Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2024 06:40 Sérfræðingar telja ólíklegt að Pútín láti til skarar skríða áður en Trump hefur tekið við stjórnartaumunum vestanhafs. Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að nota Oreshnik-eldflaugar til að gera árásir á Kænugarð og segir afl vopnsins sambærilegt við kjarnorkuvopn ef ítrekaðar árásir eru gerðar á sama skotmark. Líkir hann afleiðingum slíkrar árásar við það sem gerist þegar loftsteinn fellur til jarðar. „Við vitum, sögulega, hvaða lofsteinar hafa fallið hvar og hverjar afleiðingarnar voru. Stundum voru þær þannig að heilu vötnin mynduðust,“ sagði Pútín í gær. Um er að ræða eldflaugina sem skotið var á Dnipro í síðustu viku og Pútín segir ekkert loftvarnakerfi geta grandað. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um stigmögnun átaka síðustu daga en Rússar hafa hert bæði árásir sínar og orðræðu eftir að Vesturlönd heimiluðu Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim gegn skotmörkum í Rússlandi. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Selenskís, segir fullyrðingar Pútín um máttleysi loftvarnakerfa gegn Oreshnik-eldflaugunum hreinan tilbúning. Pútín hafi lítinn skilning á vopnum og hafi áður haldið því fram að Kinzhal-flaugar Rússa gætu komist framhjá öllum kerfum en það hefði reynst rangt. Þá heldur Podolyak því einnig fram að Oreshnik sé í raun skáldskapur; um sé að ræða gamla breytta flaug, ekki nýtt vopn. Pútín notaði einnig tækifærið í gær og tjáði sig um stöðu mála vestanhafs. Sagði hann Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta, vel gefinn og að hann myndi finna lausn varðandi Úkraínu. Þá sagði hann Joe Biden, fráfarandi forseta, annað hvort hafa heimilað notkun bandarískra vopna í Úkraínu til að setja Trump í betri samningsstöðu eða til að gera honum erfiðara fyrir varðandi samskiptin við Rússa. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Vladimír Pútín Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Líkir hann afleiðingum slíkrar árásar við það sem gerist þegar loftsteinn fellur til jarðar. „Við vitum, sögulega, hvaða lofsteinar hafa fallið hvar og hverjar afleiðingarnar voru. Stundum voru þær þannig að heilu vötnin mynduðust,“ sagði Pútín í gær. Um er að ræða eldflaugina sem skotið var á Dnipro í síðustu viku og Pútín segir ekkert loftvarnakerfi geta grandað. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um stigmögnun átaka síðustu daga en Rússar hafa hert bæði árásir sínar og orðræðu eftir að Vesturlönd heimiluðu Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim gegn skotmörkum í Rússlandi. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Selenskís, segir fullyrðingar Pútín um máttleysi loftvarnakerfa gegn Oreshnik-eldflaugunum hreinan tilbúning. Pútín hafi lítinn skilning á vopnum og hafi áður haldið því fram að Kinzhal-flaugar Rússa gætu komist framhjá öllum kerfum en það hefði reynst rangt. Þá heldur Podolyak því einnig fram að Oreshnik sé í raun skáldskapur; um sé að ræða gamla breytta flaug, ekki nýtt vopn. Pútín notaði einnig tækifærið í gær og tjáði sig um stöðu mála vestanhafs. Sagði hann Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta, vel gefinn og að hann myndi finna lausn varðandi Úkraínu. Þá sagði hann Joe Biden, fráfarandi forseta, annað hvort hafa heimilað notkun bandarískra vopna í Úkraínu til að setja Trump í betri samningsstöðu eða til að gera honum erfiðara fyrir varðandi samskiptin við Rússa.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Vladimír Pútín Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira