Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir og Ósk Kristinsdóttir skrifa 21. nóvember 2024 09:15 Nú þegar átak Landverndar og Grænfánans, Nægjusamur Nóvember, er rúmlega hálfnað höfum við lært ýmsar leiðir til að tileinka okkur nægjusemi í lífinu. Ein sú sem hvað lengst hefur þjónað mannkyninu er útivera í náttúrunni. Rannsóknir sýna að útivist hefur jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Í Japan hafa skógarböð, eða Shinrin Yoku; til dæmis verið vinsæl lengi sem fyrirbyggjandi heilsumeðferð og sýnt hefur verið fram á mikil jákvæð áhrif þeirra. Í skógarböðunum er lögð áhersla á að virkja öll fimm skilningarvitin í skógarferðinni, slaka algjörlega á og tengja innri náttúru við þá ytri. Náttúrutenging er markvisst styrkt í starfi Grænfánaverkefnisins og hvetja mörg þemu í verkefninu þátttakendur til aukinnar útiveru og einnig kennara til að stunda útikennslu. Slík kennsla er tilvalin leið til að hvetja börn og ungmenni til að þekkja og þykja vænt um náttúruna og skilja áhrif okkar á hana. Útiveran er þá að sama skapi góð leið til átta sig á þeim jákvæðu áhrifum sem náttúran hefur á okkur. Smám saman má byggja upp áhuga og vitneskju um kerfi náttúrunnar og á sama tíma þakklæti fyrir þeirri þjónustu sem hún veitir okkur. Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar er að það kynnist náttúrunni og átti sig á mikilvægi hennar. Á vefsíðu íslenska Grænfánans má finna ýmis verkefni sem nýta má í útikennslu sem og í útiveru. Þar eru nemendur hvattir til að gerast forvitnir um náttúruna, rýna í smáatriði í umhverfinu og hugsa um það til dæmis hvernig hver lífvera gegnir hlutverki innan vistkerfisins. Í tilefni af Nægjusömum nóvember langar okkur að deila með ykkur verkefnum sem tilvalið er fyrir fjölskyldur, einstaklinga eða skólahópa að vinna út í náttúrunni. Náttúrubingó Náttúran við streitu Stafrófið í náttúrunni 10 hugmyndir fyrir vetrarútiveruna Frekari upplýsingar um viðburði, greinaskrif og verkefni í Nægjusömum nóvember má finna ávef hvatningarátaksins Borghildur Gunnarsdóttir og Ósk Kristinsdóttir sérfræðingar í menntateymi Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Börn og uppeldi Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar átak Landverndar og Grænfánans, Nægjusamur Nóvember, er rúmlega hálfnað höfum við lært ýmsar leiðir til að tileinka okkur nægjusemi í lífinu. Ein sú sem hvað lengst hefur þjónað mannkyninu er útivera í náttúrunni. Rannsóknir sýna að útivist hefur jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Í Japan hafa skógarböð, eða Shinrin Yoku; til dæmis verið vinsæl lengi sem fyrirbyggjandi heilsumeðferð og sýnt hefur verið fram á mikil jákvæð áhrif þeirra. Í skógarböðunum er lögð áhersla á að virkja öll fimm skilningarvitin í skógarferðinni, slaka algjörlega á og tengja innri náttúru við þá ytri. Náttúrutenging er markvisst styrkt í starfi Grænfánaverkefnisins og hvetja mörg þemu í verkefninu þátttakendur til aukinnar útiveru og einnig kennara til að stunda útikennslu. Slík kennsla er tilvalin leið til að hvetja börn og ungmenni til að þekkja og þykja vænt um náttúruna og skilja áhrif okkar á hana. Útiveran er þá að sama skapi góð leið til átta sig á þeim jákvæðu áhrifum sem náttúran hefur á okkur. Smám saman má byggja upp áhuga og vitneskju um kerfi náttúrunnar og á sama tíma þakklæti fyrir þeirri þjónustu sem hún veitir okkur. Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar er að það kynnist náttúrunni og átti sig á mikilvægi hennar. Á vefsíðu íslenska Grænfánans má finna ýmis verkefni sem nýta má í útikennslu sem og í útiveru. Þar eru nemendur hvattir til að gerast forvitnir um náttúruna, rýna í smáatriði í umhverfinu og hugsa um það til dæmis hvernig hver lífvera gegnir hlutverki innan vistkerfisins. Í tilefni af Nægjusömum nóvember langar okkur að deila með ykkur verkefnum sem tilvalið er fyrir fjölskyldur, einstaklinga eða skólahópa að vinna út í náttúrunni. Náttúrubingó Náttúran við streitu Stafrófið í náttúrunni 10 hugmyndir fyrir vetrarútiveruna Frekari upplýsingar um viðburði, greinaskrif og verkefni í Nægjusömum nóvember má finna ávef hvatningarátaksins Borghildur Gunnarsdóttir og Ósk Kristinsdóttir sérfræðingar í menntateymi Landverndar.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar