Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:14 Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur Íslands hefur sýknað íslenska ríkið af nokkurra milljarða króna kröfu Reykjavíkurborgar í tengslum við framlög ríkisins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna, sem borgin sagði vangoldið framlag úr svokölluðum Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ágreiningurinn snerist um hvort íslenska ríkið hefði mátt undanskilja Reykjavíkurborg frá jöfnunarframlagi vegna reksturs grunnskóla og framlagi vegna nýbúafræðslu með reglugerð árin 2015 til 2019. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðasta árs en dómstóllinn dæmdi íslenska ríkið til að greiða borginni 3,4 milljarða króna vegna ógreiddra framlaga úr sjóðnum. Héraðsdómari taldi ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Ríkið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem sneri dóminum við. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Reykjavíkurborg teldi fyrirmæli reglugerðar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum í andstöðu við Stjórnarskrána. Í 78. grein stjórnarskrárinnar segir að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum. Reglugerðin sem um ræðir tók gildi árið 2002 og átti stoð í lögum frá 1996 um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Með lögunum var rekstur grunnskóla færður frá ríki til sveitarfélaga. Hæstaréttardómari rakti aðdraganda flutningsins og tók fram að það hafi verið ótvíræð forsenda fyrir flutningi grunnskóla til sveitarfélaga árið 1996 að kostnaðarauki Reykjavíkurborgar vegna grunnskólanna yrði að fullu fjármagnaður með hækkun útsvars og hann undanskilinn framlögum úr Jöfnunarsjóði. Vegna þeirra forsendna hefðu jöfnunarframlög til Reykjavíkurborgar aldrei verið reiknuð út og engin stjórnvaldsfyrirmæli sett um að fella þau niður. Því taldi Hæstiréttur ekki að löggjafinn hefði framselt ráðherra vald til að meta hvort eða á hvaða grunni Reykjavíkurborg ætti rétt til að njóta framlaganna. Þá féllst Hæstiréttur ekki á það með Reykjavíkurborg að fyrirmæli reglugerðarinnar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum hafi skort stoð í lögum og verið í andstöðu við 78. grein stjórnarskrárinnar. Íslenska ríkið var því sem fyrr segir sýknað af kröfum Reykjavíkurborgar og var borginni gert að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Dómsmál Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna, sem borgin sagði vangoldið framlag úr svokölluðum Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ágreiningurinn snerist um hvort íslenska ríkið hefði mátt undanskilja Reykjavíkurborg frá jöfnunarframlagi vegna reksturs grunnskóla og framlagi vegna nýbúafræðslu með reglugerð árin 2015 til 2019. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðasta árs en dómstóllinn dæmdi íslenska ríkið til að greiða borginni 3,4 milljarða króna vegna ógreiddra framlaga úr sjóðnum. Héraðsdómari taldi ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Ríkið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem sneri dóminum við. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Reykjavíkurborg teldi fyrirmæli reglugerðar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum í andstöðu við Stjórnarskrána. Í 78. grein stjórnarskrárinnar segir að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum. Reglugerðin sem um ræðir tók gildi árið 2002 og átti stoð í lögum frá 1996 um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Með lögunum var rekstur grunnskóla færður frá ríki til sveitarfélaga. Hæstaréttardómari rakti aðdraganda flutningsins og tók fram að það hafi verið ótvíræð forsenda fyrir flutningi grunnskóla til sveitarfélaga árið 1996 að kostnaðarauki Reykjavíkurborgar vegna grunnskólanna yrði að fullu fjármagnaður með hækkun útsvars og hann undanskilinn framlögum úr Jöfnunarsjóði. Vegna þeirra forsendna hefðu jöfnunarframlög til Reykjavíkurborgar aldrei verið reiknuð út og engin stjórnvaldsfyrirmæli sett um að fella þau niður. Því taldi Hæstiréttur ekki að löggjafinn hefði framselt ráðherra vald til að meta hvort eða á hvaða grunni Reykjavíkurborg ætti rétt til að njóta framlaganna. Þá féllst Hæstiréttur ekki á það með Reykjavíkurborg að fyrirmæli reglugerðarinnar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum hafi skort stoð í lögum og verið í andstöðu við 78. grein stjórnarskrárinnar. Íslenska ríkið var því sem fyrr segir sýknað af kröfum Reykjavíkurborgar og var borginni gert að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Dómsmál Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira