Að lifa með reisn Sandra Sigurðardóttir skrifar 19. nóvember 2024 20:17 Ég tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks nú í vikunni. Meginumræðuefnið var hvernig sveitarfélögum hefði tekist að þjónusta fatlað fólk, nú 13 árum eftir að sveitarfélögin tóku við málaflokknum af hendi ríkisins. Það stakk mig í hjartað að heyra talað um fólk með fatlanir sem byrði á sveitarfélögum og stóran og íþyngjandi kostnaðarlið. Við erum að tala um fólk, ekki tölur á blaði. Fólk sem á rétt á að lifa með reisn og fá þá þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum sem við höfum undirritað. Skilyrðislaust. Það verður að segjast eins og er að líkt og þegar grunnskólinn var færður yfir til sveitarfélaga haustið 1996 vantaði verulega upp á skýra framtíðarsýn í málaflokknum. Ríkið hefði þurft að tryggja sveitarfélögunum mun meira fjármagn til þess að þau gætu staðið við lögbundnar skuldbindingar sínar, ekki bara til nokkurra mánaða eða ára heldur til frambúðar. Um leið þarf að huga að því að efla tekjustofna sveitarfélaga til að þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk án þess að hækka álögur á íbúa, eða vera upp á duttlunga ríkisvaldsins komin hverju sinni . Það mætti til dæmis gera með því að hluti af fjármagnstekjum íbúa rynnu til þess sveitarfélags þar sem viðkomandi hefur búsetu og nýtur þjónustu, en ekki til ríkisins eingöngu eins og nú er. Það er sanngjörn og einföld aðgerð. Flækjustig sem gerir engum gott Allt of margt í kerfunum okkar er óskilvirkt og einkennist af of háu flækjustigi. Flækjustigi sem er vel hægt að breyta, ef viljinn er fyrir hendi. Alls staðar í kerfunum starfar líka fólk sem vill gera vel, en getur það ekki vegna þess að verkefni eru vanfjármögnuð og illa undirbúin í upphafi. Dæmi um slíkt eru lög um persónulega notendastýrða aðstoð (NPA) sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018. Þar er settur kvóti á fjölda samninga, rétt eins og um hlutdeildarlán eða aðra dauða hluti væri að ræða. Sem gerir það að verkum að fjöldi fólks sem uppfyllir öll skilyrði um NPA samninga fær ekki að njóta þess sjálfstæðis sem þeim er ætlað að veita. Það er ekki mikil reisn yfir því. Ég hef setið í bæjarstjórn í Hveragerði undanfarin ár og hef þannig kynnst því mikla óþarfa flækjustigi sem ríkir í málefnum fólks með fatlanir. Ég á það sammerkt með öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins að ég tel það ekki eftir mér að leita hingað og þangað í kerfinu eftir svörum um það hver eigi að veita hvaða þjónustu og hver eigi að greiða fyrir hana, þótt mér finnist það sorgleg sóun á mannauði að verkferlar í þessum mikilvæga málaflokki séu svo óskýrir. En að bjóða fólki með fatlanir og aðstandendum þeirra upp á að bíða vikum, mánuðum og jafnvel árum saman eftir því að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hver á að borga hvað er einfaldlega ekki boðlegt. Við hljótum að geta gert miklu betur. Breytum þessu! Höfundur er bæjarfulltrúi Hveragerðisbæjar og skipar 2. Sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Ég tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks nú í vikunni. Meginumræðuefnið var hvernig sveitarfélögum hefði tekist að þjónusta fatlað fólk, nú 13 árum eftir að sveitarfélögin tóku við málaflokknum af hendi ríkisins. Það stakk mig í hjartað að heyra talað um fólk með fatlanir sem byrði á sveitarfélögum og stóran og íþyngjandi kostnaðarlið. Við erum að tala um fólk, ekki tölur á blaði. Fólk sem á rétt á að lifa með reisn og fá þá þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum sem við höfum undirritað. Skilyrðislaust. Það verður að segjast eins og er að líkt og þegar grunnskólinn var færður yfir til sveitarfélaga haustið 1996 vantaði verulega upp á skýra framtíðarsýn í málaflokknum. Ríkið hefði þurft að tryggja sveitarfélögunum mun meira fjármagn til þess að þau gætu staðið við lögbundnar skuldbindingar sínar, ekki bara til nokkurra mánaða eða ára heldur til frambúðar. Um leið þarf að huga að því að efla tekjustofna sveitarfélaga til að þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk án þess að hækka álögur á íbúa, eða vera upp á duttlunga ríkisvaldsins komin hverju sinni . Það mætti til dæmis gera með því að hluti af fjármagnstekjum íbúa rynnu til þess sveitarfélags þar sem viðkomandi hefur búsetu og nýtur þjónustu, en ekki til ríkisins eingöngu eins og nú er. Það er sanngjörn og einföld aðgerð. Flækjustig sem gerir engum gott Allt of margt í kerfunum okkar er óskilvirkt og einkennist af of háu flækjustigi. Flækjustigi sem er vel hægt að breyta, ef viljinn er fyrir hendi. Alls staðar í kerfunum starfar líka fólk sem vill gera vel, en getur það ekki vegna þess að verkefni eru vanfjármögnuð og illa undirbúin í upphafi. Dæmi um slíkt eru lög um persónulega notendastýrða aðstoð (NPA) sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018. Þar er settur kvóti á fjölda samninga, rétt eins og um hlutdeildarlán eða aðra dauða hluti væri að ræða. Sem gerir það að verkum að fjöldi fólks sem uppfyllir öll skilyrði um NPA samninga fær ekki að njóta þess sjálfstæðis sem þeim er ætlað að veita. Það er ekki mikil reisn yfir því. Ég hef setið í bæjarstjórn í Hveragerði undanfarin ár og hef þannig kynnst því mikla óþarfa flækjustigi sem ríkir í málefnum fólks með fatlanir. Ég á það sammerkt með öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins að ég tel það ekki eftir mér að leita hingað og þangað í kerfinu eftir svörum um það hver eigi að veita hvaða þjónustu og hver eigi að greiða fyrir hana, þótt mér finnist það sorgleg sóun á mannauði að verkferlar í þessum mikilvæga málaflokki séu svo óskýrir. En að bjóða fólki með fatlanir og aðstandendum þeirra upp á að bíða vikum, mánuðum og jafnvel árum saman eftir því að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hver á að borga hvað er einfaldlega ekki boðlegt. Við hljótum að geta gert miklu betur. Breytum þessu! Höfundur er bæjarfulltrúi Hveragerðisbæjar og skipar 2. Sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun