Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar 26. nóvember 2024 15:32 Hvert líður land sem stjórnað er af þeim sem kunni að telja peninga en skilji ekki gildi mannsins? Hér kemur á svið okkar sagan af Bjarna og Simma, tveimur höfðingjum sem hafa setið við stjórnvöl Íslands lengur en flestir vilja muna. Þeir hafa siglt þjóðarskútunni í gegnum myrkur og birtu, en við skulum spyrja; Hvert hefur ferðinni verið heitið? Við skulum byrja á Bjarna. Hann stendur í háa hallargarði sínum, fjárhirslurnar þrútnar af seðlum og skuldabréfum, en hugsunin svo þröng að ekki kemst þar inn draumur um réttlæti. Það má segja að Bjarni sé eins konar Mílanómaður Íslands, hann kann að klæða sig í skrautleg föt fjármála en skilur ekki hvernig maður klæðir sár samfélagsins. Simmi, hinn, er ekki síður sérstakur. Hann hefur verið kallaður "maður fólksins," en það er líklega aðeins vegna þess að hann stendur svo oft í kringum fólk í myndavélaljósinu. Verk hans á sviði mannréttinda hafa þó verið svo léttvæg að ef þau væru sett á vogarskál við vindhviðu myndu þau sveiflast á brott. Hann hefur talað fyrir jafnræði, en það jafnræði virðist alltaf einhvern veginn skila sér til þeirra sem hafa það nú þegar bærilegt. En hvað hafa þessir tveir höfðingjar í raun gert fyrir þá sem standa höllum fæti? Ekki nema sárar minningar um loforð sem brotnuðu áður en þau náðu út í loftið. Við eigum foreldra fatlaðra barna og fullorðinna sem bíða óþreyjufull eftir stuðningi eða réttindagæslu. Við eigum heimilislausa sem standa í biðröðum fyrir utan hús sem aldrei opnast. Og við eigum öldruð hjón sem þurfa að velja á milli hita og matar. Það er eins og Bjarni og Simmi séu fastir í þeirri trú að hagvöxtur sé lækning við öllum meinum, án þess að átta sig á því að hagvöxturinn nær sjaldan þeim sem helst þurfa á honum að halda. Það er gaman að hugsa til þess hvernig Halldór Laxness hefði skrifað um þá félaga. Hann hefði líklega sett þá í skáldsögu, kannski kallað þá Bjarna peninga og Simma sjónhverfingarmann. Bókin hefði byrjað í glæsilegum salarkynnum, en enda í kotbýli þar sem bændafólk situr og dregur skítuga ull úr rekkju. Það er kaldhæðni í því að þeir sem hafa það best, skuli sjaldnast skilja hvað það er að eiga ekki neitt. Við verðum þó að enda þetta með von. Ísland hefur lifað af meiri storma en Bjarna og Simma. Það hefur rísað úr öskustó í bókstaflegri merkingu, og það mun gera það aftur. Til þess þarf nýja leiðtoga, ekki aðeins þá sem tala fyrir fólkið, heldur þá sem standa með því. Það þarf stjórnendur sem skilja að hagkerfið er ekki markmið heldur verkfæri. Þá fyrst getum við vonað að þau sem standa höllum fæti fái að njóta lífsins til jafns við þá sem það hafa fengið í arf. Þar liggja sönn mannréttindi. Og það er hlutverk okkar allra að krefjast þess, því Bjarni og Simmi munu ekki gera það fyrir okkur. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Hvert líður land sem stjórnað er af þeim sem kunni að telja peninga en skilji ekki gildi mannsins? Hér kemur á svið okkar sagan af Bjarna og Simma, tveimur höfðingjum sem hafa setið við stjórnvöl Íslands lengur en flestir vilja muna. Þeir hafa siglt þjóðarskútunni í gegnum myrkur og birtu, en við skulum spyrja; Hvert hefur ferðinni verið heitið? Við skulum byrja á Bjarna. Hann stendur í háa hallargarði sínum, fjárhirslurnar þrútnar af seðlum og skuldabréfum, en hugsunin svo þröng að ekki kemst þar inn draumur um réttlæti. Það má segja að Bjarni sé eins konar Mílanómaður Íslands, hann kann að klæða sig í skrautleg föt fjármála en skilur ekki hvernig maður klæðir sár samfélagsins. Simmi, hinn, er ekki síður sérstakur. Hann hefur verið kallaður "maður fólksins," en það er líklega aðeins vegna þess að hann stendur svo oft í kringum fólk í myndavélaljósinu. Verk hans á sviði mannréttinda hafa þó verið svo léttvæg að ef þau væru sett á vogarskál við vindhviðu myndu þau sveiflast á brott. Hann hefur talað fyrir jafnræði, en það jafnræði virðist alltaf einhvern veginn skila sér til þeirra sem hafa það nú þegar bærilegt. En hvað hafa þessir tveir höfðingjar í raun gert fyrir þá sem standa höllum fæti? Ekki nema sárar minningar um loforð sem brotnuðu áður en þau náðu út í loftið. Við eigum foreldra fatlaðra barna og fullorðinna sem bíða óþreyjufull eftir stuðningi eða réttindagæslu. Við eigum heimilislausa sem standa í biðröðum fyrir utan hús sem aldrei opnast. Og við eigum öldruð hjón sem þurfa að velja á milli hita og matar. Það er eins og Bjarni og Simmi séu fastir í þeirri trú að hagvöxtur sé lækning við öllum meinum, án þess að átta sig á því að hagvöxturinn nær sjaldan þeim sem helst þurfa á honum að halda. Það er gaman að hugsa til þess hvernig Halldór Laxness hefði skrifað um þá félaga. Hann hefði líklega sett þá í skáldsögu, kannski kallað þá Bjarna peninga og Simma sjónhverfingarmann. Bókin hefði byrjað í glæsilegum salarkynnum, en enda í kotbýli þar sem bændafólk situr og dregur skítuga ull úr rekkju. Það er kaldhæðni í því að þeir sem hafa það best, skuli sjaldnast skilja hvað það er að eiga ekki neitt. Við verðum þó að enda þetta með von. Ísland hefur lifað af meiri storma en Bjarna og Simma. Það hefur rísað úr öskustó í bókstaflegri merkingu, og það mun gera það aftur. Til þess þarf nýja leiðtoga, ekki aðeins þá sem tala fyrir fólkið, heldur þá sem standa með því. Það þarf stjórnendur sem skilja að hagkerfið er ekki markmið heldur verkfæri. Þá fyrst getum við vonað að þau sem standa höllum fæti fái að njóta lífsins til jafns við þá sem það hafa fengið í arf. Þar liggja sönn mannréttindi. Og það er hlutverk okkar allra að krefjast þess, því Bjarni og Simmi munu ekki gera það fyrir okkur. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun