NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2024 15:38 Antti Häkkänen, varnarmálaráðherra Finnlands,(t.h.) með Páli Jónssyni, sænskum starfsbróður sínum, fyrr í haust. Vísir/EPA Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. Sameiginleg rannsókn finnskra og sænskra yfirvalda er hafin á skemmdum sem urðu á fjarskiptasæstrengjunum tveimur. Sá fyrri liggur á milli Svíþjóðar og Litháens og fór í sundur á sunnudag en sá seinni tengir saman Finnland og Þýskaland og skemmdist á mánudag. Ekki liggur fyrir hvað olli skemmdunum en fyrirtækin sem eiga strengina segja nær ómögulegt að eyðileggja þá án utanaðkomandi krafta. Þá telja sérfræðingar ósennilegt að veiðarfæri eða akkeri hafi skemmt strengina óvart. Böndin hafa því beinst að mögulegum skemmdarverkum. Varað hefur verið við hættunni á því að Rússar gætu unnið skemmdir á mikilvægum innviðum vestrænna ríkja eins og sæstrengjum, sérstaklega eftir að þeir hófu allsherjarinnrás sína í Úkraínu fyrir að nálgast þremur árum. Sést hefur til rússneskra skipa sniglast í kringum þá. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í grær að hann grunaði að um skemmdarverk hefði verið að ræða. Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, vildi ekki ganga svo langt í gær. Hann vildi ekki draga neinar ályktar strax. Hafa getuna og viljann til að skemma Antti Häkkänen, varnarmálaráðherra Finnlands, segir að NATO og ESB verði að girða sig í brók þegar kemur að blönduðum ógnum, líkt og þeim sem Rússar eru taldi standa að baki, og vörnum sæstrengja. „NATO og ESB verða að gera mun betur við að verja þessa mikilvægu innviði,“ sagði Häkkänen eftir fund utanríkismálaráðs ESB í Brussel í gær. Ráðherrann sagði dagblaðinu Politico að vitað sé að Rússar hefðu bæði getuna og viljan til þess að fremja spellvirki af þessu tagi í Evrópu. „Auðvitað rannsökum við þessar skemmdir með það sjónarmið í huga, að þetta séu skemmdarverk. Vegna þess að það er mjög ólíklegt að þetta hafi verið einhvers konar náttúrulegt óhapp,“ sagði Häkkänen. Dönsk herskip fylgdu eftir kínversku flutningaskipi sem sást á gervihnattamyndum nærri þeim stað þar sem strengirnir voru rofnir. Finnska ríkisútvarpið YLE segir að kínverska fraktskiptið Yi Peng 3 hafi verið eitt fjögurra skipa sem var með slökkt á staðsetningarmerki á tíma á sunnudag. Slökkt var á merkinu frá kínverska skipinu allt sunnudagskvöldið fram á aðfararnótt mánudags um það leyti sem það sigldi fram hjá finnska strengnum. Carl-Oskar Bohlin, almannavarnaráðherra Svíþjóðar, heldur á bæklingi með leiðbeiningum til almennings um hvað hann ætti að gera ef til neyðarástands eða stríðs kemur.AP/Claudio Bresciani/TT News Agency Uppfæra almannavarnaleiðbeiningar með stríð í huga Bæði Finnland og Svíþjóð, sem gengu í NATO eftir innrás Rússa í Úkraínu, hafa nýlega uppfært almannavarnaáætlanir sínar með leiðbeiningum um hvernig borgararnir geti búið sig undir stríð. Svipaðar áætlanir eru til staðar í Danmörku og Noregi en hvergi er þó minnst berum orðum á hættu sem stafi af Rússum. Á meðal þess sem norðurlandabúum er ráðlagt að eiga er drykkjarvatn, niðursoðin matvæli, lyf, klósettpappír, reiðufé, vasaljós og kerti. Einnig er mælt með því að fólk eigi joðtöflur ef til kjarnorkuslyss eða árásar kæmi. Joð getur dregið úr hættu á að geislun valdi æxlum. Stjórnvöld í Kreml hafa á undanförnum árum beitt svokölluðum blönduðum hernaði eða ógn gegn vestrænum ríkjum sem þau líta á sem óvini sína. Þau hafa einnig gefið sterklega í skyn að þau gætu beitt kjarnavopnum ef bandalagsríki Úkraínu ganga lengra í stuðningi sínum við landið. NATO Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Svíþjóð Sæstrengir Tengdar fréttir Neyðarkassinn eigi að skapa ró Rauði krossinn hvetur fólk til að útbúa neyðarkassa með helstu nauðsynjun ef hættuástand á borð við náttúruhamfarir steðjar að. En hvað þarf að vera í kassanum? 28. ágúst 2024 20:02 Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Sameiginleg rannsókn finnskra og sænskra yfirvalda er hafin á skemmdum sem urðu á fjarskiptasæstrengjunum tveimur. Sá fyrri liggur á milli Svíþjóðar og Litháens og fór í sundur á sunnudag en sá seinni tengir saman Finnland og Þýskaland og skemmdist á mánudag. Ekki liggur fyrir hvað olli skemmdunum en fyrirtækin sem eiga strengina segja nær ómögulegt að eyðileggja þá án utanaðkomandi krafta. Þá telja sérfræðingar ósennilegt að veiðarfæri eða akkeri hafi skemmt strengina óvart. Böndin hafa því beinst að mögulegum skemmdarverkum. Varað hefur verið við hættunni á því að Rússar gætu unnið skemmdir á mikilvægum innviðum vestrænna ríkja eins og sæstrengjum, sérstaklega eftir að þeir hófu allsherjarinnrás sína í Úkraínu fyrir að nálgast þremur árum. Sést hefur til rússneskra skipa sniglast í kringum þá. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í grær að hann grunaði að um skemmdarverk hefði verið að ræða. Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, vildi ekki ganga svo langt í gær. Hann vildi ekki draga neinar ályktar strax. Hafa getuna og viljann til að skemma Antti Häkkänen, varnarmálaráðherra Finnlands, segir að NATO og ESB verði að girða sig í brók þegar kemur að blönduðum ógnum, líkt og þeim sem Rússar eru taldi standa að baki, og vörnum sæstrengja. „NATO og ESB verða að gera mun betur við að verja þessa mikilvægu innviði,“ sagði Häkkänen eftir fund utanríkismálaráðs ESB í Brussel í gær. Ráðherrann sagði dagblaðinu Politico að vitað sé að Rússar hefðu bæði getuna og viljan til þess að fremja spellvirki af þessu tagi í Evrópu. „Auðvitað rannsökum við þessar skemmdir með það sjónarmið í huga, að þetta séu skemmdarverk. Vegna þess að það er mjög ólíklegt að þetta hafi verið einhvers konar náttúrulegt óhapp,“ sagði Häkkänen. Dönsk herskip fylgdu eftir kínversku flutningaskipi sem sást á gervihnattamyndum nærri þeim stað þar sem strengirnir voru rofnir. Finnska ríkisútvarpið YLE segir að kínverska fraktskiptið Yi Peng 3 hafi verið eitt fjögurra skipa sem var með slökkt á staðsetningarmerki á tíma á sunnudag. Slökkt var á merkinu frá kínverska skipinu allt sunnudagskvöldið fram á aðfararnótt mánudags um það leyti sem það sigldi fram hjá finnska strengnum. Carl-Oskar Bohlin, almannavarnaráðherra Svíþjóðar, heldur á bæklingi með leiðbeiningum til almennings um hvað hann ætti að gera ef til neyðarástands eða stríðs kemur.AP/Claudio Bresciani/TT News Agency Uppfæra almannavarnaleiðbeiningar með stríð í huga Bæði Finnland og Svíþjóð, sem gengu í NATO eftir innrás Rússa í Úkraínu, hafa nýlega uppfært almannavarnaáætlanir sínar með leiðbeiningum um hvernig borgararnir geti búið sig undir stríð. Svipaðar áætlanir eru til staðar í Danmörku og Noregi en hvergi er þó minnst berum orðum á hættu sem stafi af Rússum. Á meðal þess sem norðurlandabúum er ráðlagt að eiga er drykkjarvatn, niðursoðin matvæli, lyf, klósettpappír, reiðufé, vasaljós og kerti. Einnig er mælt með því að fólk eigi joðtöflur ef til kjarnorkuslyss eða árásar kæmi. Joð getur dregið úr hættu á að geislun valdi æxlum. Stjórnvöld í Kreml hafa á undanförnum árum beitt svokölluðum blönduðum hernaði eða ógn gegn vestrænum ríkjum sem þau líta á sem óvini sína. Þau hafa einnig gefið sterklega í skyn að þau gætu beitt kjarnavopnum ef bandalagsríki Úkraínu ganga lengra í stuðningi sínum við landið.
NATO Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Svíþjóð Sæstrengir Tengdar fréttir Neyðarkassinn eigi að skapa ró Rauði krossinn hvetur fólk til að útbúa neyðarkassa með helstu nauðsynjun ef hættuástand á borð við náttúruhamfarir steðjar að. En hvað þarf að vera í kassanum? 28. ágúst 2024 20:02 Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Neyðarkassinn eigi að skapa ró Rauði krossinn hvetur fólk til að útbúa neyðarkassa með helstu nauðsynjun ef hættuástand á borð við náttúruhamfarir steðjar að. En hvað þarf að vera í kassanum? 28. ágúst 2024 20:02
Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01