Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 15. nóvember 2024 08:31 Á hverju hausti inni á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum má heyra neyðaróp foreldra einhverfra barna sem spyrjast fyrir um skóla sem geta veitt börnum þeirra viðeigandi þjónustu þar sem þau hafa gengið á vegg hvert sem litið er. Á hverju hausti eru fjöldi barna synjað um inngöngu um skólavist í sérskóla og skólavist í sérhæfðri einhverfudeild. Til þess að eiga möguleika á því að komast inn í sérskóla eða sérhæfðu deildirnar þurfa börn að uppfylla mjög þröng skilyrði um mikla þörf fyrir sérhæfðan vanda. Það gefur auga leið að sú þjónusta sem þar er boðið uppá er ekki bara mikilvæg heldur nauðsynleg og því óásættanlegt að það sé hægt að synja börnum frá henni. Neyðarástand Stjórn Einhverfusamtakana lýsti yfir neyðarástandi í haust þar sem 11 einhverfum börnum var synjað um inngöngu í Klettaskóla og árlega synjar Reykjavíkurborg 30 - 38 einhverfum börnum um skólavist í sérhæfðum einhverfudeildum. Þetta leiðir af sér örvæntingu hjá þeim foreldrum sem ekki fá þessi tilteknu pláss fyrir börnin sín. Þau fara að leita eftir skólum sem geta þá veitt börnum þeirra einhvers konar þjónustu en þeir skólar sem ná að mæta þessum hópi af einhverju leyti hafa ákveðin þolmörk hvað varðar pláss og úrræði. Börnin enda svo á því að fara í sinn hverfisskóla þar sem reynt er að mæta þeim með misgóðum árangri. Fyrir utan þann hóp sem þarf á sérhæfðum úrræðum eins og sérskólum og einhverfudeildum að halda er gríðarlega stór hópur einhverfra barna sem uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til þess að eiga möguleika á að sækja um þau úrræði. Þetta er hópur sem fellur á milli og er hópurinn sem ég hef sérstakar áhyggjur af bæði sem móðir drengs sem tilheyrir þeim hópi og sem kennari. Þessi börn uppfylla sem sagt ekki þau skilyrði sem þarf til þess að þau fái sérstök úrræði en eiga einnig oft erfitt með að taka þátt í hefðbundnu skólastarfi. Hvernig er þá hægt að mæta þessum hópi barna? Helsti vandi þess að vera með fötlun eins og einhverfu felst alls ekki í fötluninni sjálfri heldur í þeirri ringulreið sem skapast í lífi þessara einstaklinga þegar þeir eru settir í aðstæður og umhverfi sem óeinhverft fólk hefur skapað og ætlast til að þau aðlagist. Mikill meirihluti einhverfra barna er fullfær um að fylgja jafnöldrum sínum námslega en til þess að þau geti blómstrað þurfa þau að vera í umhverfi sem hentar þeim og veitir þeim öryggi. Rétt umhverfi fyrir einhverft barn er ekki einungis fengið með einhverfudeildum heldur eru ýmsar aðrar lausnir sem gætu stutt við nemandann svo honum líði vel og geti þá tekið þátt og lært. Okkur ber skylda að mæta þessum hóp, það er allra hagur að þeim líði vel og gangi vel í skóla. Þetta er hópur sem þarf oft að setja sig í stellingar og þrauka og umbera umhverfi sem er þeim krefjandi. Þá er það á ábyrgð okkar sem skyldum þessa einstaklinga í tíu ára skólavist að gera þá veru bærilega og sníða umhverfið að þeirra þörfum en ekki að neyða þau til þess að aðlagast umhverfi og skólakerfi eins og okkur finnst það eigi að vera út frá okkar forsendum. Tíðni einhverfugreininga Tíðni einhverfugreininga hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin hér á landi, árið 2005 voru þær 0,6%, 2009 1,2% og nú 3,13% árið 2024. Þó eru um og yfir 600 börn á biðlistum eftir greiningu og biðin að minnsta kosti tvö ár til næstum þrjú ár. Það er því mikilvægt að það séu fjölbreytt úrræði fyrir þessa einstaklinga. Það er allra hagur að halda utan um þennan mikilvæga hóp með því að auka framboð á hinum ýmsu úrræðum, auka val foreldra svo þau geti fundið skóla sem hentar þeirra barni, sem mætir þeirra þörfum og útrýma synjunum á viðeigandi úrræðum. Því okkur ber lagaleg og siðferðileg skylda til þess að bera virðingu fyrir fjölbreytileika og mismunandi þörfum barna náms og félagslega. Gerum betur Á dögunum kynnti Sjálfstæðisflokkurinn 21 aðgerð í menntamálum. Í tólftu greininni er einmitt fjallað um að endurskilgreina skóla án aðgreiningar og tryggja það að nemendur sem þurfi aukinn stuðning fái hann og að foreldrar barna fái frelsi til þess að velja úrræði og umhverfi sem henti þeirra barni. Þá sé ekki ásættanlegt að börn sem þurfi á sérúrræðum að halda fái ekki inni og þurfi að þrauka í umhverfi sem gerir þeim erfiðara fyrir að blómstra. Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi og í 12. sæti á lista hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Einhverfa Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Sjá meira
Á hverju hausti inni á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum má heyra neyðaróp foreldra einhverfra barna sem spyrjast fyrir um skóla sem geta veitt börnum þeirra viðeigandi þjónustu þar sem þau hafa gengið á vegg hvert sem litið er. Á hverju hausti eru fjöldi barna synjað um inngöngu um skólavist í sérskóla og skólavist í sérhæfðri einhverfudeild. Til þess að eiga möguleika á því að komast inn í sérskóla eða sérhæfðu deildirnar þurfa börn að uppfylla mjög þröng skilyrði um mikla þörf fyrir sérhæfðan vanda. Það gefur auga leið að sú þjónusta sem þar er boðið uppá er ekki bara mikilvæg heldur nauðsynleg og því óásættanlegt að það sé hægt að synja börnum frá henni. Neyðarástand Stjórn Einhverfusamtakana lýsti yfir neyðarástandi í haust þar sem 11 einhverfum börnum var synjað um inngöngu í Klettaskóla og árlega synjar Reykjavíkurborg 30 - 38 einhverfum börnum um skólavist í sérhæfðum einhverfudeildum. Þetta leiðir af sér örvæntingu hjá þeim foreldrum sem ekki fá þessi tilteknu pláss fyrir börnin sín. Þau fara að leita eftir skólum sem geta þá veitt börnum þeirra einhvers konar þjónustu en þeir skólar sem ná að mæta þessum hópi af einhverju leyti hafa ákveðin þolmörk hvað varðar pláss og úrræði. Börnin enda svo á því að fara í sinn hverfisskóla þar sem reynt er að mæta þeim með misgóðum árangri. Fyrir utan þann hóp sem þarf á sérhæfðum úrræðum eins og sérskólum og einhverfudeildum að halda er gríðarlega stór hópur einhverfra barna sem uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til þess að eiga möguleika á að sækja um þau úrræði. Þetta er hópur sem fellur á milli og er hópurinn sem ég hef sérstakar áhyggjur af bæði sem móðir drengs sem tilheyrir þeim hópi og sem kennari. Þessi börn uppfylla sem sagt ekki þau skilyrði sem þarf til þess að þau fái sérstök úrræði en eiga einnig oft erfitt með að taka þátt í hefðbundnu skólastarfi. Hvernig er þá hægt að mæta þessum hópi barna? Helsti vandi þess að vera með fötlun eins og einhverfu felst alls ekki í fötluninni sjálfri heldur í þeirri ringulreið sem skapast í lífi þessara einstaklinga þegar þeir eru settir í aðstæður og umhverfi sem óeinhverft fólk hefur skapað og ætlast til að þau aðlagist. Mikill meirihluti einhverfra barna er fullfær um að fylgja jafnöldrum sínum námslega en til þess að þau geti blómstrað þurfa þau að vera í umhverfi sem hentar þeim og veitir þeim öryggi. Rétt umhverfi fyrir einhverft barn er ekki einungis fengið með einhverfudeildum heldur eru ýmsar aðrar lausnir sem gætu stutt við nemandann svo honum líði vel og geti þá tekið þátt og lært. Okkur ber skylda að mæta þessum hóp, það er allra hagur að þeim líði vel og gangi vel í skóla. Þetta er hópur sem þarf oft að setja sig í stellingar og þrauka og umbera umhverfi sem er þeim krefjandi. Þá er það á ábyrgð okkar sem skyldum þessa einstaklinga í tíu ára skólavist að gera þá veru bærilega og sníða umhverfið að þeirra þörfum en ekki að neyða þau til þess að aðlagast umhverfi og skólakerfi eins og okkur finnst það eigi að vera út frá okkar forsendum. Tíðni einhverfugreininga Tíðni einhverfugreininga hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin hér á landi, árið 2005 voru þær 0,6%, 2009 1,2% og nú 3,13% árið 2024. Þó eru um og yfir 600 börn á biðlistum eftir greiningu og biðin að minnsta kosti tvö ár til næstum þrjú ár. Það er því mikilvægt að það séu fjölbreytt úrræði fyrir þessa einstaklinga. Það er allra hagur að halda utan um þennan mikilvæga hóp með því að auka framboð á hinum ýmsu úrræðum, auka val foreldra svo þau geti fundið skóla sem hentar þeirra barni, sem mætir þeirra þörfum og útrýma synjunum á viðeigandi úrræðum. Því okkur ber lagaleg og siðferðileg skylda til þess að bera virðingu fyrir fjölbreytileika og mismunandi þörfum barna náms og félagslega. Gerum betur Á dögunum kynnti Sjálfstæðisflokkurinn 21 aðgerð í menntamálum. Í tólftu greininni er einmitt fjallað um að endurskilgreina skóla án aðgreiningar og tryggja það að nemendur sem þurfi aukinn stuðning fái hann og að foreldrar barna fái frelsi til þess að velja úrræði og umhverfi sem henti þeirra barni. Þá sé ekki ásættanlegt að börn sem þurfi á sérúrræðum að halda fái ekki inni og þurfi að þrauka í umhverfi sem gerir þeim erfiðara fyrir að blómstra. Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi og í 12. sæti á lista hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík suður.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun