Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar 25. nóvember 2024 14:12 Í vikunni birtist greinin Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? eftir Magnús Loga Kristinsson myndlistarmann. Þar lýsir hann hversu öflugur menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur verið. Undirrituð eru sammála þeim orðum Magnúsar að „Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra.“ Við undirrituð lýsum af sömu ástæðu yfir stuðningi við Lilju, þakklát fyrir þau fjölmörgu verk sem hún hefur komið til leiðar á undanförnum 7 árum fyrir menningu og skapandi greinar. Klettur í hafinu Á undanförum árum hefur orðið umtalsverð breyting á orðræðu um listirnar sem, eins og Magnús bendir á í greininni, hefur í gegnum tíðina helst verið hampað á tyllidögum.“Þar skiptir framlag Lilju miklu máli, en hún hefur verið óhrædd við að standa með sínum málaflokkum í logni jafnt sem andstreymi. Hún hefur þorað að stíga fram, taka slaginn og benda á staðreyndir til draga fram hversu umfangsmikið framlag menningar- og skapandi greina er til samfélagsins. Þannig hefur hún staðið sem klettur í hafinu með þessum greinum, og það hefur hefur hún gert á tyllidögum jafnt sem öðrum dögum - og framkvæmt í takt við það. Orð hafa staðið upp á punkt og prik Það sem undirrituð kunna virkilega að meta við Lilju er að hún stendur við orð sín, og leggur sig alla fram við að klára þau mál sem hún segist ætla að klára. Löng afrekaskrá hennar varpar skýru ljósi á þetta og við í hinum klassíska söngheimi höfum fylgst með henni vinna af fullum krafti við að koma Þjóðaróperu til leiðar sem yrði lyftistöng fyrir menningarlíf landsins. Þjóðaróperunni er ætlað að þjóna landinu öllu og yrði stofnuð innan Þjóðleikhússins sem þýðir samnýtingu á ýmissi stoðþjónustu eins búningadeildum, markaðsdeildum o.fl. Það gefur aukinn slagkraft fyrir hina listrænu sköpun til að miðla til landsmanna, líkt og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Takk Lilja Við viljum sjá Lilju Alfreðsdóttur áfram á Alþingi. Það er ekki sjálfgefið að í ríkisstjórn sitji jafn afkastamikill ráðherra sem ber hag menningar og skapandi greina raunverulega fyrir brjósti. Við viljum því þakka Lilju fyrir öll hennar góðu störf, lýsa yfir stuðningi við hana og gera okkar til að tryggja eitt lag enn með Lilju á þingi næstu fjögur ár. Höfundar eru Andri Björn Róbertsson, Benedikt Kristjánsson, Edda Austmann Harðardóttir, Eggert Reginn Kjartansson, Egill Árni Pálsson, Guja Sandholt, Hallveig Rúnarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Ólafur Freyr Birkisson, Vera Hjördís Matsdóttir og Þóra Einarsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Menning Framsóknarflokkurinn Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni birtist greinin Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? eftir Magnús Loga Kristinsson myndlistarmann. Þar lýsir hann hversu öflugur menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur verið. Undirrituð eru sammála þeim orðum Magnúsar að „Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra.“ Við undirrituð lýsum af sömu ástæðu yfir stuðningi við Lilju, þakklát fyrir þau fjölmörgu verk sem hún hefur komið til leiðar á undanförnum 7 árum fyrir menningu og skapandi greinar. Klettur í hafinu Á undanförum árum hefur orðið umtalsverð breyting á orðræðu um listirnar sem, eins og Magnús bendir á í greininni, hefur í gegnum tíðina helst verið hampað á tyllidögum.“Þar skiptir framlag Lilju miklu máli, en hún hefur verið óhrædd við að standa með sínum málaflokkum í logni jafnt sem andstreymi. Hún hefur þorað að stíga fram, taka slaginn og benda á staðreyndir til draga fram hversu umfangsmikið framlag menningar- og skapandi greina er til samfélagsins. Þannig hefur hún staðið sem klettur í hafinu með þessum greinum, og það hefur hefur hún gert á tyllidögum jafnt sem öðrum dögum - og framkvæmt í takt við það. Orð hafa staðið upp á punkt og prik Það sem undirrituð kunna virkilega að meta við Lilju er að hún stendur við orð sín, og leggur sig alla fram við að klára þau mál sem hún segist ætla að klára. Löng afrekaskrá hennar varpar skýru ljósi á þetta og við í hinum klassíska söngheimi höfum fylgst með henni vinna af fullum krafti við að koma Þjóðaróperu til leiðar sem yrði lyftistöng fyrir menningarlíf landsins. Þjóðaróperunni er ætlað að þjóna landinu öllu og yrði stofnuð innan Þjóðleikhússins sem þýðir samnýtingu á ýmissi stoðþjónustu eins búningadeildum, markaðsdeildum o.fl. Það gefur aukinn slagkraft fyrir hina listrænu sköpun til að miðla til landsmanna, líkt og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Takk Lilja Við viljum sjá Lilju Alfreðsdóttur áfram á Alþingi. Það er ekki sjálfgefið að í ríkisstjórn sitji jafn afkastamikill ráðherra sem ber hag menningar og skapandi greina raunverulega fyrir brjósti. Við viljum því þakka Lilju fyrir öll hennar góðu störf, lýsa yfir stuðningi við hana og gera okkar til að tryggja eitt lag enn með Lilju á þingi næstu fjögur ár. Höfundar eru Andri Björn Róbertsson, Benedikt Kristjánsson, Edda Austmann Harðardóttir, Eggert Reginn Kjartansson, Egill Árni Pálsson, Guja Sandholt, Hallveig Rúnarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Ólafur Freyr Birkisson, Vera Hjördís Matsdóttir og Þóra Einarsdóttir.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar