minnka sitt starfshlutfall álíka mikið. Í sumar fór ég á biðlista til að komast að í sjúkraþjálfun á Akureyri. Ég komst í einn tíma áður en verkfallið skall á og hef nú þurft að fresta næsta tíma í tvígang. Ég virði verkfallsréttinn og er algerlega á því að kennarastarfið sé eitt af mikilvægustu störfunum í nútíma samfélagi. Auðvitað eiga kennarar að hafa sanngjörn laun, það gefur auga leið. Ég er hins vegar afar ósátt við það hvernig staðið er að þessu verkfalli. Áhrifin af því eru mjög staðbundin í kringum þá skóla sem eru í verkfalli, en restin af landinu finnur lítið sem ekkert fyrir því. Veit jafnvel ekki að það er í gangi, því þegar skrunað er yfir fréttamiðla landsins er bara hreinlega ekkert að frétta. Þrýstingurinn er ekki nægur, augljóslega, þegar samninganefndirnar boða ekki einu sinni til funda. Ég er þreytt, reið og vonsvikin yfir þessu ástandi og þeirri staðreynd að engin lausn er í sjónmáli og ekki síður þeirri staðreynd að það virðist öllum vera drullusama. Drullusama um mig og fjölmarga (en ekki nógu marga) foreldra sem eru í sömu stöðu. Drullusama um barnið mitt sem fær ekki að fara í leikskólann sinn, sem grætur og skilur ekki af hverju hún þarf að vera heima. Drullusama um grunnskólabörnin sem lenda í því að fá ekki að fara í skólann því kennararnir þeirra eru heima með barn í verkfalli, og áhrifin sem það hefur á þeirra menntun. Drullusama um að það virðist ekki vera neinn vilji til að semja og varla hægt að segja að það þokist neitt í viðræðunum, því það eru engar viðræður til staðar. Ófyrirsjáanleikinn og óvissan er líka algjör, því verkfallið í leikskólunum er ótímabundið, sem þýðir að við gætum verið í þessu ástandi langt fram á næsta ár. Hvað verðum við þá komin með marga útbrunna foreldra sem fara flatt á því að reyna að vinna á nóttunni og um helgar í langan tíma. Það hafa nefnilega fæstir efni á því að lækka starfshlutfallið sitt í þessu efnahagsástandi. Ég skora á samninganefndir KÍ og SÍS að sýna okkur foreldrum barna í verkfallsskólum þann snefil af virðingu að hittast allavegana og ræða málin. Það fæst jú engin niðurstaða ef allir húka í sínu horni og engir eru fundirnir. Er það í alvörunni til of mikils ætlast? Virðingarfyllst Guðrún Eik Skúladóttir Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er 11. virki dagurinn síðan KÍ boðaði til verkfalls í 9 skólum á landinu. Einn þessara skóla er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, en 2ja ára dóttir mín byrjaði þar í lok ágúst. Við fjölskyldan erum nefnilega nýlega flutt á Sauðárkrók, en hingað komum við 1. maí. Þar sem ekki var tekið inn á leikskólann hér í vor var ég heima með dóttur mína þar til að hún byrjaði í aðlögun í lok ágúst. 1. september og sjálf byrja ég svo að vinna 1. september. Þegar þetta er skrifað hef ég verið í nýju vinnunni minni í 2 mánuði og 12 daga. Þrátt fyrir að vera orðin 36 ára gömul eru þetta nánast mín fyrstu skref á vinnumarkaði, en við hjónin rákum áður fyrirtæki í rúmlega 10 ár og störfuðum því sjálfstætt. Eins og gefur að skilja er ég ekki búin að vinna mér inn mikið frí á þessum stutta tíma, og hafa allir dagar sem ég hef verið heima með dóttur okkar í verkfallinu því verið launalausir. Sömu sögu er að segja um manninn minn, sem byrjaði í sinni vinnu í ágúst. Dóttir okkar er nefnilega svo heppin að á deildinni hennar er faglærður deildarstjóri og deildin því lokuð í verkfallinu. Sem og reyndar allar deildir í leikskólanum Ársölum, nema ein. Í dag sá ég mig tilneydda að biðja mína yfirmenn um að fá að minnka starfshlutfallið mitt. Ég er því núna með 30% minna starfshlutfall og kjaraskerðingu eftir því vegna verkfalls leikskólakennara á Sauðárkróki og viðbúið að maðurinn minn þurfi að minnka sitt starfshlutfall álíka mikið. Í sumar fór ég á biðlista til að komast að í sjúkraþjálfun á Akureyri. Ég komst í einn tíma áður en verkfallið skall á og hef nú þurft að fresta næsta tíma í tvígang. Ég virði verkfallsréttinn og er algerlega á því að kennarastarfið sé eitt af mikilvægustu störfunum í nútíma samfélagi. Auðvitað eiga kennarar að hafa sanngjörn laun, það gefur auga leið. Ég er hins vegar afar ósátt við það hvernig staðið er að þessu verkfalli. Áhrifin af því eru mjög staðbundin í kringum þá skóla sem eru í verkfalli, en restin af landinu finnur lítið sem ekkert fyrir því. Veit jafnvel ekki að það er í gangi, því þegar skrunað er yfir fréttamiðla landsins er bara hreinlega ekkert að frétta. Þrýstingurinn er ekki nægur, augljóslega, þegar samninganefndirnar boða ekki einu sinni til funda. Ég er þreytt, reið og vonsvikin yfir þessu ástandi og þeirri staðreynd að engin lausn er í sjónmáli og ekki síður þeirri staðreynd að það virðist öllum vera drullusama. Drullusama um mig og fjölmarga (en ekki nógu marga) foreldra sem eru í sömu stöðu. Drullusama um barnið mitt sem fær ekki að fara í leikskólann sinn, sem grætur og skilur ekki af hverju hún þarf að vera heima. Drullusama um grunnskólabörnin sem lenda í því að fá ekki að fara í skólann því kennararnir þeirra eru heima með barn í verkfalli, og áhrifin sem það hefur á þeirra menntun. Drullusama um að það virðist ekki vera neinn vilji til að semja og varla hægt að segja að það þokist neitt í viðræðunum, því það eru engar viðræður til staðar. Ófyrirsjáanleikinn og óvissan er líka algjör, því verkfallið í leikskólunum er ótímabundið, sem þýðir að við gætum verið í þessu ástandi langt fram á næsta ár. Hvað verðum við þá komin með marga útbrunna foreldra sem fara flatt á því að reyna að vinna á nóttunni og um helgar í langan tíma. Það hafa nefnilega fæstir efni á því að lækka starfshlutfallið sitt í þessu efnahagsástandi. Ég skora á samninganefndir KÍ og SÍS að sýna okkur foreldrum barna í verkfallsskólum þann snefil af virðingu að hittast allavegana og ræða málin. Það fæst jú engin niðurstaða ef allir húka í sínu horni og engir eru fundirnir. Er það í alvörunni til of mikils ætlast? Virðingarfyllst Guðrún Eik Skúladóttir Höfundur er móðir.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar