Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 18:00 Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Móðir sextán ára stúlku með einhverfu og fíknivanda fann sig knúna til að senda hana á meðferðarheimili í Suður Afríku því hún hafði ítrekað komið að lokuðum dyrum á Íslandi. Hún mat ástand dóttur sinnar sem svo að hún væri í bráðri hættu. Við ræðum við móðurina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Erlendir fjárfestar buðu nýlega margfalt markaðsverð fyrir jörð vegna vatnsauðlinda og ásældust fjölda annarra jarða í sömu sveitinni að sögn bónda. Orkustofnun hefur þurft að bregðast við ofnotkun vatns vegna aukins ágangs fyrirtækja í auðlindina. Þá verðum við í beinni útsendingu frá Karphúsinu, þar sem læknar og ríkið hafa boðað að skrifað verði undir kjarasamning þegar líður á kvöldið. Ekkert virðist hins vegar þokast í viðræðum kennara og sveitarfélaga. Langþreyttir aðstandendur verkfallsbarna verða til viðtals í beinni . Ekkert nema eyðileggingin blasir við þúsundum Líbana sem snúið hafa heim til sín eftir að samkomulag náðist um vopnahlé Ísraela og Hezbollah. Við heyrum í Líbönum sem fagna vopnahléinu, þrátt fyrir að heimili þeirra séu rústir einar. Kristján Már Unnarsson færir okkur nýjustu tíðindi af Hvammsvirkjun. Inntakslón sem myndast vegna hinnar fyrirhuguðu virkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. Haukum var í dag dæmdur ósigur gegn ÍBV í bikarkeppninni í handbolta vegna vanda við leikskýrslugerð. Haukamenn fengu tíðindin þegar þeir lentu í Munchen í morgun. Okkar maður Valur Páll fer yfir málið frá Munchen. Og í Íslandi í dag fer Sindri Sindrason í morgunkaffi til Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Erlendir fjárfestar buðu nýlega margfalt markaðsverð fyrir jörð vegna vatnsauðlinda og ásældust fjölda annarra jarða í sömu sveitinni að sögn bónda. Orkustofnun hefur þurft að bregðast við ofnotkun vatns vegna aukins ágangs fyrirtækja í auðlindina. Þá verðum við í beinni útsendingu frá Karphúsinu, þar sem læknar og ríkið hafa boðað að skrifað verði undir kjarasamning þegar líður á kvöldið. Ekkert virðist hins vegar þokast í viðræðum kennara og sveitarfélaga. Langþreyttir aðstandendur verkfallsbarna verða til viðtals í beinni . Ekkert nema eyðileggingin blasir við þúsundum Líbana sem snúið hafa heim til sín eftir að samkomulag náðist um vopnahlé Ísraela og Hezbollah. Við heyrum í Líbönum sem fagna vopnahléinu, þrátt fyrir að heimili þeirra séu rústir einar. Kristján Már Unnarsson færir okkur nýjustu tíðindi af Hvammsvirkjun. Inntakslón sem myndast vegna hinnar fyrirhuguðu virkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. Haukum var í dag dæmdur ósigur gegn ÍBV í bikarkeppninni í handbolta vegna vanda við leikskýrslugerð. Haukamenn fengu tíðindin þegar þeir lentu í Munchen í morgun. Okkar maður Valur Páll fer yfir málið frá Munchen. Og í Íslandi í dag fer Sindri Sindrason í morgunkaffi til Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira