Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 25. nóvember 2024 15:21 Í kosningabaráttu er ákveðnum hópum tíðrætt um að allt sé ómögulegt á Íslandi. Ég er mjög bjartsýn að eðlisfari og langar til þess að láta gott af mér leiða í þágu allra landsmanna. Síðustu daga hef ég velt mikið fyrir mér hvort glasið sé hálftómt líkt og haldið er fram hvort það sé hálffult og rúmlega það, heilt á litið. Þrátt fyrir miklar málamiðlanir síðustu tvö kjörtímabil og fordæmalausar áskoranir hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið fjölmörgum góðum málum í gegn á kjörtímabilinu. Á árunum 2013-2023 hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta 63 sinnum. Tekjuskattur hefur verið lækkaður mest á milltekju- og lágtekjufólk, sem er mjög jákvætt. Skattleysismörk erfðafjárskatts hafa verið hækkuð og hækka nú árlega m.v. vísitölu neysluverðs. Skattfrjáls ráðstöfun séreignasparnaðar inn á húsnæðislán hefur nýst gríðarlega vel og mikilvægt er að þetta úrræði verði framlengt líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir í þinglegri meðferð málsins. Verðbólga er að hjaðna og vextir eru loksins að lækka. Þar má þakka uppleggi Sjálfstæðisflokksins um ábyrgð og aðhald við stjórn efnahagsmála, sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Landamærin hafa verið styrkt markvisst og reglur um alþjóðlega vernd aðlagaðar að norrænum reglum. Lögreglan hefur fengið auknar heimildir til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi sem hefur gert var við sig í auknum mæli hér á landi. Kyrrstaðan var rofin í orkumálum eftir níu ár af óvissu með rammaáætlun ókláraða. Einnig voru stofnanir sameinaðar og þar af leiðandi kerfið í kringum orkuöflun stytt. Á næstkomandi kjörtímabili verður að ráðast í frekari græna orkuöflun til þess að byggja undir verðmætasköpun í landinu. Ísland er fremst meðal þjóða hvað nýsköpun varðar. Nýsköpunarfyrirtæki geta nýtt sér skattafrádrátt þegar um er að ræða rannsóknir og þróun á sínum verkefnum. Hugverkaiðnaður hefur stimplað sig inn sem ein af helstu atvinnugreinum þessa lands og útflutningstekjur hafa nær tvöfaldast frá árinu 2018 í þessum geira. Nýsköpun hefur skapað gríðarmörg störf hérlendis og ungt fólk keppist um að koma sinni hugmynd af stað. Stúdentar þessa lands hafa frelsi til þess að velja háskóla hérlendis sökum þess að ráðherra háskólamála hefur fellt niður skólagjöld. Einnig var ráðist í að breyta fjármögnunarlíkani háskólanna. Þetta eru nokkur af þeim málum sem Sjálfstæðismenn hafa komið í gegn og við viljum halda þessari vegferð áfram, efla verðmætasköpun, lækka skatta og huga að velferðinni. Mikilvægt er að kjósa einstaklinga sem horfa á glasið hálffullt en ekki hálftómt. Kjósum bjartsýni og trú á einstaklinginn þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ingveldur Anna Sigurðardóttir Suðurkjördæmi Skattar og tollar Mest lesið Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttu er ákveðnum hópum tíðrætt um að allt sé ómögulegt á Íslandi. Ég er mjög bjartsýn að eðlisfari og langar til þess að láta gott af mér leiða í þágu allra landsmanna. Síðustu daga hef ég velt mikið fyrir mér hvort glasið sé hálftómt líkt og haldið er fram hvort það sé hálffult og rúmlega það, heilt á litið. Þrátt fyrir miklar málamiðlanir síðustu tvö kjörtímabil og fordæmalausar áskoranir hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið fjölmörgum góðum málum í gegn á kjörtímabilinu. Á árunum 2013-2023 hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta 63 sinnum. Tekjuskattur hefur verið lækkaður mest á milltekju- og lágtekjufólk, sem er mjög jákvætt. Skattleysismörk erfðafjárskatts hafa verið hækkuð og hækka nú árlega m.v. vísitölu neysluverðs. Skattfrjáls ráðstöfun séreignasparnaðar inn á húsnæðislán hefur nýst gríðarlega vel og mikilvægt er að þetta úrræði verði framlengt líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir í þinglegri meðferð málsins. Verðbólga er að hjaðna og vextir eru loksins að lækka. Þar má þakka uppleggi Sjálfstæðisflokksins um ábyrgð og aðhald við stjórn efnahagsmála, sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Landamærin hafa verið styrkt markvisst og reglur um alþjóðlega vernd aðlagaðar að norrænum reglum. Lögreglan hefur fengið auknar heimildir til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi sem hefur gert var við sig í auknum mæli hér á landi. Kyrrstaðan var rofin í orkumálum eftir níu ár af óvissu með rammaáætlun ókláraða. Einnig voru stofnanir sameinaðar og þar af leiðandi kerfið í kringum orkuöflun stytt. Á næstkomandi kjörtímabili verður að ráðast í frekari græna orkuöflun til þess að byggja undir verðmætasköpun í landinu. Ísland er fremst meðal þjóða hvað nýsköpun varðar. Nýsköpunarfyrirtæki geta nýtt sér skattafrádrátt þegar um er að ræða rannsóknir og þróun á sínum verkefnum. Hugverkaiðnaður hefur stimplað sig inn sem ein af helstu atvinnugreinum þessa lands og útflutningstekjur hafa nær tvöfaldast frá árinu 2018 í þessum geira. Nýsköpun hefur skapað gríðarmörg störf hérlendis og ungt fólk keppist um að koma sinni hugmynd af stað. Stúdentar þessa lands hafa frelsi til þess að velja háskóla hérlendis sökum þess að ráðherra háskólamála hefur fellt niður skólagjöld. Einnig var ráðist í að breyta fjármögnunarlíkani háskólanna. Þetta eru nokkur af þeim málum sem Sjálfstæðismenn hafa komið í gegn og við viljum halda þessari vegferð áfram, efla verðmætasköpun, lækka skatta og huga að velferðinni. Mikilvægt er að kjósa einstaklinga sem horfa á glasið hálffullt en ekki hálftómt. Kjósum bjartsýni og trú á einstaklinginn þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun