Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar 27. nóvember 2024 12:22 Ég hef verið lögreglumaður í hátt í fjóra áratugi. Síðustu ár hef ég verið fulltrúi íslenskra lögregluyfirvalda hjá Europol, löggæslustofnun Evrópusambandsins. Fyrir og eftir veru mína þar hef ég stýrt rannsóknarsviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem rannsökuð eru skipulögð og alvarleg brotastarfsemi, s.s. kynferðisbrot, ofbeldisbrot, og peningaþvætti. Það er skemmst frá því að segja að málefni barna koma við sögu í öllum þessum málaflokkum á einn eða annan hátt, hvort sem brotið er gegn börnum eða þau sjálf brotleg. Það er sammerkt með aðstæðum á Íslandi og annars staðar í Evrópu að málefni barna eru alls staðar til umræðu. Nægir þar að nefna þann vanda sem Svíar hafa staðið frammi fyrir undanfarin ár og teygir nú anga sína til hinna Norðurlandanna. Ofbeldi gegn börnum Algengasta birtingarmynd ofbeldis gegn börnum er heimilisofbeldi, þ.e. þegar aðrir fjölskyldumeðlimir beita barn ofbeldi eða barn er á heimili þar sem ofbeldi er beitt. Undanfarinn áratug hefur lögreglan unnið eftir sérstöku verklagi þegar kemur að heimilisofbeldismálum. Sú vinna er í nánu sambandi við barnavernd og félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags. Markmið þessarar nálgunar er að brjóta upp neikvætt mynstur og er horft til þess að heimilisofbeldi sé ein heild en ekki samansafn einstakra tilvika. Afleiðingar langvarandi ofbeldis á heimilum eru skelfilegar. Börn sem upplifa heimilið ekki sem griðarstað eru margfalt líklegri til að flosna upp úr námi, leiðast út í neyslu og einangrast. Öll þau sem koma að málefnum þessara barna verða að búa yfir bjargráðum til að aðstoða börn í þessum áhættuhópi. Þar þarf að fá sem flesta að borðinu og skapa sátt um aðgerðir. Mál sem varða börn í viðkvæmri stöðu eru oftar en ekki með flóknustu málum lögreglunnar hverju sinni og það er alls ekki sama hvernig á þeim er tekið. Börn sem beita ofbeldi Fyrir nokkrum árum bar mikið á því að börn á aldursbilinu 13 til 18 ára voru að birta myndbönd af ofbeldi og niðurlægingu sem þau beittu önnur börn á svipuðum aldri. Á þessu var tekið með samstilltu átaki lögreglu og barnaverndarnefnda og eftir það dró mjög úr þessari hegðun ungmenna. En þessi hegðun blossar alltaf upp annað slagið. Lögreglan tekur á þessum málum með mismunandi hætti eftir aldri gerandans. Það er tilfinning þeirra sem starfað hafa í lögreglunni að netnotkun þar sem ofbeldi er normalíserað sé ástæða þessarar hegðunar og það verður ekki sagt nógu oft að foreldrar og forráðamenn og jafnvel kennarar og þjálfarar/leiðbeinendur í tómstundastarfi þurfa að tala við börn um hegðun sem þessa og freista þess að koma til skila alvarlegum afleiðingum hegðunarinnar. Innan lögreglu kæmi fræðsla sem þessi í hlut samfélagslögreglumanna en undanfarið hefur verið lagt upp með að auka hlut slíkrar löggæslu. Afleiðingar fyrir barn sem verður fyrir ofbeldi og niðurlægingu jafnaldra sinna geta verið mjög alvarlegar. Börn geta freistast til þess að hefna sín og þá er hætta á því að viðbrögðin verði yfirdrifin vegna hræðslu og þá jafnvel að vopnum sé beitt. Hnífaburður ungmenna hefur aukist mjög undanfarin ár og hefur lögregla lýst áhyggjum sínum af þessari þróun. Flest börn segja að þau hafi með sér hnífa til að verja sig. Það er nauðsynlegt að ræða það við börn alls staðar að slíkt sé óásættanleg afstaða og að sjá til þess að þau geri sér grein fyrir hættunni sem af þessu hlýst. Mál undanfarinna mánaða og ára þar sem börn og ungt fólk hafa beitt hnífi með mjög alvarlegum afleiðingum eru til marks um hættuna sem fylgir því að fólk, þar með talið börn, gangi um með hnífa. Hvað er til ráða? Öflugar forvarnir er grundvöllur þess að árangur náist í málum sem snúa að öryggi barna á Íslandi. Við verðum að vinda ofan af þeirri þróun sem við sjáum allt í kringum okkur og grípa til aðgerða hið snarasta. Slíkar aðgerðir verða að ná til og vera í fullu samráði við foreldra, skólafólk, þjálfara og leiðbeinendur í íþróttum og tómstundastarfi, barnavernd og lögreglu. Ef við náum árangri varðandi börn í viðkvæmri stöðu þá verður hann sýnilegur á svo margan hátt. Það er til mikils að vinna ef okkur tekst með samhentu átaki að grípa börn í hættu. Höfundur er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og skipar þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ofbeldi gegn börnum Viðreisn Grímur Grímsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið lögreglumaður í hátt í fjóra áratugi. Síðustu ár hef ég verið fulltrúi íslenskra lögregluyfirvalda hjá Europol, löggæslustofnun Evrópusambandsins. Fyrir og eftir veru mína þar hef ég stýrt rannsóknarsviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem rannsökuð eru skipulögð og alvarleg brotastarfsemi, s.s. kynferðisbrot, ofbeldisbrot, og peningaþvætti. Það er skemmst frá því að segja að málefni barna koma við sögu í öllum þessum málaflokkum á einn eða annan hátt, hvort sem brotið er gegn börnum eða þau sjálf brotleg. Það er sammerkt með aðstæðum á Íslandi og annars staðar í Evrópu að málefni barna eru alls staðar til umræðu. Nægir þar að nefna þann vanda sem Svíar hafa staðið frammi fyrir undanfarin ár og teygir nú anga sína til hinna Norðurlandanna. Ofbeldi gegn börnum Algengasta birtingarmynd ofbeldis gegn börnum er heimilisofbeldi, þ.e. þegar aðrir fjölskyldumeðlimir beita barn ofbeldi eða barn er á heimili þar sem ofbeldi er beitt. Undanfarinn áratug hefur lögreglan unnið eftir sérstöku verklagi þegar kemur að heimilisofbeldismálum. Sú vinna er í nánu sambandi við barnavernd og félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags. Markmið þessarar nálgunar er að brjóta upp neikvætt mynstur og er horft til þess að heimilisofbeldi sé ein heild en ekki samansafn einstakra tilvika. Afleiðingar langvarandi ofbeldis á heimilum eru skelfilegar. Börn sem upplifa heimilið ekki sem griðarstað eru margfalt líklegri til að flosna upp úr námi, leiðast út í neyslu og einangrast. Öll þau sem koma að málefnum þessara barna verða að búa yfir bjargráðum til að aðstoða börn í þessum áhættuhópi. Þar þarf að fá sem flesta að borðinu og skapa sátt um aðgerðir. Mál sem varða börn í viðkvæmri stöðu eru oftar en ekki með flóknustu málum lögreglunnar hverju sinni og það er alls ekki sama hvernig á þeim er tekið. Börn sem beita ofbeldi Fyrir nokkrum árum bar mikið á því að börn á aldursbilinu 13 til 18 ára voru að birta myndbönd af ofbeldi og niðurlægingu sem þau beittu önnur börn á svipuðum aldri. Á þessu var tekið með samstilltu átaki lögreglu og barnaverndarnefnda og eftir það dró mjög úr þessari hegðun ungmenna. En þessi hegðun blossar alltaf upp annað slagið. Lögreglan tekur á þessum málum með mismunandi hætti eftir aldri gerandans. Það er tilfinning þeirra sem starfað hafa í lögreglunni að netnotkun þar sem ofbeldi er normalíserað sé ástæða þessarar hegðunar og það verður ekki sagt nógu oft að foreldrar og forráðamenn og jafnvel kennarar og þjálfarar/leiðbeinendur í tómstundastarfi þurfa að tala við börn um hegðun sem þessa og freista þess að koma til skila alvarlegum afleiðingum hegðunarinnar. Innan lögreglu kæmi fræðsla sem þessi í hlut samfélagslögreglumanna en undanfarið hefur verið lagt upp með að auka hlut slíkrar löggæslu. Afleiðingar fyrir barn sem verður fyrir ofbeldi og niðurlægingu jafnaldra sinna geta verið mjög alvarlegar. Börn geta freistast til þess að hefna sín og þá er hætta á því að viðbrögðin verði yfirdrifin vegna hræðslu og þá jafnvel að vopnum sé beitt. Hnífaburður ungmenna hefur aukist mjög undanfarin ár og hefur lögregla lýst áhyggjum sínum af þessari þróun. Flest börn segja að þau hafi með sér hnífa til að verja sig. Það er nauðsynlegt að ræða það við börn alls staðar að slíkt sé óásættanleg afstaða og að sjá til þess að þau geri sér grein fyrir hættunni sem af þessu hlýst. Mál undanfarinna mánaða og ára þar sem börn og ungt fólk hafa beitt hnífi með mjög alvarlegum afleiðingum eru til marks um hættuna sem fylgir því að fólk, þar með talið börn, gangi um með hnífa. Hvað er til ráða? Öflugar forvarnir er grundvöllur þess að árangur náist í málum sem snúa að öryggi barna á Íslandi. Við verðum að vinda ofan af þeirri þróun sem við sjáum allt í kringum okkur og grípa til aðgerða hið snarasta. Slíkar aðgerðir verða að ná til og vera í fullu samráði við foreldra, skólafólk, þjálfara og leiðbeinendur í íþróttum og tómstundastarfi, barnavernd og lögreglu. Ef við náum árangri varðandi börn í viðkvæmri stöðu þá verður hann sýnilegur á svo margan hátt. Það er til mikils að vinna ef okkur tekst með samhentu átaki að grípa börn í hættu. Höfundur er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og skipar þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun