Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar 23. nóvember 2024 13:15 Það er umhugsunarvert að á tímum þar sem við búum við meiri lífsgæði en nokkru sinni fyrr fer tíðni geðrænna erfiðleika vaxandi. Hugsanlegar ástæður fyrir þessu eru aukin notkun samfélagsmiðla og einangrun vegna nútíma tækni sem leiðir til einmanaleika. Augljóslega er þetta samt flókið orsakasamhengi og spila þættir eins og fjölskyldusaga, áföll og fyrri heilsufarssaga inn í þessa mynd. Við þurfum að gefa andlegri heilsu fólks betri gaum. Þegar horft er til heilsu eða heilbrigðis er oft einblínt á líkamleg einkenni eða sjúkdóma en lítil áhersla á andlega líðan. Í aðdraganda kosninga er frambjóðendum tíðrætt um heilbrigðiskerfið en í þeirri umræðu er kastljósinu beint að líkamlegum sjúkdómum og þeim faghópum sem þeim sinna. Þessi umræða nær hinsvegar sjaldan til sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Sem sálfræðingur sem starfar í þverfaglegu teymi veit ég hversu mikilvægt að er að horfa heildrænt á hlutina þegar horft er til heilbrigðis. Rannsóknir sýna að andleg líðan hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. En hvernig hefur sálfræðileg meðferð áhrif á heilsufar fólks? Sálfræðileg meðferð er áhrifarík leið til að takast á við andlegar áskoranir en ekki síður til að bæta líkamlega heilsu. Með því að öðlast ný tengsl við óhjálplegar tilfinningar, hugsanir og minningar er hægt að lækka daglegt streitustig sem getur leitt til lægri blóðþrýstings, betri meltingar og bættrar starfsemi ónæmiskerfisins. Margar sálfræðilegar meðferðir hafa jákvæð áhrif á svefn. Góðar svefnvenjur eru grundvallaratriði fyrir líkamlega heilsu þar sem svefn skiptir máli fyrir endurheimt líkamans, ónæmiskerfið og andlega virkni. Með því að styrkja andlega líðan getur sálfræðileg meðferð hjálpað fólki að ná betri svefni og dregið úr svefnröskunum. Sálfræðileg meðferð er öflugur stuðningur við að þróa heilsusamlegri lífsstíl. Með því að auka meðvitund um eigin líðan öðlast einstaklingar innri hvöt til að hreyfa sig meira, borða hollari mat og forðast óhollar venjur eins og reykingar eða ofneyslu áfengis. Sálfræðileg meðferð er góður grunnur við uppbyggingu sjálfsmyndar og sjálfsálits. Sterk sjálfsmynd er oft tengd því að þora að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu sem hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. Þegar einstaklingar treysta sér til að takast á við áskoranir, er líklegra að þeir leiti sér heilsusamlegra valkosta í mataræði og hreyfingu. Þá er sálrænn stuðningur mikilvægur fyrir þá sem glíma við langvarandi sjúkdóma, eins og þráláta verki, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma eða krabbamein. Meðferðin getur hjálpað fólki að takast á við tilfinningar sínar og þannig veitt þeim verkfæri til að takast á við sjúkdóminn og eflt andlegan styrk til að takast á við þær áskoranir sem sjúkdómnum fylgja. Að framansögðu má sjá að sálfræðileg meðferð er ekki aðeins leið til að takast á við andlegar áskoranir heldur einnig mikilvægt tæki til að bæta líkamlega heilsu. Það er því mikilvægt að fólk geti leitað sér aðstoðar þegar það þarf á henni að halda því fjárfesting í andlegri líðan skilar sér í betri líkamlegri heilsu og heilsusamlegri lífstíl. Samfélagsleg áhrif af bættri líðan skilar sér síðan í aukinni þátttöku á vinnumarkaði og færri heimsóknum í heilbrigðiskerfið. Höfundur er sálfræðingur á verkjasviði Reykjalundar og einnig sjálfstætt starfandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Það er umhugsunarvert að á tímum þar sem við búum við meiri lífsgæði en nokkru sinni fyrr fer tíðni geðrænna erfiðleika vaxandi. Hugsanlegar ástæður fyrir þessu eru aukin notkun samfélagsmiðla og einangrun vegna nútíma tækni sem leiðir til einmanaleika. Augljóslega er þetta samt flókið orsakasamhengi og spila þættir eins og fjölskyldusaga, áföll og fyrri heilsufarssaga inn í þessa mynd. Við þurfum að gefa andlegri heilsu fólks betri gaum. Þegar horft er til heilsu eða heilbrigðis er oft einblínt á líkamleg einkenni eða sjúkdóma en lítil áhersla á andlega líðan. Í aðdraganda kosninga er frambjóðendum tíðrætt um heilbrigðiskerfið en í þeirri umræðu er kastljósinu beint að líkamlegum sjúkdómum og þeim faghópum sem þeim sinna. Þessi umræða nær hinsvegar sjaldan til sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Sem sálfræðingur sem starfar í þverfaglegu teymi veit ég hversu mikilvægt að er að horfa heildrænt á hlutina þegar horft er til heilbrigðis. Rannsóknir sýna að andleg líðan hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. En hvernig hefur sálfræðileg meðferð áhrif á heilsufar fólks? Sálfræðileg meðferð er áhrifarík leið til að takast á við andlegar áskoranir en ekki síður til að bæta líkamlega heilsu. Með því að öðlast ný tengsl við óhjálplegar tilfinningar, hugsanir og minningar er hægt að lækka daglegt streitustig sem getur leitt til lægri blóðþrýstings, betri meltingar og bættrar starfsemi ónæmiskerfisins. Margar sálfræðilegar meðferðir hafa jákvæð áhrif á svefn. Góðar svefnvenjur eru grundvallaratriði fyrir líkamlega heilsu þar sem svefn skiptir máli fyrir endurheimt líkamans, ónæmiskerfið og andlega virkni. Með því að styrkja andlega líðan getur sálfræðileg meðferð hjálpað fólki að ná betri svefni og dregið úr svefnröskunum. Sálfræðileg meðferð er öflugur stuðningur við að þróa heilsusamlegri lífsstíl. Með því að auka meðvitund um eigin líðan öðlast einstaklingar innri hvöt til að hreyfa sig meira, borða hollari mat og forðast óhollar venjur eins og reykingar eða ofneyslu áfengis. Sálfræðileg meðferð er góður grunnur við uppbyggingu sjálfsmyndar og sjálfsálits. Sterk sjálfsmynd er oft tengd því að þora að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu sem hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. Þegar einstaklingar treysta sér til að takast á við áskoranir, er líklegra að þeir leiti sér heilsusamlegra valkosta í mataræði og hreyfingu. Þá er sálrænn stuðningur mikilvægur fyrir þá sem glíma við langvarandi sjúkdóma, eins og þráláta verki, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma eða krabbamein. Meðferðin getur hjálpað fólki að takast á við tilfinningar sínar og þannig veitt þeim verkfæri til að takast á við sjúkdóminn og eflt andlegan styrk til að takast á við þær áskoranir sem sjúkdómnum fylgja. Að framansögðu má sjá að sálfræðileg meðferð er ekki aðeins leið til að takast á við andlegar áskoranir heldur einnig mikilvægt tæki til að bæta líkamlega heilsu. Það er því mikilvægt að fólk geti leitað sér aðstoðar þegar það þarf á henni að halda því fjárfesting í andlegri líðan skilar sér í betri líkamlegri heilsu og heilsusamlegri lífstíl. Samfélagsleg áhrif af bættri líðan skilar sér síðan í aukinni þátttöku á vinnumarkaði og færri heimsóknum í heilbrigðiskerfið. Höfundur er sálfræðingur á verkjasviði Reykjalundar og einnig sjálfstætt starfandi.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun