Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 16:12 Snorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni. Ég hef farið með skóna heim í til þess gerðum kössum (skókössum) en þegar þangað er komið og ég hef dregið þá á fætur mér hef ég gjarnan lent í alls konar vanda eftir nokkur skref. Hælsæri er líklega algengastur vandinn og síðan þrengsli um vinstri fót framanverðan vegna vansköpunar sem gerir það að verkum að sá fóturinn ætti betur heima á önd en á manni. Og nú að ástæðu þess að ég sendi þér þetta bréf: Ég er hræddur um að ergelsi þitt út í RÚV sem þú tjáðir í hreyfimynd á samfélagsmiðli sé ein af birtingarmyndum þess að þú ert nú búinn að koma þér í nýjar aðstæður og svo framandi að þú átt erfitt með að sætta þig við þær þegar þeim er lýst af óháðum aðila. Hvað á ég svo við með þessu? Til dæmis þegar starfsmaður RÚV segir í TikTok hreyfimynd að það sé yfirlýst stefna Miðflokksins að enginn megi koma til landsins til þess að leita hælis þá finnst þér vegið að flokknum. Engir hælisleitendur til landsins er sá boðskapur Miðflokksins sem hann hefur lagt áherslu á og væri róttæk breyting frá núverandi skipan. Það er ljóst að þér finnst að RÚV hefði ekki átt að segja frá þessu. Það er líka ljóst að í þessum boðskap endurspeglast það eðli Miðflokksins sem hann ætlar sér að ná í atkvæði út á. Snorri Másson þú verður að læra að horfast í augu við þig sem frambjóðanda Miðflokksins. Þú ert kominn í Miðflokkinn og mátt ekki láta í það skína að þér líki illa við stefnu hans með því að kvarta undan fjölmiðli sem segir frá henni. Annars staðar í hreyfimynd á TikTok segir sami starfsmaður RÚV að Miðflokkurinn hafi efasemdir um hnattræna hlýnun af mannavöldum og vilji draga úr öllum loftlagsaðgerðum sem þeir segi að skili engu. Það er ljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst það beinlínis árás á Miðflokkinn að segja frá þessu stefnumáli hans. Undir lok hreyfimyndarinnar gefur þú það í skyn að starfsmaður RÚV hafi farið mýkri höndum um Samfylkinguna en Miðflokkinn og tekur sem dæmi að hann hafi sagt að meginstefna hennar væri jöfnuður, sjálfbærni og friður. Það er ljóst af opinberum málflutningi Samfylkingarinnar að meginstefna hennar er jöfnuður, sjálfbærni og friður og það er augljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst þessi stefna hljóma betur í munni RÚV en þau tvö mál í stefnu Miðflokksins sem eru rakin hér að ofan. Mér persónulega finnst jöfnuður, sjálfbærni og friður vera svo almenns eðlis að það segi næstum ekki neitt en það er önnur saga. Snorri þú verður að sætta þig við að orð starfsmanns RÚV sem þér mislíka voru lögð honum í munn af Miðflokknum. Framlag starfsmannsins til sögunnar er hverfandi. Ég er hins vegar skíthræddur um að félagar þínir í Miðflokknum fari að veitast að þér fyrir að mislíka við stefnuna.. Þú ert orðinn frambjóðandi fyrir flokk sem hefur að stefnu málefni sem þér finnst hljóma illa, girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig og þar með heiminn eins og hann er. Í gær dreymdi mig að ég sat með föður mínum heitnum og ég var að segja honum hvað mér fyndist það undarlegt að þú kenndir RÚV um stefnumál Miðflokksins eða í það minnsta þann sársauka sem þau valda þér. Faðir minn svaraði því til að það væri nokkuð algengt að stjórnmálamenn fengju óbeit á stefnumálum flokka sem þeir væru í og þá gerðu þeir gjarnan annað af tvennu, skiptu um flokk eða kenndu RÚV um vandann. Og síðan: „Segðu honum að heimurinn sé eins og hann sé og það þýði ekkert fyrir hann að reyna að tala sig frá honum, endanlega sjá allir að um plat sé að ræða. Færðu honum þessa vísu: Platið aldrei er til neins ekkert býr til gaman horfðu nú á heiminn eins og heimurinn er í framan Kári Stefánsson, aðdáandi þinn jafnt nú sem áður. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Kári Stefánsson Ríkisútvarpið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Sjá meira
Snorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni. Ég hef farið með skóna heim í til þess gerðum kössum (skókössum) en þegar þangað er komið og ég hef dregið þá á fætur mér hef ég gjarnan lent í alls konar vanda eftir nokkur skref. Hælsæri er líklega algengastur vandinn og síðan þrengsli um vinstri fót framanverðan vegna vansköpunar sem gerir það að verkum að sá fóturinn ætti betur heima á önd en á manni. Og nú að ástæðu þess að ég sendi þér þetta bréf: Ég er hræddur um að ergelsi þitt út í RÚV sem þú tjáðir í hreyfimynd á samfélagsmiðli sé ein af birtingarmyndum þess að þú ert nú búinn að koma þér í nýjar aðstæður og svo framandi að þú átt erfitt með að sætta þig við þær þegar þeim er lýst af óháðum aðila. Hvað á ég svo við með þessu? Til dæmis þegar starfsmaður RÚV segir í TikTok hreyfimynd að það sé yfirlýst stefna Miðflokksins að enginn megi koma til landsins til þess að leita hælis þá finnst þér vegið að flokknum. Engir hælisleitendur til landsins er sá boðskapur Miðflokksins sem hann hefur lagt áherslu á og væri róttæk breyting frá núverandi skipan. Það er ljóst að þér finnst að RÚV hefði ekki átt að segja frá þessu. Það er líka ljóst að í þessum boðskap endurspeglast það eðli Miðflokksins sem hann ætlar sér að ná í atkvæði út á. Snorri Másson þú verður að læra að horfast í augu við þig sem frambjóðanda Miðflokksins. Þú ert kominn í Miðflokkinn og mátt ekki láta í það skína að þér líki illa við stefnu hans með því að kvarta undan fjölmiðli sem segir frá henni. Annars staðar í hreyfimynd á TikTok segir sami starfsmaður RÚV að Miðflokkurinn hafi efasemdir um hnattræna hlýnun af mannavöldum og vilji draga úr öllum loftlagsaðgerðum sem þeir segi að skili engu. Það er ljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst það beinlínis árás á Miðflokkinn að segja frá þessu stefnumáli hans. Undir lok hreyfimyndarinnar gefur þú það í skyn að starfsmaður RÚV hafi farið mýkri höndum um Samfylkinguna en Miðflokkinn og tekur sem dæmi að hann hafi sagt að meginstefna hennar væri jöfnuður, sjálfbærni og friður. Það er ljóst af opinberum málflutningi Samfylkingarinnar að meginstefna hennar er jöfnuður, sjálfbærni og friður og það er augljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst þessi stefna hljóma betur í munni RÚV en þau tvö mál í stefnu Miðflokksins sem eru rakin hér að ofan. Mér persónulega finnst jöfnuður, sjálfbærni og friður vera svo almenns eðlis að það segi næstum ekki neitt en það er önnur saga. Snorri þú verður að sætta þig við að orð starfsmanns RÚV sem þér mislíka voru lögð honum í munn af Miðflokknum. Framlag starfsmannsins til sögunnar er hverfandi. Ég er hins vegar skíthræddur um að félagar þínir í Miðflokknum fari að veitast að þér fyrir að mislíka við stefnuna.. Þú ert orðinn frambjóðandi fyrir flokk sem hefur að stefnu málefni sem þér finnst hljóma illa, girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig og þar með heiminn eins og hann er. Í gær dreymdi mig að ég sat með föður mínum heitnum og ég var að segja honum hvað mér fyndist það undarlegt að þú kenndir RÚV um stefnumál Miðflokksins eða í það minnsta þann sársauka sem þau valda þér. Faðir minn svaraði því til að það væri nokkuð algengt að stjórnmálamenn fengju óbeit á stefnumálum flokka sem þeir væru í og þá gerðu þeir gjarnan annað af tvennu, skiptu um flokk eða kenndu RÚV um vandann. Og síðan: „Segðu honum að heimurinn sé eins og hann sé og það þýði ekkert fyrir hann að reyna að tala sig frá honum, endanlega sjá allir að um plat sé að ræða. Færðu honum þessa vísu: Platið aldrei er til neins ekkert býr til gaman horfðu nú á heiminn eins og heimurinn er í framan Kári Stefánsson, aðdáandi þinn jafnt nú sem áður. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun