Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2024 13:29 Byggingarframkvæmdir eru teknar við af úrgangi sem næststærsta uppspretta gróðurhúsalofttegundalosunar í Reykjavík á eftir samgöngum. Vísir/Vilhelm Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæp tvö og hálft prósent í Reykjavík í fyrra. Meirihluti losunarinnar kemur frá samgöngum og byggingariðnaði. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér var uppspretta um tíu prósenta samfélagslosunar á Íslandi. Alls voru losuð 597 þúsund tonn koltvísýringsígilda í Reykjavík í fyrra og dróst losunin aðeins saman frá árinu áður þegar hún nam 612 þúsund tonnum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reykjavík virðist því hafa staðið fyrir um 22 prósent af landslosun í fyrra ef miðað er við bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar sem voru kynntar í haust. Stærstur hluti losunarinnar í borginni kom frá samgöngum í lofti, á láði og legi. Götuumferð var langstærsti hlutinn, um 263.000 koltvísýringsígildi. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér nam þannig tæpum tíu prósentum af heildarsamfélagslosun Íslands. Losun frá samgöngum í Reykjavík jókst um eitt prósent á milli ára þrátt fyrir að losun frá götuumferð hefði dregist saman um 2,4 prósent. Borgin segir áfram unnið að því að styðja við vistvæna samgöngumáta, byggja upp gönguvæna borg og efla innviði fyrir heilsueflandi samgöngumáta og orkuskipti til að draga úr þessari losun frekar. Grípa þurfi til aðgerða til þess að takmarka áhrif fyrirhugaðrar uppbyggingar Byggingariðnaðurinn er næststærsta uppspretta losunarinnar í borginni. Gagnaöflun um losun frá honum er þó sögð ný af nálinni og reikna megi með því að aðferðafræðin þróist eftir því sem fram vindur. Í tilkynningu borgarinnar segir að fylgjast verði með losun sem fram undan er vegna áforma um fjölgun íbúða og íbúa til ársins 2030 og grípa til aðgerða svo sá vöxtur verði eins lítið á kostnað loftslagsins og umhverfisins og mögulegt sé. Þá er heildarlosun vegna úrgangs sögð hafa dregist saman um átta prósent í fyrra en hún hefur verið næststærsta uppspretta losunar í borginni í gengum tíðina. Urðun á Álfsnesi árið 2023 er 37% af því hámarki sem var náð árið 2018 og dróst hún saman um 89 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins borið saman við sama tímabil árið 2022. Samantektin á losun í Reykjavík tengist þátttöku borgarinnar í hnattrænu samstarfi borgarstjóra um loftslags- og orkumál og Evrópusamstarfi um 112 kolefnishlutlausar og snjallar borgir árið 2030. Loftslagsmál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Alls voru losuð 597 þúsund tonn koltvísýringsígilda í Reykjavík í fyrra og dróst losunin aðeins saman frá árinu áður þegar hún nam 612 þúsund tonnum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reykjavík virðist því hafa staðið fyrir um 22 prósent af landslosun í fyrra ef miðað er við bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar sem voru kynntar í haust. Stærstur hluti losunarinnar í borginni kom frá samgöngum í lofti, á láði og legi. Götuumferð var langstærsti hlutinn, um 263.000 koltvísýringsígildi. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér nam þannig tæpum tíu prósentum af heildarsamfélagslosun Íslands. Losun frá samgöngum í Reykjavík jókst um eitt prósent á milli ára þrátt fyrir að losun frá götuumferð hefði dregist saman um 2,4 prósent. Borgin segir áfram unnið að því að styðja við vistvæna samgöngumáta, byggja upp gönguvæna borg og efla innviði fyrir heilsueflandi samgöngumáta og orkuskipti til að draga úr þessari losun frekar. Grípa þurfi til aðgerða til þess að takmarka áhrif fyrirhugaðrar uppbyggingar Byggingariðnaðurinn er næststærsta uppspretta losunarinnar í borginni. Gagnaöflun um losun frá honum er þó sögð ný af nálinni og reikna megi með því að aðferðafræðin þróist eftir því sem fram vindur. Í tilkynningu borgarinnar segir að fylgjast verði með losun sem fram undan er vegna áforma um fjölgun íbúða og íbúa til ársins 2030 og grípa til aðgerða svo sá vöxtur verði eins lítið á kostnað loftslagsins og umhverfisins og mögulegt sé. Þá er heildarlosun vegna úrgangs sögð hafa dregist saman um átta prósent í fyrra en hún hefur verið næststærsta uppspretta losunar í borginni í gengum tíðina. Urðun á Álfsnesi árið 2023 er 37% af því hámarki sem var náð árið 2018 og dróst hún saman um 89 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins borið saman við sama tímabil árið 2022. Samantektin á losun í Reykjavík tengist þátttöku borgarinnar í hnattrænu samstarfi borgarstjóra um loftslags- og orkumál og Evrópusamstarfi um 112 kolefnishlutlausar og snjallar borgir árið 2030.
Loftslagsmál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira