Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2024 14:02 Lífeyrissjóður Verslunarmanna fór með málið beint í Hæstarétt. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur skorið á hnútinn í deilu Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og sjóðfélaga vegna meintrar eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri. Eignafærslan er lögmæt. Niðurstaðan var kveðin upp í Hæstarétti klukkan 14. Dómurinn hefur verið birtur og hann má lesa hér. Í samantekt á dóminum segir að Hæstiréttur hafi talið að að þótt lífeyrissjóðurinn hefði getað brugðist við breyttum lífslíkum sjóðfélaga sinna með öðrum hætti þá hefðu breytingarnar stefnt að lögmætu markmiði, byggst á málefnalegum sjónarmiðum og gætt hefði verið að jafnræði og meðalhófi. Að því virtu hafi þær verið taldar vera innan þess svigrúms sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna nýtur, þær hefðu haft stoð í lögum og væru ekki í andstöðu við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála Evrópu. Fjöldi lífeyrissjóða undir Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 30. nóvember var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild LIVE fæddur árið 1982 þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um þarsíðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Lífeyrissjóðir brugðust við öldrun þjóðarinnar Breytingarnar fólust í að sjóðurinn var að sögn LIVE að bregðast við nýjum dánar- og eftirlifendatöflum þar sem gert er ráð fyrir að sérhver árgangur lifi lengur en árgangurinn á undan. Sjóðurinn taldi sér skylt að taka mið af þessu og lækkaði áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldri. Þannig var greiðslum dreift yfir lengra tímabil hjá yngri kynslóðum en þeim eldri því sjóðurinn gerir ráð fyrir að þær yngri lifi lengur en þær eldri. Aðrir lífeyrissjóðir sem gerðu sambærilegar breytingar eru Gildi lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins í A-deild og SL lífeyrissjóður. Fengu að sleppa Landsrétti Lífeyrissjóður Verslunarmanna óskaði eftir leyfi til þess að fá að skjóta málinu beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Í ákvörðun Hæstaréttar, sem tekin var í febrúar þessa árs, sagði að að virtum gögnum málsins yrði að líta svo á að dómur í því gæti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá væru ekki fyrir hendi í málinu þær aðstæður sem komið gætu í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar yrði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Uppfært klukkan 15:20. Dómur Hæstaréttar hefur nú verið birtur og fyrirsögn fréttarinnar breytt til að endurspegla betur forsendur hans. Dómsmál Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Niðurstaðan var kveðin upp í Hæstarétti klukkan 14. Dómurinn hefur verið birtur og hann má lesa hér. Í samantekt á dóminum segir að Hæstiréttur hafi talið að að þótt lífeyrissjóðurinn hefði getað brugðist við breyttum lífslíkum sjóðfélaga sinna með öðrum hætti þá hefðu breytingarnar stefnt að lögmætu markmiði, byggst á málefnalegum sjónarmiðum og gætt hefði verið að jafnræði og meðalhófi. Að því virtu hafi þær verið taldar vera innan þess svigrúms sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna nýtur, þær hefðu haft stoð í lögum og væru ekki í andstöðu við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála Evrópu. Fjöldi lífeyrissjóða undir Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 30. nóvember var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild LIVE fæddur árið 1982 þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um þarsíðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Lífeyrissjóðir brugðust við öldrun þjóðarinnar Breytingarnar fólust í að sjóðurinn var að sögn LIVE að bregðast við nýjum dánar- og eftirlifendatöflum þar sem gert er ráð fyrir að sérhver árgangur lifi lengur en árgangurinn á undan. Sjóðurinn taldi sér skylt að taka mið af þessu og lækkaði áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldri. Þannig var greiðslum dreift yfir lengra tímabil hjá yngri kynslóðum en þeim eldri því sjóðurinn gerir ráð fyrir að þær yngri lifi lengur en þær eldri. Aðrir lífeyrissjóðir sem gerðu sambærilegar breytingar eru Gildi lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins í A-deild og SL lífeyrissjóður. Fengu að sleppa Landsrétti Lífeyrissjóður Verslunarmanna óskaði eftir leyfi til þess að fá að skjóta málinu beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Í ákvörðun Hæstaréttar, sem tekin var í febrúar þessa árs, sagði að að virtum gögnum málsins yrði að líta svo á að dómur í því gæti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá væru ekki fyrir hendi í málinu þær aðstæður sem komið gætu í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar yrði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Uppfært klukkan 15:20. Dómur Hæstaréttar hefur nú verið birtur og fyrirsögn fréttarinnar breytt til að endurspegla betur forsendur hans.
Dómsmál Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira