Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 15:32 Svanhildur Hólm Valsdóttir var skipuð sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Svanhildur Hólm Valsdóttir hlaut „lofsamlegar umsagnir“ við mat á hæfi hennar til að gegna stöðu sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá voru allir fulltrúar í hæfnisnefnd vegna skipunar hennar í embætti sendiherra sammála um að Svanhildur væri hæf til að gegna embættinu. Mat á hæfni hennar fól meðal annars í sér viðtöl við hana sjálfa auk þess sem kallað var eftir umsögnum þriggja umsagnaraðila. „Umsagnir um Svanhildi eru lofsamlegar. Þar kemur meðal annars fram að hún þyki vera leiðtogi og liðsmaður, drífandi dugnaðarforkur, skarpur greinandi, hugmyndarík og framúrskarandi í öllum samskiptum og framkomu,” segir meðal annars í umsögn ráðgefandi hæfnisnefndar um hæfi Svanhildar til að gegna embættinu. Einungis hafi umsagnaraðilar nefnt tvennt sem sem teljist líklega ekki til styrkleika, annars vegar hvað varðar að viðhalda einbeitingu eða áhuga á hægfara rútínuverkefnum og hitt að hún geti átt það til að klára verkefni á síðustu stundu án þess þó að það hafi þó komið niður á gæðum. Þetta er meðal þess sem má lesa úr gögnum frá utanríkisráðuneytinu sem nú hafa verið birt á vef Alþingis vegna frumkvæðisathugunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á verklagi ráðherra við skipun sendiherra í Róm og í Washington D.C. Vísir greindi frá því í desember í fyrra að Bjarni Benediktsson, sem þá var utanríkisráðherra, hafi lagt til að Svanhildur yrði nýr sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Svanhildur var um árabil aðstoðarmaður Bjarna í fjármálaráðuneytinu og um tíma í forsætisráðuneytinu. Hún tók síðan formlega við embættinu í september síðastliðnum. Í janúar á þessu ári, að frumkvæði Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata, hóf stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd athugun á verklagi ráðherra vegna skipunarinnar. Nefndin kallaði meðal annars eftir upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu um það hvernig það samræmist lögum um utanríkisþjónustu Íslands sem hafi „enga reynslu af alþjóða- og utanríkismálum“ líkt og það var orðað í spurningu nefndarinnar. Fram kemur í svari utanríkisráðuneytisins að Svanhildur hafi verið metin hæf til starfsins í samræmi við lög. Í hæfnisnefndinni sátu Einar Gunnarsson, sendiherra og fastafulltrúi, Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri laga- og stjómsýsluskrifstofu, og Hreinn Pálsson, mannauðsstjóri. Nefndin lauk störfum þann 18. desember í fyrra þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Svanhildur uppfyllti skilyrði til að hljóta tímabundna skipun í embætti sendiherra til að gegna forstöðu í sendiráði Íslands í Washington. Í greinargerð hæfnisnefndar kemur meðal annars fram að hún telji rétt að líta til „stjórnendastefnu ríkisins og framgangsviðmiða utanríkisþjónustunnar fyrir sendifulltrúa. Þegar skipun er ráðgerð á grundvelli 2. mgr. 9. gr. UTL eru kröfur um reynslu af alþjóða- og utanríkismálum vægari og því rétt að líta fremur til Stjórnendastefnunnar ásamt drögum að erindisbréfi sendiherra á þeirri tilteknu starfstöð sem til stendur að sendiherraefnið veiti forstöðu. í Stjórnendastefnu ríkisins er kjörmynd stjórnenda samansett af fjórum lykilþáttum, leiðtogahæfni, samskiptahæfni, árangursmiðaðri stjórnun og heilindum,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Matsþættir á hæfi Svanhildar fólu einnig í sér greiningu á öðrum hæfnisþáttum, svo sem greiningargetu, alþjóðlegt menningarlæsi, tengslamyndunarhæfi og þjónustulund. Þá var litið sérstaklega til þekkingar á alþjóðamálum, varnar- og öryggismálum, viðskiptamálum, menningarmálum, rekstrar- og fjármálum og tungumálakunnáttu. Sammála um hæfi Svanhildar Í umsögn nefndarinnar er menntun og fjölbreytt starfsreynsla Svanhildar rakin. Hún hafi meðal annars getið sér gott orð sem stjórnandi og leiðtogi hjá Viðskiptaráði, í fjölmiðlum og á vettvangi stjórnmálanna. „Svanhildur kveðst líta á starf sendiherra sem þjónustu- og málsvarahlutverk öðru fremur og kveðst hafa brennandi áhuga fyrir að láta gott af sér leiða. Hún sér fyrir að hún geti nýtt þekkingu sína og reynslu af vettvangi stjórnmála, viðskipta, fjölmiðla og menningar til að styðja og verja íslenska hagsmuni í Bandaríkjunum og öðrum umdæmisríkjum sendiráðsins í Washington. Svanhildur Hólm er að mati nefndarinnar hæf samkvæmt skilyrðum 1. mgr. 6. gr. 1. nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og 2. mgr. 9. gr. 1. nr. 39/1971 um utanríkisþjónustu íslands til að verða tímabundið skipuð sendiherra til að veita sendiráði íslands í Washington forstöðu, með venjubundnum fyrirvara um samþykki gistiríkis og öryggisvottun,“ segir ennfremur í umsögn nefndarinnar. Utanríkismál Sendiráð Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Umsagnir um Svanhildi eru lofsamlegar. Þar kemur meðal annars fram að hún þyki vera leiðtogi og liðsmaður, drífandi dugnaðarforkur, skarpur greinandi, hugmyndarík og framúrskarandi í öllum samskiptum og framkomu,” segir meðal annars í umsögn ráðgefandi hæfnisnefndar um hæfi Svanhildar til að gegna embættinu. Einungis hafi umsagnaraðilar nefnt tvennt sem sem teljist líklega ekki til styrkleika, annars vegar hvað varðar að viðhalda einbeitingu eða áhuga á hægfara rútínuverkefnum og hitt að hún geti átt það til að klára verkefni á síðustu stundu án þess þó að það hafi þó komið niður á gæðum. Þetta er meðal þess sem má lesa úr gögnum frá utanríkisráðuneytinu sem nú hafa verið birt á vef Alþingis vegna frumkvæðisathugunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á verklagi ráðherra við skipun sendiherra í Róm og í Washington D.C. Vísir greindi frá því í desember í fyrra að Bjarni Benediktsson, sem þá var utanríkisráðherra, hafi lagt til að Svanhildur yrði nýr sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Svanhildur var um árabil aðstoðarmaður Bjarna í fjármálaráðuneytinu og um tíma í forsætisráðuneytinu. Hún tók síðan formlega við embættinu í september síðastliðnum. Í janúar á þessu ári, að frumkvæði Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata, hóf stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd athugun á verklagi ráðherra vegna skipunarinnar. Nefndin kallaði meðal annars eftir upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu um það hvernig það samræmist lögum um utanríkisþjónustu Íslands sem hafi „enga reynslu af alþjóða- og utanríkismálum“ líkt og það var orðað í spurningu nefndarinnar. Fram kemur í svari utanríkisráðuneytisins að Svanhildur hafi verið metin hæf til starfsins í samræmi við lög. Í hæfnisnefndinni sátu Einar Gunnarsson, sendiherra og fastafulltrúi, Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri laga- og stjómsýsluskrifstofu, og Hreinn Pálsson, mannauðsstjóri. Nefndin lauk störfum þann 18. desember í fyrra þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Svanhildur uppfyllti skilyrði til að hljóta tímabundna skipun í embætti sendiherra til að gegna forstöðu í sendiráði Íslands í Washington. Í greinargerð hæfnisnefndar kemur meðal annars fram að hún telji rétt að líta til „stjórnendastefnu ríkisins og framgangsviðmiða utanríkisþjónustunnar fyrir sendifulltrúa. Þegar skipun er ráðgerð á grundvelli 2. mgr. 9. gr. UTL eru kröfur um reynslu af alþjóða- og utanríkismálum vægari og því rétt að líta fremur til Stjórnendastefnunnar ásamt drögum að erindisbréfi sendiherra á þeirri tilteknu starfstöð sem til stendur að sendiherraefnið veiti forstöðu. í Stjórnendastefnu ríkisins er kjörmynd stjórnenda samansett af fjórum lykilþáttum, leiðtogahæfni, samskiptahæfni, árangursmiðaðri stjórnun og heilindum,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Matsþættir á hæfi Svanhildar fólu einnig í sér greiningu á öðrum hæfnisþáttum, svo sem greiningargetu, alþjóðlegt menningarlæsi, tengslamyndunarhæfi og þjónustulund. Þá var litið sérstaklega til þekkingar á alþjóðamálum, varnar- og öryggismálum, viðskiptamálum, menningarmálum, rekstrar- og fjármálum og tungumálakunnáttu. Sammála um hæfi Svanhildar Í umsögn nefndarinnar er menntun og fjölbreytt starfsreynsla Svanhildar rakin. Hún hafi meðal annars getið sér gott orð sem stjórnandi og leiðtogi hjá Viðskiptaráði, í fjölmiðlum og á vettvangi stjórnmálanna. „Svanhildur kveðst líta á starf sendiherra sem þjónustu- og málsvarahlutverk öðru fremur og kveðst hafa brennandi áhuga fyrir að láta gott af sér leiða. Hún sér fyrir að hún geti nýtt þekkingu sína og reynslu af vettvangi stjórnmála, viðskipta, fjölmiðla og menningar til að styðja og verja íslenska hagsmuni í Bandaríkjunum og öðrum umdæmisríkjum sendiráðsins í Washington. Svanhildur Hólm er að mati nefndarinnar hæf samkvæmt skilyrðum 1. mgr. 6. gr. 1. nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og 2. mgr. 9. gr. 1. nr. 39/1971 um utanríkisþjónustu íslands til að verða tímabundið skipuð sendiherra til að veita sendiráði íslands í Washington forstöðu, með venjubundnum fyrirvara um samþykki gistiríkis og öryggisvottun,“ segir ennfremur í umsögn nefndarinnar.
Utanríkismál Sendiráð Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira