Ekki haft tíma til að spá í EM Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2024 11:00 Rut Arnfjörð Jónsdóttir ; Rut Jónsdóttir Vísir/Einar Rut Arnfjörð Jónsdóttir er á leið á stórmót með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í fyrsta sinn í tólf ár. Það hefur gengið á ýmsu síðustu vikur og hún varla haft tíma til að huga að mótinu. Rut leikur fyrir Hauka sem höfðu rétt klárað Evrópuverkefni í Króatíu þegar komið var heim að sinna lokaundirbúningi fyrir Evrópumótið sem fram undan er. Haukar unnu tvo eins marks sigra á Dalmatinka Ploce til að komast áfram í EHF-bikarnum og komu heim á mánudag áður en flogið var út til Sviss með landsliðinu á fimmtudegi. „Það gekk rosa vel og var vel heppnuð ferð. Við spiluðum tvo leiki, laugardag og sunnudag, komum heim á mánudag og förum svo aftur af stað þannig að það gekk rosa vel,“ segir Rut sem segist líða vel þrátt fyrir álag. „Ég er óvenju góð. Maður fagnar því. Þetta voru hörkuleikir og mikið um slagsmál. Ég er eiginlega fegin að vera standandi hér í dag,“ segir Rut. Rut var í leikmannahópi Íslands sem fór á HM 2011 og EM 2012. Liðið komst ekki á stórmót eftir 2012 fyrr en það tók þátt á HM í fyrra. Rut missti af því móti vegna barneigna en fagnar því að vera nú aftur á leið á EM með landsliðinu „Ég er rosalega spennt fyrir þessu. En hef kannski ekki haft mikinn tíma til að pæla í þessu. Maður fer mjög slakur inn í þetta. Það verður æðislegt að vera með hópnum og taka þátt í þessu,“ Klippa: „Fegin að vera standandi hér í dag“ „Það er búið að vera rosalega mikið að gera. Maður er að sinna fjölskyldu, skóla og félagsliði,“ segir Rut. Hún naut þess þá að fylgjast með stelpunum vinna Forsetabikarinn á HM í fyrra meðan hún var heima með nýtfætt barn. „Ég lá þarna með nýfætt barn að horfa á leikina. Það var rosalega gaman að fylgjast með þeim á HM. Ég var á mjög góðum stað, nýbúin að eignast annað barn. Svo verður gaman að taka þátt í þessu með þeim núna,“ segir Rut. Ísland mætir Sviss í æfingaleik ytra í dag og aftur á sunnudag. Liðið hefur svo keppni á EM á föstudag í næstu viku er það mætir Hollandi í Innsbruck. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
Rut leikur fyrir Hauka sem höfðu rétt klárað Evrópuverkefni í Króatíu þegar komið var heim að sinna lokaundirbúningi fyrir Evrópumótið sem fram undan er. Haukar unnu tvo eins marks sigra á Dalmatinka Ploce til að komast áfram í EHF-bikarnum og komu heim á mánudag áður en flogið var út til Sviss með landsliðinu á fimmtudegi. „Það gekk rosa vel og var vel heppnuð ferð. Við spiluðum tvo leiki, laugardag og sunnudag, komum heim á mánudag og förum svo aftur af stað þannig að það gekk rosa vel,“ segir Rut sem segist líða vel þrátt fyrir álag. „Ég er óvenju góð. Maður fagnar því. Þetta voru hörkuleikir og mikið um slagsmál. Ég er eiginlega fegin að vera standandi hér í dag,“ segir Rut. Rut var í leikmannahópi Íslands sem fór á HM 2011 og EM 2012. Liðið komst ekki á stórmót eftir 2012 fyrr en það tók þátt á HM í fyrra. Rut missti af því móti vegna barneigna en fagnar því að vera nú aftur á leið á EM með landsliðinu „Ég er rosalega spennt fyrir þessu. En hef kannski ekki haft mikinn tíma til að pæla í þessu. Maður fer mjög slakur inn í þetta. Það verður æðislegt að vera með hópnum og taka þátt í þessu,“ Klippa: „Fegin að vera standandi hér í dag“ „Það er búið að vera rosalega mikið að gera. Maður er að sinna fjölskyldu, skóla og félagsliði,“ segir Rut. Hún naut þess þá að fylgjast með stelpunum vinna Forsetabikarinn á HM í fyrra meðan hún var heima með nýtfætt barn. „Ég lá þarna með nýfætt barn að horfa á leikina. Það var rosalega gaman að fylgjast með þeim á HM. Ég var á mjög góðum stað, nýbúin að eignast annað barn. Svo verður gaman að taka þátt í þessu með þeim núna,“ segir Rut. Ísland mætir Sviss í æfingaleik ytra í dag og aftur á sunnudag. Liðið hefur svo keppni á EM á föstudag í næstu viku er það mætir Hollandi í Innsbruck.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira