Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar 29. nóvember 2024 07:12 Helsta forgangsmál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins berst fyrir að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á einnig við um landsbyggðina og sjávarbyggðir. Ein gjöfulustu fiskimið í heimi eru í hafinu undan ströndum Íslands. Þessa auðlind hafa forfeður okkar nýtt frá landnámi og er hún grundvöllur byggðar í landinu við sjávarsíðuna. Íbúar sjávarbyggðanna eiga nýtingarrétt til fiskimiðanna undan ströndum byggðanna. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum undan ströndum sjávarbyggða eru skerðing á búseturétti íbúa þeirra. Kvótakerfinu í sjávarútvegi var komið á til bráðabirgða 1984 og hefur það haft gríðarlegar afleiðingar fyrir margar sjávarbyggðir. Aflamark í þorski var ákveðið 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn. Það eru sömu veiðiheimildir og í dag árið 2024. Árangurinn er enginn. Örfáir útgerðarmenn hafa náð til sín stærstum hluta veiðiheimilda og lítt hefur verið skeytt um afkomu sjávarbyggðanna. Atvinnufrelsi íbúanna hefur verið tekið frá þeim og sjávarbyggðunum hefur hnignað og íbúum fækkar og margar þeirra eru brothættar byggðir. Kvótakerfið var sett á til verndar fiskistofna og á einungis að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Stjórnarskráin er skýr þegar kemur að atvinnufrelsi og segir þar að; öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. (75. gr.) Handfæraveiðar á krók ógna ekki fiskistofnum og á því að gefa frjálsar. Því skortir rök fyrir takmörkun á atvinnufrelsi íbúa sjávarbyggðanna til handfæraveiða. Það eru ekki almannahagsmunir fyrir hendi til að takmarka handfæraveiðar við Íslandsstrendur. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Í lögbók Íslendinga um árhundruð, Jónsbók frá 1282, sem enn eru kaflar úr í lagasafninu segir eftirfarandi: Allir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at ósekju. Handfæraveiðar voru stundaðar öldum saman við Íslandsstrendur, alveg frá landnámi, þar til kvótakerfinu var komið á fót. Strandveiðar hafa reynst vel fyrir hinar dreifðu sjávarbyggðir og hleypt nýju lífi í byggðarlögin þann stutta tíma sem þær hafa verið leyfðar á sumrin. Til að tryggja áframhaldandi búsetu við sjávarsíðuna verður að viðurkenna nýtingarrétt sjávarbyggðanna. Það er viðurkenning á atvinnufrelsi og búseturétti íbúa sjávarbyggðanna. Mikilvægt er að endurreisa þennan rétt íbúa sjávarbyggðanna til að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum með rekstri lítilla fjölskyldufyrirtækja sem gera út á strandveiðar. Öflug smábátaútgerð mun hleypa nýju lífi í sjávarbyggðirnar og er forsenda fjölbreytts atvinnulífs og mannlífs. Það heldur landinu öllu í byggð og er þjóðhagslega hagkvæmt. Strandveiðar eru umhverfisvænar og valda minnstu raski í hafrýminu enda stundaðar á kyrrstæð veiðarfæri, krók. Þær hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Þær hafa gefið nýjum aðilum og ungu fólki tækifæri til hefja veiðar. Smábátaútgerð hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af á landsbyggðinni. Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er réttindabarátta. Barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Aflahámark sem takmarkar fiskveiðar á aðeins að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Þetta er einnig barátta fyrir jöfnum búseturétti og rétti íbúa sjávarbyggðanna á landsbyggðinni, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Íbúar sjávarbyggðanna eiga skilið að fá að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða. Flokkur fólksins hefur það sem forgangsmál að stórefla strandveiðar og gefa frjálsar handfæraveiðar smábáta. Íbúar sjávarbyggða skulu njóta aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum á sjávarplássin víðs vegar um landið. Lagfæra þarf handónýtt byggðakvótakerfi fjórflokksins. Breytum lögum og kveðum á um að allur afli skuli fara á markað, til að tryggja sanngjarnt uppgjör til sjómanna. Þetta eru allt skref til sátta í deilum um sjávarútvegsmál, sem hafa áratugum saman skaðað tiltrú almennings á stjórnkerfið og stjórnmálin. Flokkur fólksins mun gera frjálsar handfæraveiðar og réttindabaráttu sjávarbyggðanna að forgangsmáli eftir kosningar. Kjósum x-F. Kjósum atvinnufrelsi og frjálsar krókaveiðar til handa íbúum sjávarbyggðanna. Fólkið fyrst – og svo allt hitt! Höfundur er þingmaður og oddviti F-lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Byggðamál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Helsta forgangsmál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins berst fyrir að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á einnig við um landsbyggðina og sjávarbyggðir. Ein gjöfulustu fiskimið í heimi eru í hafinu undan ströndum Íslands. Þessa auðlind hafa forfeður okkar nýtt frá landnámi og er hún grundvöllur byggðar í landinu við sjávarsíðuna. Íbúar sjávarbyggðanna eiga nýtingarrétt til fiskimiðanna undan ströndum byggðanna. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum undan ströndum sjávarbyggða eru skerðing á búseturétti íbúa þeirra. Kvótakerfinu í sjávarútvegi var komið á til bráðabirgða 1984 og hefur það haft gríðarlegar afleiðingar fyrir margar sjávarbyggðir. Aflamark í þorski var ákveðið 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn. Það eru sömu veiðiheimildir og í dag árið 2024. Árangurinn er enginn. Örfáir útgerðarmenn hafa náð til sín stærstum hluta veiðiheimilda og lítt hefur verið skeytt um afkomu sjávarbyggðanna. Atvinnufrelsi íbúanna hefur verið tekið frá þeim og sjávarbyggðunum hefur hnignað og íbúum fækkar og margar þeirra eru brothættar byggðir. Kvótakerfið var sett á til verndar fiskistofna og á einungis að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Stjórnarskráin er skýr þegar kemur að atvinnufrelsi og segir þar að; öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. (75. gr.) Handfæraveiðar á krók ógna ekki fiskistofnum og á því að gefa frjálsar. Því skortir rök fyrir takmörkun á atvinnufrelsi íbúa sjávarbyggðanna til handfæraveiða. Það eru ekki almannahagsmunir fyrir hendi til að takmarka handfæraveiðar við Íslandsstrendur. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Í lögbók Íslendinga um árhundruð, Jónsbók frá 1282, sem enn eru kaflar úr í lagasafninu segir eftirfarandi: Allir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at ósekju. Handfæraveiðar voru stundaðar öldum saman við Íslandsstrendur, alveg frá landnámi, þar til kvótakerfinu var komið á fót. Strandveiðar hafa reynst vel fyrir hinar dreifðu sjávarbyggðir og hleypt nýju lífi í byggðarlögin þann stutta tíma sem þær hafa verið leyfðar á sumrin. Til að tryggja áframhaldandi búsetu við sjávarsíðuna verður að viðurkenna nýtingarrétt sjávarbyggðanna. Það er viðurkenning á atvinnufrelsi og búseturétti íbúa sjávarbyggðanna. Mikilvægt er að endurreisa þennan rétt íbúa sjávarbyggðanna til að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum með rekstri lítilla fjölskyldufyrirtækja sem gera út á strandveiðar. Öflug smábátaútgerð mun hleypa nýju lífi í sjávarbyggðirnar og er forsenda fjölbreytts atvinnulífs og mannlífs. Það heldur landinu öllu í byggð og er þjóðhagslega hagkvæmt. Strandveiðar eru umhverfisvænar og valda minnstu raski í hafrýminu enda stundaðar á kyrrstæð veiðarfæri, krók. Þær hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Þær hafa gefið nýjum aðilum og ungu fólki tækifæri til hefja veiðar. Smábátaútgerð hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af á landsbyggðinni. Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er réttindabarátta. Barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Aflahámark sem takmarkar fiskveiðar á aðeins að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Þetta er einnig barátta fyrir jöfnum búseturétti og rétti íbúa sjávarbyggðanna á landsbyggðinni, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Íbúar sjávarbyggðanna eiga skilið að fá að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða. Flokkur fólksins hefur það sem forgangsmál að stórefla strandveiðar og gefa frjálsar handfæraveiðar smábáta. Íbúar sjávarbyggða skulu njóta aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum á sjávarplássin víðs vegar um landið. Lagfæra þarf handónýtt byggðakvótakerfi fjórflokksins. Breytum lögum og kveðum á um að allur afli skuli fara á markað, til að tryggja sanngjarnt uppgjör til sjómanna. Þetta eru allt skref til sátta í deilum um sjávarútvegsmál, sem hafa áratugum saman skaðað tiltrú almennings á stjórnkerfið og stjórnmálin. Flokkur fólksins mun gera frjálsar handfæraveiðar og réttindabaráttu sjávarbyggðanna að forgangsmáli eftir kosningar. Kjósum x-F. Kjósum atvinnufrelsi og frjálsar krókaveiðar til handa íbúum sjávarbyggðanna. Fólkið fyrst – og svo allt hitt! Höfundur er þingmaður og oddviti F-lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun