Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar 22. nóvember 2024 12:33 Samvinna fyrir börnin okkar Farsældarlögin eru stórt framfaraskref þegar kemur að því að tryggja velferð barna á Íslandi. Lögin byggja á þeirri grundvallarforsendu að allir sem vinna með og fyrir börn – hvort sem það eru skólar, heimili, frístundastarf, heilbrigðisþjónusta eða félagsþjónusta – vinni saman að farsæld þeirra. Markmiðið er að koma auga á og bregðast við aðstæðum barna áður en vandamál verða of flókin. Þetta kallar á samstillt átak allra hlekkja farsældarkeðjunnar – frá heimilum til skóla, frístundastarfs og samfélagsins í heild. Í þessu samhengi gegnir forvarnarstarf lykilhlutverki. Með því að vinna saman að forvörnum getum við tryggt börnum okkar öruggara og heilbrigðara umhverfi til að vaxa og þroskast. Íþróttir og frístundastarf Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi veitir börnum tækifæri til að efla félagsleg tengsl og þróa hæfileika sína. Þjálfarar og leiðbeinendur gegna þar lykilhlutverki, því þeim er ætlað að veita stuðning og leiðsögn á uppbyggilegan hátt þar sem hæfileikar hvers og eins fá að njóta sín. Farsældarlögin leggja áherslu á að frístundastarf sé mikilvægt til að stuðla að velferð barna. Með því að leggja rækt við íþrótta- og frístundastarf byggjum við sterkara, öruggara og heilbrigðara samfélag og drögum úr áhættuhegðun. Foreldrar og heimilin Grunnur að farsælli framtíð barna hefst heima. Opinská samskipti, byggð á trausti, eru undirstaða heilbrigðs fjölskyldulífs. Á heimilinu mótast viðhorf, gildi og hegðun sem verða ómetanlegt veganesti í lífinu. Börn sem finna að þau geta rætt við foreldra sína um lífsins áskoranir eru ólíklegri til að leita í óæskilegan félagsskap. Farsældarlögin byggja á þeirri forsendu að heimilin séu grundvöllur farsældar. Með því að tryggja að fjölskyldur fái nauðsynlegan stuðning og greiðan aðgang að þjónustu er hægt að styrkja umhverfið sem börn þurfa til að vaxa og dafna. Foreldrar hafa lykilhlutverk í forvörnum; með því að vera fyrirmyndir og sýna ábyrgð og kærleika styrkjum við börnin okkar og stuðlum að því að þau tileinki sér jákvæð gildi. Menntastofnanir Skólar eru meira en bara kennslustofur, þeir eru vettvangur félags- og tilfinningaþroska og mótunar sjálfstrausts. Starfsfólk skólanna er oft fyrst til að taka eftir ef börn eiga í erfiðleikum og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í að styðja þau. Farsældarlögin, sem tryggja aukna samþættingu þjónustu við börn, auðvelda skólastarfi að bregðast snemma við þörfum þeirra sem þurfa á stuðningi að halda. Regluleg samskipti milli heimila og skóla stuðla að því að allir vinni saman að farsæld barna. Hlutverk samfélagsins Samfélagið er sterkur hlekkur í keðju forvarna. Þegar ólíkir aðilar, skólar, íþróttafélög, heilbrigðisþjónusta og fjölskyldur taka höndum saman, sköpum við öruggara og heilbrigðara umhverfi fyrir börn. Farsældarlögin hafa lagt traustan grunn að þessari samvinnu. Með samþættingu þjónustu, sem lögin kveða á um, erum við betur í stakk búin til að mæta þörfum barna strax og tryggja að þau fái stuðning í uppbyggilegu og öruggu umhverfi. Forvarnir snúast um að deila ábyrgð og vinna að sameiginlegu markmiði: að tryggja að börn fái tækifæri til að vaxa og blómstra. Við höfum öll mikilvægu hlutverki að gegna í forvörnum, sem foreldrar, kennarar, leiðbeinendur eða nágrannar. Farsældarlögin eru aðeins fyrsta skrefið á vegferð að betri framtíð fyrir börnin okkar. Með því að setja X við B laugardaginn 30. nóvember styðjum við áframhaldandi vinnu sem tryggir farsæld barna og styrkir samfélagið allt. Höfundur er forvarnarfulltrúi, bæjarfulltrúi og frambjóðandi Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Suðurkjördæmi Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samvinna fyrir börnin okkar Farsældarlögin eru stórt framfaraskref þegar kemur að því að tryggja velferð barna á Íslandi. Lögin byggja á þeirri grundvallarforsendu að allir sem vinna með og fyrir börn – hvort sem það eru skólar, heimili, frístundastarf, heilbrigðisþjónusta eða félagsþjónusta – vinni saman að farsæld þeirra. Markmiðið er að koma auga á og bregðast við aðstæðum barna áður en vandamál verða of flókin. Þetta kallar á samstillt átak allra hlekkja farsældarkeðjunnar – frá heimilum til skóla, frístundastarfs og samfélagsins í heild. Í þessu samhengi gegnir forvarnarstarf lykilhlutverki. Með því að vinna saman að forvörnum getum við tryggt börnum okkar öruggara og heilbrigðara umhverfi til að vaxa og þroskast. Íþróttir og frístundastarf Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi veitir börnum tækifæri til að efla félagsleg tengsl og þróa hæfileika sína. Þjálfarar og leiðbeinendur gegna þar lykilhlutverki, því þeim er ætlað að veita stuðning og leiðsögn á uppbyggilegan hátt þar sem hæfileikar hvers og eins fá að njóta sín. Farsældarlögin leggja áherslu á að frístundastarf sé mikilvægt til að stuðla að velferð barna. Með því að leggja rækt við íþrótta- og frístundastarf byggjum við sterkara, öruggara og heilbrigðara samfélag og drögum úr áhættuhegðun. Foreldrar og heimilin Grunnur að farsælli framtíð barna hefst heima. Opinská samskipti, byggð á trausti, eru undirstaða heilbrigðs fjölskyldulífs. Á heimilinu mótast viðhorf, gildi og hegðun sem verða ómetanlegt veganesti í lífinu. Börn sem finna að þau geta rætt við foreldra sína um lífsins áskoranir eru ólíklegri til að leita í óæskilegan félagsskap. Farsældarlögin byggja á þeirri forsendu að heimilin séu grundvöllur farsældar. Með því að tryggja að fjölskyldur fái nauðsynlegan stuðning og greiðan aðgang að þjónustu er hægt að styrkja umhverfið sem börn þurfa til að vaxa og dafna. Foreldrar hafa lykilhlutverk í forvörnum; með því að vera fyrirmyndir og sýna ábyrgð og kærleika styrkjum við börnin okkar og stuðlum að því að þau tileinki sér jákvæð gildi. Menntastofnanir Skólar eru meira en bara kennslustofur, þeir eru vettvangur félags- og tilfinningaþroska og mótunar sjálfstrausts. Starfsfólk skólanna er oft fyrst til að taka eftir ef börn eiga í erfiðleikum og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í að styðja þau. Farsældarlögin, sem tryggja aukna samþættingu þjónustu við börn, auðvelda skólastarfi að bregðast snemma við þörfum þeirra sem þurfa á stuðningi að halda. Regluleg samskipti milli heimila og skóla stuðla að því að allir vinni saman að farsæld barna. Hlutverk samfélagsins Samfélagið er sterkur hlekkur í keðju forvarna. Þegar ólíkir aðilar, skólar, íþróttafélög, heilbrigðisþjónusta og fjölskyldur taka höndum saman, sköpum við öruggara og heilbrigðara umhverfi fyrir börn. Farsældarlögin hafa lagt traustan grunn að þessari samvinnu. Með samþættingu þjónustu, sem lögin kveða á um, erum við betur í stakk búin til að mæta þörfum barna strax og tryggja að þau fái stuðning í uppbyggilegu og öruggu umhverfi. Forvarnir snúast um að deila ábyrgð og vinna að sameiginlegu markmiði: að tryggja að börn fái tækifæri til að vaxa og blómstra. Við höfum öll mikilvægu hlutverki að gegna í forvörnum, sem foreldrar, kennarar, leiðbeinendur eða nágrannar. Farsældarlögin eru aðeins fyrsta skrefið á vegferð að betri framtíð fyrir börnin okkar. Með því að setja X við B laugardaginn 30. nóvember styðjum við áframhaldandi vinnu sem tryggir farsæld barna og styrkir samfélagið allt. Höfundur er forvarnarfulltrúi, bæjarfulltrúi og frambjóðandi Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar