Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 08:32 Ég var sex ára þegar snjóflóðið á Flateyri féll þann 26. október 1995. Sex ára barn skynjar kannski ekki tilveruna og þann harm sem er alltumlykjandi dagana og mánuðina þar á eftir, nema einmitt í frekar barnslegum hugmyndum um sorg og gleði. Sex ára barn skynjar fjarlægð foreldra og titrandi taugakerfi þeirra. Sex ára barn skynjar að það er skrítið að vera allt í einu ekki heima hjá sér heldur í Reykjavík í margar vikur. Hvers vegna allt er breytt. Sex ára barn skilur ekki hvers vegna allt í einu er allt látið eftir því. En Lion King joggingalli og páfagaukurinn Kíkí fylgdu með aftur heim á Flateyri. Ég skildi það ekki þá en á sama tíma var fjölskyldan mín og nærsamfélagið að upplifa óraunverulegan sársauka og áfall af þeim skala sem fæst okkar geta skilið. Það var einmitt þarna sem seiglan, samtakamátturinn og samhugurinn bjó. Kraftur sem við Íslendingar þekkjum vel. Stórborgin Akranes Sumarið eftir hörmungaveturinn 1995 var grunnskólabörnum á Flateyri boðið í sérstaka ferð á Akranes í boði ÍA. Um var að ræða nokkurra daga dvöl þar sem okkur bauðst að mæta á alls kyns íþróttaæfingar, vorum heiðursgestir á ÍA leik og fengum almennt bara að vera börn í friði. Þar sá ég teiknimyndastöðina Cartoon Network í túbusjónvarpi í fyrsta skipti á ævinni. Ég man að ég hugsaði með sjálfri mér „Vá - ég er stödd í einhvers konar stórborg þar sem teiknimyndir eru í boði allan sólarhringinn”. Þessir dagar á Akranesi voru fyrstu góðu minningarnar mínar eftir hörmulegan vetur. Fyrstu birtudagarnir. Þar sem þá sjö ára barnið fékk að vera bara til og sparka í bolta, leika við vini og slappa af. Ég hef alltaf haldið í þessar minningar. Og alltaf þótt vænt um Akranes fyrir vikið. Þetta var vafalaust ekkert brjálæðislegt umstang af hálfu Íþróttabandalagsins. En fyrir okkur börnin var þetta ógleymanlegt. Mikilvægt og eiginlega hjartabjargandi. Framlag samfélags sem ég hef alltaf þakkað fyrir og aldrei gleymt. 29 árum síðar Í dag er ég 35 ára. Og er um þessar mundir oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Þar sem hjartað mitt slær. Mig langar að verða sterkur málsvari fyrir kjördæmið mitt á Alþingi og vinn nú hörðum höndum að því. Ég er svo lánsöm að fá nú að kynnast Akranesi og Skagamönnum á nýjan hátt. Nú sem fullorðin manneskja. Ég fór á Heima-Skagahátíðina sem var einmitt haldin þann 26. október síðastliðinn. 29 árum frá flóðinu skelfilega. Fjallabræður opnuðu hátíðina í kirkjunni. Þar stóð Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir fyrir framan fulla kirkju og sagði nákvæmlega þessa sögu. Af því þegar við vorum börn og fengum umrætt boð í bæinn. Hann hafði nákvæmlega sömu sögu að segja. Þetta voru líka hans fyrstu björtu minningar. Ég viðurkenni að hjartað tók kipp þegar ég heyrði að við Halldór deildum sama þakklæti til Skagafólks. Þetta skipti máli. Hvers vegna er ég að deila með ykkur sögunni af sex ára stelpunni sem fann birtuna á Skaganum? Jú, vegna þess að það eru kannski ekki alltaf sömu hagsmunir sem liggja á hjörtum Vestfirðinga, Vestlendinga, Strandamanna, Húnvetninga og Skagfirðinga. Sjónarmiðin eru oft ólík og reynslan sömuleiðis. Hagsmunir rekast jafnvel oft á. En það er samt sem áður alltaf þessi taug - þessi strengur og þessi sami skilningur á mikilvægi þess að standa saman þegar eitthvað bjátar á. Að bjóða fram hjálparhönd og vera sterkur málsvari fyrir jaðarbyggðirnar. Þessi sameiginlegi skilningur á því hvað það þýðir að búa við skerta þjónustu, við skort á innviðum, við óöryggi og óvissu. En ekki síst sameiginlegur skilningur á því hvers vegna maður velur það bara samt þrátt fyrir skortinn. Enda er hvergi betra að vera og tilheyra. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Akranes Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ég var sex ára þegar snjóflóðið á Flateyri féll þann 26. október 1995. Sex ára barn skynjar kannski ekki tilveruna og þann harm sem er alltumlykjandi dagana og mánuðina þar á eftir, nema einmitt í frekar barnslegum hugmyndum um sorg og gleði. Sex ára barn skynjar fjarlægð foreldra og titrandi taugakerfi þeirra. Sex ára barn skynjar að það er skrítið að vera allt í einu ekki heima hjá sér heldur í Reykjavík í margar vikur. Hvers vegna allt er breytt. Sex ára barn skilur ekki hvers vegna allt í einu er allt látið eftir því. En Lion King joggingalli og páfagaukurinn Kíkí fylgdu með aftur heim á Flateyri. Ég skildi það ekki þá en á sama tíma var fjölskyldan mín og nærsamfélagið að upplifa óraunverulegan sársauka og áfall af þeim skala sem fæst okkar geta skilið. Það var einmitt þarna sem seiglan, samtakamátturinn og samhugurinn bjó. Kraftur sem við Íslendingar þekkjum vel. Stórborgin Akranes Sumarið eftir hörmungaveturinn 1995 var grunnskólabörnum á Flateyri boðið í sérstaka ferð á Akranes í boði ÍA. Um var að ræða nokkurra daga dvöl þar sem okkur bauðst að mæta á alls kyns íþróttaæfingar, vorum heiðursgestir á ÍA leik og fengum almennt bara að vera börn í friði. Þar sá ég teiknimyndastöðina Cartoon Network í túbusjónvarpi í fyrsta skipti á ævinni. Ég man að ég hugsaði með sjálfri mér „Vá - ég er stödd í einhvers konar stórborg þar sem teiknimyndir eru í boði allan sólarhringinn”. Þessir dagar á Akranesi voru fyrstu góðu minningarnar mínar eftir hörmulegan vetur. Fyrstu birtudagarnir. Þar sem þá sjö ára barnið fékk að vera bara til og sparka í bolta, leika við vini og slappa af. Ég hef alltaf haldið í þessar minningar. Og alltaf þótt vænt um Akranes fyrir vikið. Þetta var vafalaust ekkert brjálæðislegt umstang af hálfu Íþróttabandalagsins. En fyrir okkur börnin var þetta ógleymanlegt. Mikilvægt og eiginlega hjartabjargandi. Framlag samfélags sem ég hef alltaf þakkað fyrir og aldrei gleymt. 29 árum síðar Í dag er ég 35 ára. Og er um þessar mundir oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Þar sem hjartað mitt slær. Mig langar að verða sterkur málsvari fyrir kjördæmið mitt á Alþingi og vinn nú hörðum höndum að því. Ég er svo lánsöm að fá nú að kynnast Akranesi og Skagamönnum á nýjan hátt. Nú sem fullorðin manneskja. Ég fór á Heima-Skagahátíðina sem var einmitt haldin þann 26. október síðastliðinn. 29 árum frá flóðinu skelfilega. Fjallabræður opnuðu hátíðina í kirkjunni. Þar stóð Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir fyrir framan fulla kirkju og sagði nákvæmlega þessa sögu. Af því þegar við vorum börn og fengum umrætt boð í bæinn. Hann hafði nákvæmlega sömu sögu að segja. Þetta voru líka hans fyrstu björtu minningar. Ég viðurkenni að hjartað tók kipp þegar ég heyrði að við Halldór deildum sama þakklæti til Skagafólks. Þetta skipti máli. Hvers vegna er ég að deila með ykkur sögunni af sex ára stelpunni sem fann birtuna á Skaganum? Jú, vegna þess að það eru kannski ekki alltaf sömu hagsmunir sem liggja á hjörtum Vestfirðinga, Vestlendinga, Strandamanna, Húnvetninga og Skagfirðinga. Sjónarmiðin eru oft ólík og reynslan sömuleiðis. Hagsmunir rekast jafnvel oft á. En það er samt sem áður alltaf þessi taug - þessi strengur og þessi sami skilningur á mikilvægi þess að standa saman þegar eitthvað bjátar á. Að bjóða fram hjálparhönd og vera sterkur málsvari fyrir jaðarbyggðirnar. Þessi sameiginlegi skilningur á því hvað það þýðir að búa við skerta þjónustu, við skort á innviðum, við óöryggi og óvissu. En ekki síst sameiginlegur skilningur á því hvers vegna maður velur það bara samt þrátt fyrir skortinn. Enda er hvergi betra að vera og tilheyra. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar