Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 07:01 Grace Achieng, stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic, hefur upplifað það sama og margar aðrar hámenntaðar konur af erlendu bergi brotnu: Að fá ekki vinnu á Íslandi við hæfi, þótt þær tali íslensku. Því ef nafnið er öðruvísi og húðliturinn ekki hvítur eru hindranirnar á vinnumarkaðinn margar. Vísir/Vilhelm Það reyndist erfiðara fyrir Grace Achieng frá Keníu að fá gott starf við hæfi á Íslandi, en að vera uppgötvuð af Vogue fyrir íslensku fatalínuna sína, Gracelandic. Því já, eins og svo margar aðrar konur af erlendu bergi brotnu upplifa á Íslandi, virðist það ekki vera nóg að vera hámenntaðar og tala góða íslensku. Ef nafnið er öðruvísi og húðliturinn ekki hvítur, eru fá störf í boði. Ég vann sem þjónn og í nokkrum láglaunastörfum. Um tíma vann ég líka á leikskóla en þótt mér finnist gaman af því að vinna með börnum, fannst mér starfið ekki í takt við menntun mína né reynslu,“ segir Grace sem sjálf á tólf ára gamla dóttur, stundar nú meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði, hefur lokið íslenskunámi í Háskóla Íslands og útskrifaðist úr markaðsstjórnun í háskóla í Kenía. Grace endaði með að stofna sitt eigið fyrirtæki, þar sem hún kom oftar en ekki að lokuðum dyrum á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækið heitir Gracelandic og hannar og framleiðir það sem kallast á ensku „slow fashion;“ fatnað sem fylgir sjálfbærnistefnu þar sem meðal annars er lögð áherslu á velferð þeirra sem starfa við framleiðsluna, sem og umhverfisáhrif hverrar flíkur. Þegar Vogue hafði samband við Grace og falaðist eftir viðtali og umfjöllun, tók Grace ekkert mark á erindinu. „Já ég hélt að þetta væri svindlpóstur,“ segir Grace og hlær. Annað kom á daginn enda umfjöllun Vogue um þessa íslensku fatalínu öll hin glæsilegasta. En veltum þessu nú aðeins fyrir okkur: Var í alvörunni auðveldara fyrir Grace að vera uppgötvuð af Vogue fyrir íslensku hönnunina sína en að fá góða vinnu á Íslandi sem ung og frambærileg vel menntuð kona? Á dögunum stóð UAK fyrir viðburðinum „The Impact of diversity - Women’s empowerment.” Markmið viðburðarins var að varpa ljósi á reynslu kvenna af erlendum uppruna, ekki síst á vinnumarkaði. Í gær og í dag rýnir Atvinnulífið í málin. Hámenntuð og talar frábæra íslensku Á fyrrgreindum viðburði UAK var Grace ein þeirra kvenna sem deildi reynslu sinni af því að vera kona af erlendu bergi brotnu og með góða menntun, en fá ekki starf við hæfi eins og virðist vera mjög algengt á Íslandi. Grace fæddist árið 1985 í Kenía, þar sem hún bjó allt til ársins 2010. „Þar einkenndist æskan af því að vera alltaf úti að leika sér. En það sem var öðruvísi var að við bjuggum til dótið okkar sjálf. Til að spila fótbolta bjuggum við einfaldlega til fótboltann,“ segir Grace og bætir við: „Enda man ég hvað það var skrýtið þegar ég fór í leikfangabúð á Íslandi til að kaupa eldhúsdót fyrir dóttur mína þegar hún var lítil og hugsaði með mér: Vá hvað þetta er ólíkt eldhúsdótinu sem ég lék mér við sem barn, búin að búa það til úr einhverju dóti sem ég fann á ruslahaugunum eða að heiman.“ Grace er ein sjö systkina og segist hafa þessi dæmigerðu miðju-barns einkenni. „Ætli ég sé ekki smá uppreisnarseggur í mér. Það kannski skýrir út hvers vegna ég bý hér,“ segir Grace og skellihlær að nýju. Í Kenía útskrifaðist Grace úr markaðsfræði í háskóla. „Ég veit svo sem ekki hvort það hafi kannski breyst en þegar ég var í háskólanámi, var algengt að það voru foreldrarnir sem völdu fyrir þig í hvaða nám þú ættir að fara,“ segir Grace til útskýringar á því hvers vegna hún fór í það nám. Á Íslandi hefur Grace lokið íslenskunámi í Háskóla Íslands og um þessar mundir er Grace í meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræðum. „Ég var búin að fara á alls kyns námskeið í íslensku áður en ég fór í íslenskunám sem annað tungumál í Háskóla Íslands. Og satt best að segja lærði ég ekki neitt á þessum námskeiðum. Í Háskólanum lærði ég hins vegar heilmikið því þar blandaðist allt saman í eitt: Að læra málfræðina, að æfa sig í að tala, að læra um sögu Íslands, menningu og fleira,“ segir Grace en þess má geta að tungumálafærnin hennar í íslensku er einfaldlega aðdáunarverð. En heyrum söguna hennar aðeins nánar og hvernig það kom til að hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki á Íslandi. Í Kenía einkenndist æskan af því að leika sér úti með dót sem krakkarnir bjuggu til sjálf, allt frá fótboltanum yfir í eldhúsdót fyrir mömmuleik. Grace er ein sjö systkina, í litríkum kjól á mynd til vinstri en myndin til hægri var tekin á afmælisdeginum hennar um tveimur mánuðum áður en hún kom til Íslands árið 2010. Vissi ekkert um Ísland En hvers vegna kom Grace til Íslands? „Já ég hlæ oft þegar ég er spurð að þessu,“ svarar Grace og útskýrir að eins og svo oft vill vera hjá ungu fólki þá varð hún einfaldlega hrifin af íslenskum manni. „Við kynntumst á stefnumótunarforriti og svo lítið vissi ég um Ísland að þegar hann sagðist vera frá Iceland, þá spurði ég hann einfaldlega: Já en hvar býrðu? Því ég hélt hann væri bara að vísa til þess að hann byggi í ísköldu landi,“ segir Grace og brosir. Þegar ungi maðurinn kom út gerðust hlutirnir hratt. Því hann hafði áhuga á að fá upplýsingar um það hvernig það gengi fyrir sig að giftast og eftir alls kyns krókaleiðir til að komast að því, enduðu þau hjá sýslumanni í röð með öðrum pörum sem voru að fara að gifta sig. „Þegar röðin kom að okkur vorum við spurð hvort við værum með hringana!“ segir Grace og skellihlær. „Við byrjuðum á því að segja að þetta væri einhver misskilningur, ætlunin væri að fá upplýsingar. En síðan horfðum við bara á hvort annað og sögðum í kór: Ættum við bara að gera þetta?“ Úr varð að án vitundar vina og vandamanna var Grace allt í einu orðin gift kona. „Við keyrðum síðan langa vegalengd til að heimsækja foreldra mína og þegar við vorum loks komin þangað, tilkynnti ég þeim að þessi maður væri eiginmaður minn,” segir Grace og hlær. „Ætli þetta sé ekki dæmi um þennan uppreisnarsegg í mér.” Til að gera langa sögu stutta, byrjaði Grace á að búa á Sauðárkróki á Íslandi en hjónabandið entist aðeins í nokkra mánuði. Þá flutti hún til Reykjavíkur. „Ég sá fyrir mér að fara bara aftur heim til Kenía en þó leið mér samt allt öðruvísi í Reykjavík en í litlum bæ úti á landi.“ Það er ansi skemmtilegt að hlusta á Grace lýsa því hvernig upplifun það var að koma fyrst til Íslands. „Fyrst þegar ég dró að mér andann hér, fannst mér yndislegt að finna þetta hreina og góða loft. Síðan keyrðum við frá Keflavík til Reykjavíkur og þá leist mér nú ekkert á blikuna,“ segir Grace og heldur áfram. „Að sjá landslagið frá vellinum fékk mig í alvörunni til að velta fyrir mér að kaupa miða rakleiðis heim til Kenía aftur. En þegar við keyrðum inn í Hafnarfjörð, framhjá Smáralindinni og inn í Reykjavík fór mér strax að lítast nokkuð vel á þetta.“ Ári eftir að Gracelandic var stofnað, fékk Grace tölvupóst frá Vogue sem hún hélt að væri svindlpóstur og svaraði því ekki. Fyrr en vinur hennar mælti með að hún kannaði málin. Vogue hafði þá fundið vefsíðu Gracelandic og hafði áhuga á að taka viðtal og birta umfjöllun um þessa íslensku fatalínu sem hefði sjálfbærni að leiðarljósi. Sjálfbær tíska: Gracelandic Þrátt fyrir góða menntun og viljann til að reyna fyrir sér í íslensku atvinnulífi mættu Grace þær hindranir sem margt fólk erlendis frá talar um að mæti þeim hér: Útlendingar fá fyrst og fremst láglaunastörf. Árið 2020 hugsaði ég því með mér: Þetta gengur ekki lengur. Ég get þá allt eins stofnað mitt eigið fyrirtæki.“ Sem hún og gerði: Gracelandic varð til. Gracelandic hannar og framleiðir fatnað sem fylgir sjálfbærnistefnu fataframleiðslu. Enda þekkt staðreynd og vaxandi vandamál sú mengun sem gífurleg fjöldaframleiðsla tískuiðnaðurinn er þekktur fyrir. Að hafa áhuga á tísku og fötum hafði fylgt Grace frá því hún var lítil stelpa. Og áður en hún setti Gracelandic formlega á laggirnar, sótti hún ýmiss námskeið til að læra að sauma. En hvers vegna slow fashion og sjálfbærni? „Ég las mér mjög mikið til um tísku og fataframleiðslu í heiminum og auðvitað fylgdi það því snemma að tískuframleiðsla er orðin að vaxandi vandamáli fyrir heiminn. Lönd eins og Kenya verða meira að segja fyrir barðinu á þessu vandamáli því þangað er verið að senda mikið af þessari fjöldaframleiðslu, sem síðan enda á haugunum eða sem landfyllingar,“ segir Grace og bætir við: Þannig að ég hugsaði með mér: Ég hef einmitt lifað við þær aðstæður og þá mengun sem þarna er verið að tala um. Ég ólst upp við afleiðingarnar af því að tískuiðnaðurinn sé að fjöldaframleiða allan þennan fatnað fyrir vestrænu ríkin á svona ósjálfbæran hátt. Sem bitnar síðan á fátækari löndum og þróunarlöndum heims eins og Kenía. Þannig að ég hugsaði með mér: Mig langar ekki að stofna fyrirtæki sem eykur á vandann. Mig langar að stofna fyrirtæki sem er hluti af lausninni til framtíðar.“ Grace þekkir af eigin raun hvernig neikvæðar afleiðingar fjöldaframleiðslu tískuiðnaðarins fyrir vestrænu ríkin, bitnar á fátækari löndum og þróunarlöndum eins og Kenía. Verandi áhugamanneskja um tísku ákvað hún að stofna fyrirtæki sem yrði hluti af lausninni til framtíðar, en ekki hluti af vandamálinu.Vísir/Vilhelm Að framleiða tískufatnað með sjálfbærnistefnu að leiðarljósi þýðir að það er að mörgu að huga. „Það var erfitt ferli að finna réttan aðila til að vinna með erlendis að því að sauma fatnaðinn. Ekki síst á tímum Covid. Af þeim aðilum sem ég fann á netinu, ákvað ég að treysta einum þeirra, greiða þeim það fjármagn sem ég hafði og vona að þetta væru engin svik.” Umræddur aðili er í Tyrklandi. „Sem ég velti alveg fyrir mér hvort væri öruggt því þótt margir séu að gera góða hluti þar, vitum við líka að Tyrkland hefur líka það orð á sér að brjóta á mannréttindum fólks.” En allt stóðst upp á hár. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki þar sem konur eru meirihluti starfsfólks. Fyrirtækið er sérhæft á sviði sjálfbærni og eitt af því sem mér fannst til dæmis mjög jákvætt strax er að það býr til efnin sjálft sem það saumar úr. Sem sparar kolefnisspor því það þarf þá ekki að flytja efnin á milli staða strax við upphaf framleiðslunnar,“ segir Grace og bætir við: „Annað sem ég gerði var að taka viðtöl við starfsfólk í myndaspjalli. Því mikilvægur liður í sjálfbærni er hvernig fyrirtæki hugsa um starfsfólk. Ekki síst vegna þess að vitað er að í tískuiðnaðinum er verið að framleiða mikinn fatnað við ömurlegar aðstæður fólksins sem starfar við framleiðsluna.” Í þessu fyrirtæki var reyndin ekki svo. Í samræmi við sjálfbærnistefnuna er augljóst að fyrirtækið hugsar vel um sitt starfsfólk því í viðtölunum fékk ég það staðfest. Að vita að þarna starfar fólk sem er vel hugsað um og fer síðan bara heim að loknum vinnudegi finnst mér afar góð tilfinning.” Í kjölfar umfjöllunar Vogue um sjálfbærnistefnu og hönnun Gracelandic bárust pantanir frá Bretlandi, Írlandi og Kanada. Fyrir tilviljun varð frú Eliza Reid, fyrrum forsetafrú, fyrsti áhrifavaldur fyrirtækisins því hún klæddist buxum frá Gracelandic þegar hún og Guðni Th. Jóhannesson fyrrum forseti tóku á móti Friðriki þáverandi krónprinsi í Danmörku á Bessastöðum. Vogue, forsetafrúin og framtíðin Þótt nú séu aðeins fjögur ár frá því að Gracelandic var stofnað, hefur margt ótrúlega skemmtilegt gerst. Til dæmis varð fyrsti áhrifavaldur fyrirtækisins fyrir tilviljun forsetafrúin fyrrverandi: Eliza Reid. Já hún klæddist buxum frá Gracelandic þegar hún og Guðni Th. Jóhannesson fyrrum forseti Íslans, tóku á móti Friðriki krónprinsi Danmerkur á Bessastöðum árið 2021. Sem ég er enn óumræðilega þakklát henni fyrir að hafa gert. Enda seldust buxurnar upp í kjölfarið.“ Eins og áður sagði, hafði Vogue síðan samband við Grace og sagði í tölvupósti að þeir hefðu áhuga á að fjalla um sjálfbæru fatalínuna hennar og birta myndir. Grace svaraði ekki en nokkrum dögum síðar, sat hún á markaðsfundi ásamt nokkrum öðrum þegar félagi hennar spyr hana: „En viltu ekki svara þeim og sjá hvort þetta sé svindl eða ekki?“ Grace ákvað því að eflaust væri það skynsamlegast, sendi svarpóst til baka og óskaði eftir ZOOM fundi sem staðfestingu. Og viti menn: Jú, þetta var þá Vogue eftir allt saman! Í kjölfar umfjöllunarinnar í Vogue bárust pantanir víða. Sérstaklega frá Bretlandi og Írlandi en einnig frá Kanada.“ Þegar Grace klárar meistaragráðuna sína í umhverfis- og auðlindafræðum í Háskóla Íslands, stefnir hún á fjármögnun fyrir Gracelandic og frekari vöxt. Grace segir mikilvægt að fólk sem kemur erlendis frá, sé gefið tækifæri á Íslandi til að sanna sig. Þótt húðlitur sé öðruvísi og íslenskan töluð með hreim.Vísir/Vilhelm Þegar talið berst að inngildingu fólks af erlendum uppruna inn í íslenskt samfélag eða íslenska vinnustaði segir Grace. „Ég held að það hafi hjálpað mér mjög mikið að alast upp í samfélagi sjálf þar sem búa svo ólíkir menningarhópar innan sama samfélags. Því í Kenya eru mörg tungumál töluð og margir ólíkir ættbálkar. Fjölmenningin er því til staðar nú þegar þar.“ Ólíkt því sem Íslendingar þekkja. „Hér er algengt að fólk talar við mig á ensku og heldur jafnvel áfram að tala við mig á ensku þótt ég svari þeim á íslensku. En ef ég fæ ekki að tala íslensku, þótt ég tali með hreim, næ ég ekki að þróa tungumálafærnina mína áfram og verða betri í því að tala íslenskuna,“ segir Grace en bætir einnig við: „Að mínu mati skiptir það miklu máli að tala tungumálið til að aðlagast betur inn í samfélagið. Að tala íslensku með hreim hefur þó þýðingu fyrir mann sem útlending, því hreimurinn minn er það sem hjálpar mér að rata heim, á meðan ég reyni að aðlagast og endurskilgreina mig við nýja samfélag sem ég er að reyna að komast í.” Grace bendir líka á að samfélagið sé að breytast og því skipti máli að viðurkenna fjölbreytileikann inn í menninguna. Þótt fólk sé ekki hvítt á hörund eða tali íslenskuna með hreim, er samfélagið að breytast og mikilvægt að þessu fólki sé gefið tækifæri til að sanna sig þannig að það komist inn í samfélagið og á atvinnumarkað.” Aðspurð um hvað er á döfinni hjá Gracelandic fljótlega, segir hún fjármögnun vera markmið. „Ég er svolítið bundin núna við meistaranámið mitt í umhverfis- og auðlindafræði. En árið 2025 stefni ég á að skoða fjármögnun fyrir Gracelandic til að færa út kvíarnar og styðja við frekari vöxt. Og auðvitað að halda áfram að hanna og framleiða sjálfbæran fatnað með nýjum fatalínum Gracelandic.“ Sjálfbærni Tíska og hönnun Nýsköpun Starfsframi Innflytjendamál Mannauðsmál Kenía Tengdar fréttir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska,“ segir Athena Neve Leex, stjórnarkona í UAK, félagi Ungra athafnakvenna, í samtali um mikilvægi fjölmenningar og inngildingar en í byrjun þessa mánaðar stóð félagið fyrir viðburði þessu máli tengt. 20. nóvember 2024 07:01 Ástin laðar að: Gott að vera kona á Íslandi, en ekki innflytjandi „Ég er bara alls ekki sammála því að allar konur af erlendu bergi brotnu þurfi að byrja á því að vinna á leikskóla. Því okkur er endalaust sagt að það sé svo gott fyrir okkur að læra íslenskuna þar,“ segir Randi Stebbins og bætir við: 29. apríl 2024 07:02 Tók fimm mánuði að byrja að tala íslensku „Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka. 18. apríl 2024 07:01 Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík „Og núna, fjórtán árum síðar, finn ég alltaf þessa þægilegu heimatilfinningu þegar að ég lendi í Keflavík,“ segir Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi sem nýverið stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, Arctic Edge Consultants. 17. apríl 2024 07:01 Eiga ekki bara að vera Íslendingar í betur launuðu störfunum „Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. 13. mars 2024 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Því já, eins og svo margar aðrar konur af erlendu bergi brotnu upplifa á Íslandi, virðist það ekki vera nóg að vera hámenntaðar og tala góða íslensku. Ef nafnið er öðruvísi og húðliturinn ekki hvítur, eru fá störf í boði. Ég vann sem þjónn og í nokkrum láglaunastörfum. Um tíma vann ég líka á leikskóla en þótt mér finnist gaman af því að vinna með börnum, fannst mér starfið ekki í takt við menntun mína né reynslu,“ segir Grace sem sjálf á tólf ára gamla dóttur, stundar nú meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði, hefur lokið íslenskunámi í Háskóla Íslands og útskrifaðist úr markaðsstjórnun í háskóla í Kenía. Grace endaði með að stofna sitt eigið fyrirtæki, þar sem hún kom oftar en ekki að lokuðum dyrum á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækið heitir Gracelandic og hannar og framleiðir það sem kallast á ensku „slow fashion;“ fatnað sem fylgir sjálfbærnistefnu þar sem meðal annars er lögð áherslu á velferð þeirra sem starfa við framleiðsluna, sem og umhverfisáhrif hverrar flíkur. Þegar Vogue hafði samband við Grace og falaðist eftir viðtali og umfjöllun, tók Grace ekkert mark á erindinu. „Já ég hélt að þetta væri svindlpóstur,“ segir Grace og hlær. Annað kom á daginn enda umfjöllun Vogue um þessa íslensku fatalínu öll hin glæsilegasta. En veltum þessu nú aðeins fyrir okkur: Var í alvörunni auðveldara fyrir Grace að vera uppgötvuð af Vogue fyrir íslensku hönnunina sína en að fá góða vinnu á Íslandi sem ung og frambærileg vel menntuð kona? Á dögunum stóð UAK fyrir viðburðinum „The Impact of diversity - Women’s empowerment.” Markmið viðburðarins var að varpa ljósi á reynslu kvenna af erlendum uppruna, ekki síst á vinnumarkaði. Í gær og í dag rýnir Atvinnulífið í málin. Hámenntuð og talar frábæra íslensku Á fyrrgreindum viðburði UAK var Grace ein þeirra kvenna sem deildi reynslu sinni af því að vera kona af erlendu bergi brotnu og með góða menntun, en fá ekki starf við hæfi eins og virðist vera mjög algengt á Íslandi. Grace fæddist árið 1985 í Kenía, þar sem hún bjó allt til ársins 2010. „Þar einkenndist æskan af því að vera alltaf úti að leika sér. En það sem var öðruvísi var að við bjuggum til dótið okkar sjálf. Til að spila fótbolta bjuggum við einfaldlega til fótboltann,“ segir Grace og bætir við: „Enda man ég hvað það var skrýtið þegar ég fór í leikfangabúð á Íslandi til að kaupa eldhúsdót fyrir dóttur mína þegar hún var lítil og hugsaði með mér: Vá hvað þetta er ólíkt eldhúsdótinu sem ég lék mér við sem barn, búin að búa það til úr einhverju dóti sem ég fann á ruslahaugunum eða að heiman.“ Grace er ein sjö systkina og segist hafa þessi dæmigerðu miðju-barns einkenni. „Ætli ég sé ekki smá uppreisnarseggur í mér. Það kannski skýrir út hvers vegna ég bý hér,“ segir Grace og skellihlær að nýju. Í Kenía útskrifaðist Grace úr markaðsfræði í háskóla. „Ég veit svo sem ekki hvort það hafi kannski breyst en þegar ég var í háskólanámi, var algengt að það voru foreldrarnir sem völdu fyrir þig í hvaða nám þú ættir að fara,“ segir Grace til útskýringar á því hvers vegna hún fór í það nám. Á Íslandi hefur Grace lokið íslenskunámi í Háskóla Íslands og um þessar mundir er Grace í meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræðum. „Ég var búin að fara á alls kyns námskeið í íslensku áður en ég fór í íslenskunám sem annað tungumál í Háskóla Íslands. Og satt best að segja lærði ég ekki neitt á þessum námskeiðum. Í Háskólanum lærði ég hins vegar heilmikið því þar blandaðist allt saman í eitt: Að læra málfræðina, að æfa sig í að tala, að læra um sögu Íslands, menningu og fleira,“ segir Grace en þess má geta að tungumálafærnin hennar í íslensku er einfaldlega aðdáunarverð. En heyrum söguna hennar aðeins nánar og hvernig það kom til að hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki á Íslandi. Í Kenía einkenndist æskan af því að leika sér úti með dót sem krakkarnir bjuggu til sjálf, allt frá fótboltanum yfir í eldhúsdót fyrir mömmuleik. Grace er ein sjö systkina, í litríkum kjól á mynd til vinstri en myndin til hægri var tekin á afmælisdeginum hennar um tveimur mánuðum áður en hún kom til Íslands árið 2010. Vissi ekkert um Ísland En hvers vegna kom Grace til Íslands? „Já ég hlæ oft þegar ég er spurð að þessu,“ svarar Grace og útskýrir að eins og svo oft vill vera hjá ungu fólki þá varð hún einfaldlega hrifin af íslenskum manni. „Við kynntumst á stefnumótunarforriti og svo lítið vissi ég um Ísland að þegar hann sagðist vera frá Iceland, þá spurði ég hann einfaldlega: Já en hvar býrðu? Því ég hélt hann væri bara að vísa til þess að hann byggi í ísköldu landi,“ segir Grace og brosir. Þegar ungi maðurinn kom út gerðust hlutirnir hratt. Því hann hafði áhuga á að fá upplýsingar um það hvernig það gengi fyrir sig að giftast og eftir alls kyns krókaleiðir til að komast að því, enduðu þau hjá sýslumanni í röð með öðrum pörum sem voru að fara að gifta sig. „Þegar röðin kom að okkur vorum við spurð hvort við værum með hringana!“ segir Grace og skellihlær. „Við byrjuðum á því að segja að þetta væri einhver misskilningur, ætlunin væri að fá upplýsingar. En síðan horfðum við bara á hvort annað og sögðum í kór: Ættum við bara að gera þetta?“ Úr varð að án vitundar vina og vandamanna var Grace allt í einu orðin gift kona. „Við keyrðum síðan langa vegalengd til að heimsækja foreldra mína og þegar við vorum loks komin þangað, tilkynnti ég þeim að þessi maður væri eiginmaður minn,” segir Grace og hlær. „Ætli þetta sé ekki dæmi um þennan uppreisnarsegg í mér.” Til að gera langa sögu stutta, byrjaði Grace á að búa á Sauðárkróki á Íslandi en hjónabandið entist aðeins í nokkra mánuði. Þá flutti hún til Reykjavíkur. „Ég sá fyrir mér að fara bara aftur heim til Kenía en þó leið mér samt allt öðruvísi í Reykjavík en í litlum bæ úti á landi.“ Það er ansi skemmtilegt að hlusta á Grace lýsa því hvernig upplifun það var að koma fyrst til Íslands. „Fyrst þegar ég dró að mér andann hér, fannst mér yndislegt að finna þetta hreina og góða loft. Síðan keyrðum við frá Keflavík til Reykjavíkur og þá leist mér nú ekkert á blikuna,“ segir Grace og heldur áfram. „Að sjá landslagið frá vellinum fékk mig í alvörunni til að velta fyrir mér að kaupa miða rakleiðis heim til Kenía aftur. En þegar við keyrðum inn í Hafnarfjörð, framhjá Smáralindinni og inn í Reykjavík fór mér strax að lítast nokkuð vel á þetta.“ Ári eftir að Gracelandic var stofnað, fékk Grace tölvupóst frá Vogue sem hún hélt að væri svindlpóstur og svaraði því ekki. Fyrr en vinur hennar mælti með að hún kannaði málin. Vogue hafði þá fundið vefsíðu Gracelandic og hafði áhuga á að taka viðtal og birta umfjöllun um þessa íslensku fatalínu sem hefði sjálfbærni að leiðarljósi. Sjálfbær tíska: Gracelandic Þrátt fyrir góða menntun og viljann til að reyna fyrir sér í íslensku atvinnulífi mættu Grace þær hindranir sem margt fólk erlendis frá talar um að mæti þeim hér: Útlendingar fá fyrst og fremst láglaunastörf. Árið 2020 hugsaði ég því með mér: Þetta gengur ekki lengur. Ég get þá allt eins stofnað mitt eigið fyrirtæki.“ Sem hún og gerði: Gracelandic varð til. Gracelandic hannar og framleiðir fatnað sem fylgir sjálfbærnistefnu fataframleiðslu. Enda þekkt staðreynd og vaxandi vandamál sú mengun sem gífurleg fjöldaframleiðsla tískuiðnaðurinn er þekktur fyrir. Að hafa áhuga á tísku og fötum hafði fylgt Grace frá því hún var lítil stelpa. Og áður en hún setti Gracelandic formlega á laggirnar, sótti hún ýmiss námskeið til að læra að sauma. En hvers vegna slow fashion og sjálfbærni? „Ég las mér mjög mikið til um tísku og fataframleiðslu í heiminum og auðvitað fylgdi það því snemma að tískuframleiðsla er orðin að vaxandi vandamáli fyrir heiminn. Lönd eins og Kenya verða meira að segja fyrir barðinu á þessu vandamáli því þangað er verið að senda mikið af þessari fjöldaframleiðslu, sem síðan enda á haugunum eða sem landfyllingar,“ segir Grace og bætir við: Þannig að ég hugsaði með mér: Ég hef einmitt lifað við þær aðstæður og þá mengun sem þarna er verið að tala um. Ég ólst upp við afleiðingarnar af því að tískuiðnaðurinn sé að fjöldaframleiða allan þennan fatnað fyrir vestrænu ríkin á svona ósjálfbæran hátt. Sem bitnar síðan á fátækari löndum og þróunarlöndum heims eins og Kenía. Þannig að ég hugsaði með mér: Mig langar ekki að stofna fyrirtæki sem eykur á vandann. Mig langar að stofna fyrirtæki sem er hluti af lausninni til framtíðar.“ Grace þekkir af eigin raun hvernig neikvæðar afleiðingar fjöldaframleiðslu tískuiðnaðarins fyrir vestrænu ríkin, bitnar á fátækari löndum og þróunarlöndum eins og Kenía. Verandi áhugamanneskja um tísku ákvað hún að stofna fyrirtæki sem yrði hluti af lausninni til framtíðar, en ekki hluti af vandamálinu.Vísir/Vilhelm Að framleiða tískufatnað með sjálfbærnistefnu að leiðarljósi þýðir að það er að mörgu að huga. „Það var erfitt ferli að finna réttan aðila til að vinna með erlendis að því að sauma fatnaðinn. Ekki síst á tímum Covid. Af þeim aðilum sem ég fann á netinu, ákvað ég að treysta einum þeirra, greiða þeim það fjármagn sem ég hafði og vona að þetta væru engin svik.” Umræddur aðili er í Tyrklandi. „Sem ég velti alveg fyrir mér hvort væri öruggt því þótt margir séu að gera góða hluti þar, vitum við líka að Tyrkland hefur líka það orð á sér að brjóta á mannréttindum fólks.” En allt stóðst upp á hár. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki þar sem konur eru meirihluti starfsfólks. Fyrirtækið er sérhæft á sviði sjálfbærni og eitt af því sem mér fannst til dæmis mjög jákvætt strax er að það býr til efnin sjálft sem það saumar úr. Sem sparar kolefnisspor því það þarf þá ekki að flytja efnin á milli staða strax við upphaf framleiðslunnar,“ segir Grace og bætir við: „Annað sem ég gerði var að taka viðtöl við starfsfólk í myndaspjalli. Því mikilvægur liður í sjálfbærni er hvernig fyrirtæki hugsa um starfsfólk. Ekki síst vegna þess að vitað er að í tískuiðnaðinum er verið að framleiða mikinn fatnað við ömurlegar aðstæður fólksins sem starfar við framleiðsluna.” Í þessu fyrirtæki var reyndin ekki svo. Í samræmi við sjálfbærnistefnuna er augljóst að fyrirtækið hugsar vel um sitt starfsfólk því í viðtölunum fékk ég það staðfest. Að vita að þarna starfar fólk sem er vel hugsað um og fer síðan bara heim að loknum vinnudegi finnst mér afar góð tilfinning.” Í kjölfar umfjöllunar Vogue um sjálfbærnistefnu og hönnun Gracelandic bárust pantanir frá Bretlandi, Írlandi og Kanada. Fyrir tilviljun varð frú Eliza Reid, fyrrum forsetafrú, fyrsti áhrifavaldur fyrirtækisins því hún klæddist buxum frá Gracelandic þegar hún og Guðni Th. Jóhannesson fyrrum forseti tóku á móti Friðriki þáverandi krónprinsi í Danmörku á Bessastöðum. Vogue, forsetafrúin og framtíðin Þótt nú séu aðeins fjögur ár frá því að Gracelandic var stofnað, hefur margt ótrúlega skemmtilegt gerst. Til dæmis varð fyrsti áhrifavaldur fyrirtækisins fyrir tilviljun forsetafrúin fyrrverandi: Eliza Reid. Já hún klæddist buxum frá Gracelandic þegar hún og Guðni Th. Jóhannesson fyrrum forseti Íslans, tóku á móti Friðriki krónprinsi Danmerkur á Bessastöðum árið 2021. Sem ég er enn óumræðilega þakklát henni fyrir að hafa gert. Enda seldust buxurnar upp í kjölfarið.“ Eins og áður sagði, hafði Vogue síðan samband við Grace og sagði í tölvupósti að þeir hefðu áhuga á að fjalla um sjálfbæru fatalínuna hennar og birta myndir. Grace svaraði ekki en nokkrum dögum síðar, sat hún á markaðsfundi ásamt nokkrum öðrum þegar félagi hennar spyr hana: „En viltu ekki svara þeim og sjá hvort þetta sé svindl eða ekki?“ Grace ákvað því að eflaust væri það skynsamlegast, sendi svarpóst til baka og óskaði eftir ZOOM fundi sem staðfestingu. Og viti menn: Jú, þetta var þá Vogue eftir allt saman! Í kjölfar umfjöllunarinnar í Vogue bárust pantanir víða. Sérstaklega frá Bretlandi og Írlandi en einnig frá Kanada.“ Þegar Grace klárar meistaragráðuna sína í umhverfis- og auðlindafræðum í Háskóla Íslands, stefnir hún á fjármögnun fyrir Gracelandic og frekari vöxt. Grace segir mikilvægt að fólk sem kemur erlendis frá, sé gefið tækifæri á Íslandi til að sanna sig. Þótt húðlitur sé öðruvísi og íslenskan töluð með hreim.Vísir/Vilhelm Þegar talið berst að inngildingu fólks af erlendum uppruna inn í íslenskt samfélag eða íslenska vinnustaði segir Grace. „Ég held að það hafi hjálpað mér mjög mikið að alast upp í samfélagi sjálf þar sem búa svo ólíkir menningarhópar innan sama samfélags. Því í Kenya eru mörg tungumál töluð og margir ólíkir ættbálkar. Fjölmenningin er því til staðar nú þegar þar.“ Ólíkt því sem Íslendingar þekkja. „Hér er algengt að fólk talar við mig á ensku og heldur jafnvel áfram að tala við mig á ensku þótt ég svari þeim á íslensku. En ef ég fæ ekki að tala íslensku, þótt ég tali með hreim, næ ég ekki að þróa tungumálafærnina mína áfram og verða betri í því að tala íslenskuna,“ segir Grace en bætir einnig við: „Að mínu mati skiptir það miklu máli að tala tungumálið til að aðlagast betur inn í samfélagið. Að tala íslensku með hreim hefur þó þýðingu fyrir mann sem útlending, því hreimurinn minn er það sem hjálpar mér að rata heim, á meðan ég reyni að aðlagast og endurskilgreina mig við nýja samfélag sem ég er að reyna að komast í.” Grace bendir líka á að samfélagið sé að breytast og því skipti máli að viðurkenna fjölbreytileikann inn í menninguna. Þótt fólk sé ekki hvítt á hörund eða tali íslenskuna með hreim, er samfélagið að breytast og mikilvægt að þessu fólki sé gefið tækifæri til að sanna sig þannig að það komist inn í samfélagið og á atvinnumarkað.” Aðspurð um hvað er á döfinni hjá Gracelandic fljótlega, segir hún fjármögnun vera markmið. „Ég er svolítið bundin núna við meistaranámið mitt í umhverfis- og auðlindafræði. En árið 2025 stefni ég á að skoða fjármögnun fyrir Gracelandic til að færa út kvíarnar og styðja við frekari vöxt. Og auðvitað að halda áfram að hanna og framleiða sjálfbæran fatnað með nýjum fatalínum Gracelandic.“
Sjálfbærni Tíska og hönnun Nýsköpun Starfsframi Innflytjendamál Mannauðsmál Kenía Tengdar fréttir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska,“ segir Athena Neve Leex, stjórnarkona í UAK, félagi Ungra athafnakvenna, í samtali um mikilvægi fjölmenningar og inngildingar en í byrjun þessa mánaðar stóð félagið fyrir viðburði þessu máli tengt. 20. nóvember 2024 07:01 Ástin laðar að: Gott að vera kona á Íslandi, en ekki innflytjandi „Ég er bara alls ekki sammála því að allar konur af erlendu bergi brotnu þurfi að byrja á því að vinna á leikskóla. Því okkur er endalaust sagt að það sé svo gott fyrir okkur að læra íslenskuna þar,“ segir Randi Stebbins og bætir við: 29. apríl 2024 07:02 Tók fimm mánuði að byrja að tala íslensku „Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka. 18. apríl 2024 07:01 Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík „Og núna, fjórtán árum síðar, finn ég alltaf þessa þægilegu heimatilfinningu þegar að ég lendi í Keflavík,“ segir Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi sem nýverið stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, Arctic Edge Consultants. 17. apríl 2024 07:01 Eiga ekki bara að vera Íslendingar í betur launuðu störfunum „Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. 13. mars 2024 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska,“ segir Athena Neve Leex, stjórnarkona í UAK, félagi Ungra athafnakvenna, í samtali um mikilvægi fjölmenningar og inngildingar en í byrjun þessa mánaðar stóð félagið fyrir viðburði þessu máli tengt. 20. nóvember 2024 07:01
Ástin laðar að: Gott að vera kona á Íslandi, en ekki innflytjandi „Ég er bara alls ekki sammála því að allar konur af erlendu bergi brotnu þurfi að byrja á því að vinna á leikskóla. Því okkur er endalaust sagt að það sé svo gott fyrir okkur að læra íslenskuna þar,“ segir Randi Stebbins og bætir við: 29. apríl 2024 07:02
Tók fimm mánuði að byrja að tala íslensku „Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka. 18. apríl 2024 07:01
Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík „Og núna, fjórtán árum síðar, finn ég alltaf þessa þægilegu heimatilfinningu þegar að ég lendi í Keflavík,“ segir Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi sem nýverið stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, Arctic Edge Consultants. 17. apríl 2024 07:01
Eiga ekki bara að vera Íslendingar í betur launuðu störfunum „Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. 13. mars 2024 07:01