Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Lovísa Arnardóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:39 Guðni var sérstakur gestur á degi mannréttinda barna á Seltjarnarnesi. Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október. Guðni sagðist ekki alveg skilja taktík Kennarasambands Íslands í verkföllum sínum en eins og hefur verið ítarlega greint frá eru svokölluð skæruverkföll í gangi í tíu skólum. Fleiri skólar munu bætast við seinna. Grunn- og framhaldsskólar eru í tímabundnum verkföllum en leikskólarnir í ótímabundnum verkföllum. „Ég skil ekki alveg þá taktík sem er í gangi. Verkföll eru nauðsynlegur réttur allra launþega en svo er umhugsunarefni hvernig því vopni er beitt og jafnvel á hverjum það bitnar, saklausum sérstaklega,“ sagði Guðni en að það væri umræðuefni fyrir annan tíma. Hann hafi ætlað sér að vera stuttorður því erfitt sé að keppa við jólasveina og aðra skemmtun. Fjölmargir foreldrar barna sem eru í verkfalli hafa lýst yfir óánægju með taktík kennara. Umboðsmaður barna sagði í tilkynningu fyrr í mánuðinum að verkföllin mismunuðu börnum. Sjá einnig: Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Í ræðu sinni þakkaði Guðni einnig Seltirningum fyrir góða kennslu og uppeldi sem börn hans hlutu í leikskólanum en fjölskyldan var búsett þar áður en þau fluttu á Bessastaði. Í auglýsingu fyrir viðburðinn kom fram að í boði yrðu pizzur og gos frá 107, kökur, andlitsmálning, blöðrudýr og Íþróttaálfurinn. Þá kom einnig fram að Guðni myndi kasta kveðju á hópinn. Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Seltjarnarnes Réttindi barna Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47 Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Tónlistarkonan Salka Sól hélt eldræðu í Ráðhúsi Reykjavíkur af svölum borgarstjórnarsalsins þegar fundur borgarstjórnar fór þar fram í hádeginu í gær. Salka hélt ræðuna fyrir hönd foreldra leikskólabarna vegna verkfalls kennara en hún segir verkfallið hafa djúpstæð áhrif á börnin. 20. nóvember 2024 15:45 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Guðni sagðist ekki alveg skilja taktík Kennarasambands Íslands í verkföllum sínum en eins og hefur verið ítarlega greint frá eru svokölluð skæruverkföll í gangi í tíu skólum. Fleiri skólar munu bætast við seinna. Grunn- og framhaldsskólar eru í tímabundnum verkföllum en leikskólarnir í ótímabundnum verkföllum. „Ég skil ekki alveg þá taktík sem er í gangi. Verkföll eru nauðsynlegur réttur allra launþega en svo er umhugsunarefni hvernig því vopni er beitt og jafnvel á hverjum það bitnar, saklausum sérstaklega,“ sagði Guðni en að það væri umræðuefni fyrir annan tíma. Hann hafi ætlað sér að vera stuttorður því erfitt sé að keppa við jólasveina og aðra skemmtun. Fjölmargir foreldrar barna sem eru í verkfalli hafa lýst yfir óánægju með taktík kennara. Umboðsmaður barna sagði í tilkynningu fyrr í mánuðinum að verkföllin mismunuðu börnum. Sjá einnig: Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Í ræðu sinni þakkaði Guðni einnig Seltirningum fyrir góða kennslu og uppeldi sem börn hans hlutu í leikskólanum en fjölskyldan var búsett þar áður en þau fluttu á Bessastaði. Í auglýsingu fyrir viðburðinn kom fram að í boði yrðu pizzur og gos frá 107, kökur, andlitsmálning, blöðrudýr og Íþróttaálfurinn. Þá kom einnig fram að Guðni myndi kasta kveðju á hópinn.
Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Seltjarnarnes Réttindi barna Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47 Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Tónlistarkonan Salka Sól hélt eldræðu í Ráðhúsi Reykjavíkur af svölum borgarstjórnarsalsins þegar fundur borgarstjórnar fór þar fram í hádeginu í gær. Salka hélt ræðuna fyrir hönd foreldra leikskólabarna vegna verkfalls kennara en hún segir verkfallið hafa djúpstæð áhrif á börnin. 20. nóvember 2024 15:45 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47
Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Tónlistarkonan Salka Sól hélt eldræðu í Ráðhúsi Reykjavíkur af svölum borgarstjórnarsalsins þegar fundur borgarstjórnar fór þar fram í hádeginu í gær. Salka hélt ræðuna fyrir hönd foreldra leikskólabarna vegna verkfalls kennara en hún segir verkfallið hafa djúpstæð áhrif á börnin. 20. nóvember 2024 15:45
Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59