Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2024 13:30 Nýverið var heilbrigðisráðherra viðstaddur og sýnilega ánægður þegar forstjóri Sjúkratrygginga skrifaði undir samkomulag við Klínikina um að fyrirtækið tæki að sér svokallaðar efnaskiptaaðgerðir. Þetta virðist í samræmi við nýja stefnu ráðherrans undir nýyrðinu „einkarekstrarvæðing“ sem mér er ekki kunnugt um að hafi hlotið blessun Alþingis, sem þó mætti ætla að væri forsenda fyrir stefnubreytingu af þessu tagi. Annars góður þingmaður Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson stundaði svipaðan orðaleik þegar hann mótmælti því að Viðreisn væri að tala fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og taldi „alveg sjálfsagt og eðlilegt að ríkið geti flýtt fyrir því að fólk fái þjónustu með því að gera samninga sem ríkið greiðir þá fyrir. Það er allt annað en einkavæðing.“ Þetta er rangt hjá Sigmari. Þetta er einkavæðing með svokallaðri „salami aðferð“ sem er vel þekkt aðferð víða og á mörgum sviðum. Lítil sneið er tekin hverju sinni og alltaf undir þeim formerkjum þetta sé bara ein sneið og ekki verði tekið meira. Yfirfært á heilbrigðismálin er sagt að það sé bara verið að leysa tiltekinn bráðavanda, stytta biðlista og þvíumlíkt sem hljómar vel í eyrum okkar allra en engin stefnubreyting á ferðinni. En áður en við vitum er stór hluti af opinberu spægipylsunni horfinn og kominn á einkarekstrardiskinn, án þess að slíkt hafi nokkru sinni verið ákveðið, og fyrr en varir er einkavæðing heilbrigðiskerfisins orðin staðreynd án þess að Alþingi hafi nokkru sinni samþykkt að einkavæða heilbrigðiskerfið. Sérfræðingar í heilbrigðismálum benda ítrekað á vaxandi einkavæðingu heilbrigðiskerfisins hjá okkur og alþjóðlegar skýrslur taka undir, meðan stjórnmálamenn standa hissa í framan og segja – hva, nei, það er engin einkavæðing í gangi hér! Auðvitað er það ekki svo að markaðsvædd heilbrigðisþjónusta skili ekki ágætis heilbrigðisþjónustu og stundum betri en sú opinbera, fyrir suma. En mest öll reynsla, með Bandaríkin sem sönnunargagn númer eitt, bendir til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta sé dýrari en opinber, einfaldlega vegna þess að heilbrigðismarkaðurinn er svo frábrugðinn nær öllum öðrum mörkuðum. Að því er ég fæ best séð taka fræðirit og kennslubækur yfirleitt undir þetta. Til viðbótar virðist einkarekstur nær ætíð ýta undir meiri mismun milli ríkra og fátækra í aðgengi að þjónustu. Í þessu tiltekna máli er ekki ólíklegt að útvistun aðgerða til einkaaðila hafi þau áhrif að kostnaður á hverja aðgerð á opinberu sjúkrahúsi hækki, því fasti kostnaðurinn dreifist nú á færri aðgerðir en áður. Svokallaðar færibandaaðgerðir af þessu tagi eru gjarna mikilvægar í því að viðhalda hagkvæmni á skurðdeildum sjúkrahúsa. Peningarnir sem Klínikin fær fyrir þessar aðgerðir eru auðvitað peningar sem annars hefðu getað farið á opinberu sjúkrahúsin. Alþingi virðist nú ætla að auka enn frekar tilefni til einkavæðingar af þessu tagi með því að draga úr fjármunum til að ljúka við byggingu nýja Landspítalans, með þeirri hundalógík að það þurfi að spara í rekstri ríkisins. Þótt svona rökstuðningur teljist vera í samræmi við viðurkenndar aðferðir í fjárlagagerð, þá sér hver sæmilega skynsöm manneskja að það er enginn sparnaður fólginn í því að klára ekki byggingu sem er langt komin, þvert á móti. Ein megin röksemdin fyrir byggingu spítalans var að aukin hagræðing mundi nást þegar hann væri tilbúinn. Frestun verkloka gerir ekkert annað en að fresta því að hagræðingin skili sér. Auk þess er það velþekkt að langur framkvæmdatími er líklega öruggasta ávísun sem til er á að kostnaður fari fram úr áætlun. Með hverju ári sem líður án þess að spítalinn opni skapast þess utan ný tækifæri fyrir samninga við einkaaðila til að „flýta því að fólk fái þjónustu.“ Um þessi mál má auðvitað deila og einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er lögmætt sjónarmið, þótt sá sem þetta ritar telji hann til óþurftar. Mér finnst þó lágmark að þeir stjórnmálamenn sem vilja meiri einkarekstur í heilbrigðisþjónustu nái því fram með samþykkt laga eða þingsályktunar sem með beinum hætti staðfestir slíkt markmið, en leyfi ekki Sjúkratryggingum og Klínikinni sífellt að laumast fram í búr með einkarekstrarhnífinn í hönd að stela sneið af fjármunum til heilbrigðismála. Höfundur var einu sinni hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Sjá meira
Nýverið var heilbrigðisráðherra viðstaddur og sýnilega ánægður þegar forstjóri Sjúkratrygginga skrifaði undir samkomulag við Klínikina um að fyrirtækið tæki að sér svokallaðar efnaskiptaaðgerðir. Þetta virðist í samræmi við nýja stefnu ráðherrans undir nýyrðinu „einkarekstrarvæðing“ sem mér er ekki kunnugt um að hafi hlotið blessun Alþingis, sem þó mætti ætla að væri forsenda fyrir stefnubreytingu af þessu tagi. Annars góður þingmaður Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson stundaði svipaðan orðaleik þegar hann mótmælti því að Viðreisn væri að tala fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og taldi „alveg sjálfsagt og eðlilegt að ríkið geti flýtt fyrir því að fólk fái þjónustu með því að gera samninga sem ríkið greiðir þá fyrir. Það er allt annað en einkavæðing.“ Þetta er rangt hjá Sigmari. Þetta er einkavæðing með svokallaðri „salami aðferð“ sem er vel þekkt aðferð víða og á mörgum sviðum. Lítil sneið er tekin hverju sinni og alltaf undir þeim formerkjum þetta sé bara ein sneið og ekki verði tekið meira. Yfirfært á heilbrigðismálin er sagt að það sé bara verið að leysa tiltekinn bráðavanda, stytta biðlista og þvíumlíkt sem hljómar vel í eyrum okkar allra en engin stefnubreyting á ferðinni. En áður en við vitum er stór hluti af opinberu spægipylsunni horfinn og kominn á einkarekstrardiskinn, án þess að slíkt hafi nokkru sinni verið ákveðið, og fyrr en varir er einkavæðing heilbrigðiskerfisins orðin staðreynd án þess að Alþingi hafi nokkru sinni samþykkt að einkavæða heilbrigðiskerfið. Sérfræðingar í heilbrigðismálum benda ítrekað á vaxandi einkavæðingu heilbrigðiskerfisins hjá okkur og alþjóðlegar skýrslur taka undir, meðan stjórnmálamenn standa hissa í framan og segja – hva, nei, það er engin einkavæðing í gangi hér! Auðvitað er það ekki svo að markaðsvædd heilbrigðisþjónusta skili ekki ágætis heilbrigðisþjónustu og stundum betri en sú opinbera, fyrir suma. En mest öll reynsla, með Bandaríkin sem sönnunargagn númer eitt, bendir til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta sé dýrari en opinber, einfaldlega vegna þess að heilbrigðismarkaðurinn er svo frábrugðinn nær öllum öðrum mörkuðum. Að því er ég fæ best séð taka fræðirit og kennslubækur yfirleitt undir þetta. Til viðbótar virðist einkarekstur nær ætíð ýta undir meiri mismun milli ríkra og fátækra í aðgengi að þjónustu. Í þessu tiltekna máli er ekki ólíklegt að útvistun aðgerða til einkaaðila hafi þau áhrif að kostnaður á hverja aðgerð á opinberu sjúkrahúsi hækki, því fasti kostnaðurinn dreifist nú á færri aðgerðir en áður. Svokallaðar færibandaaðgerðir af þessu tagi eru gjarna mikilvægar í því að viðhalda hagkvæmni á skurðdeildum sjúkrahúsa. Peningarnir sem Klínikin fær fyrir þessar aðgerðir eru auðvitað peningar sem annars hefðu getað farið á opinberu sjúkrahúsin. Alþingi virðist nú ætla að auka enn frekar tilefni til einkavæðingar af þessu tagi með því að draga úr fjármunum til að ljúka við byggingu nýja Landspítalans, með þeirri hundalógík að það þurfi að spara í rekstri ríkisins. Þótt svona rökstuðningur teljist vera í samræmi við viðurkenndar aðferðir í fjárlagagerð, þá sér hver sæmilega skynsöm manneskja að það er enginn sparnaður fólginn í því að klára ekki byggingu sem er langt komin, þvert á móti. Ein megin röksemdin fyrir byggingu spítalans var að aukin hagræðing mundi nást þegar hann væri tilbúinn. Frestun verkloka gerir ekkert annað en að fresta því að hagræðingin skili sér. Auk þess er það velþekkt að langur framkvæmdatími er líklega öruggasta ávísun sem til er á að kostnaður fari fram úr áætlun. Með hverju ári sem líður án þess að spítalinn opni skapast þess utan ný tækifæri fyrir samninga við einkaaðila til að „flýta því að fólk fái þjónustu.“ Um þessi mál má auðvitað deila og einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er lögmætt sjónarmið, þótt sá sem þetta ritar telji hann til óþurftar. Mér finnst þó lágmark að þeir stjórnmálamenn sem vilja meiri einkarekstur í heilbrigðisþjónustu nái því fram með samþykkt laga eða þingsályktunar sem með beinum hætti staðfestir slíkt markmið, en leyfi ekki Sjúkratryggingum og Klínikinni sífellt að laumast fram í búr með einkarekstrarhnífinn í hönd að stela sneið af fjármunum til heilbrigðismála. Höfundur var einu sinni hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun