ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 15:42 Það komu núna tvær rangfærslu greinar á vísir um Evrópusambandið. Önnur er frá formanni einangrunar samtakanna Heimssýn og hin er frá Hjörtur J. Guðmundsson sem hefur þann eina starfa í dag að skrifa greinar andstæðar Evrópusambandinu. Báðar þessar greinar eru byggðar á rangfærslum. Byrjum á greininni sem formaður Heimssýnar skrifaði (Haraldur Ólafsson). Evrópusambandið starfar eingöngu í Evrópu Það mætti halda að þetta væri ekki flókið en þetta er samt eitthvað að þvælast fyrir Heimssýn. Þar sem ljóst er að Evrópusambandið starfar eingöngu í Evrópu. Því er sjálfsagt að þjóðir sem eru innan Evrópu fái að ganga í Evrópusambandið. Þjóðir í Afríku hafa allar (nema þeim sem er búið að víkja úr tímabundið) gengið í Afríkubandalagið sem er að leggja grunn að efnahagslegu bandalagi í Afríku. Þar eru 55 þjóðir í því bandalagi. Þarna á að búa til tollabandalag, myntbandalag og efnahagsbandalag 55 þjóða. Þegar þessu verður lokið eftir nokkuð marga áratugi, þá verður þarna gífurlega öflug efnahagsbandalag í Afríku. Síðan er Ísland þjóð í Evrópu. Ég veit ekki hvaða svæði heimsins Haraldur Ólafsson telur íslendinga tilheyra en það má lesa úr grein hans að hann telur íslendinga ekki tilheyra Evrópu. Síðan er það fáránlegt að sjá formann Heimssýnar saka Evrópusambandið um einangrunarstefnu. Þegar raunveruleikinn er að Evrópusambandið gerir mest að því að tryggja viðskiptahagsmuni aðildarríkja sinna og viðskipti milli aðildarríkja. Það er Heimssýn sem vill einangra Ísland, gera lífið á Íslandi erfiðara og dýrara en það er nú þegar í dag. Síðan hefur útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verið hörmung og heldur áfram að vera það. Kostnaður við matvæli ríkur upp í Bretlandi núna, fólk fæst ekki vinnu til þess að ná inn uppskeru þar sem búið er að enda frjálsa för til Bretlands. Efnahagurinn er einnig hægt og rólega að skreppa saman hjá Bretum og er núna talað um að Bretland hefði aldrei átt að ganga úr Evrópusambandinu og að andstæðingar Evrópusambandsins í Bretlandi hafi gert neitt annað en að ljúga að fólki til þess að fá fram þeirra niðurstöðu í kosningunum 2016 um aðild að Evrópusambandinu í Bretlandi. Það ríkir algjört skilningsleysi á útflutningi Íslands og efnahag í þessari grein. Meirihluti alls þess sem íslendingar framleiða fer á markað innan Evrópusambandsins. Þannig hefur það verið í marga áratugi og er ekki að fara að breytast. Íslendingar eru því alltaf háðir því sem gerist innan Evrópusambandsins. Því er betra að vera innan Evrópusambandsins sem fullur aðili heldur en ríki sem stendur fyrir utan, án áhrifa og valda. Alþjóðleg stjórnmál eru flókin og alþjóðleg viðskipti tvöfalt það. Það búa kannski aðeins 5% jarðarbúa í Evrópusambandinu en það er samt rúmlega 449 milljónir manna sem um ræðir. Það er ranglega fullyrt í greininni að innan Evrópu sé viðvarandi fátækt. Það er verið að leysa það vandamál en það tekur tíma og það ferli er mjög hægfara. Síðan er Haraldur Ólafsson að kenna Úkraínu um innrás og innlimun rússlands á landsvæði sem tilheyrir Úkraínu með þessari hérna fullyrðingu „[...] en ekki samband aðeins 5% jarðarbúa sem ætti í sífelldum vandræðum vegna innri sundrungar, viðvarandi kreppu og fátæktar, og á nú í blóðugu stríði í eigin túnfæti. [...]“ (greinin á vísir.is). Það var ekki Evrópusambandið sem hóf þetta stríð, það var rússland sem er undir alræði Pútin og bandamanna hans. Sú fullyrðing að Evrópusambandið sé að stuðla að einangrun er fáránleg og á að vísa frá sem slíkri. Málflutningur Haraldar Ólafssonar, Heimssýnar og annara andstæðinga ESB á Íslandi er sá að þeir vilja einangra Ísland efnahagslega, alþjóðlega og fleira þannig. Slíkt mundi auka fátækt Íslandi, hækka kostnað upp úr öllu valdi og kjör íslendinga yrðu hrikalega slæm í kjölfarið (augljóslega). Síðan skilur Haraldur Ólafsson ekki hvað fullveldi þýðir, tilgang þess eða uppruna. Hann hefur aldrei gert það og það sést á greinaskrifum hans og þeim fullyrðingum sem hann hefur sett fram í gegnum árin. Vextir og Verðbólga Efnahagsmál eru flókin og ekki hægt að segja til um hvað gerist. Hinsvegar er ástandið verra á Íslandi. Þar sem rangar mælieiningar eru notaðar og það skekkir niðurstöðuna og þær hugmyndir sem fólk fær af stöðu mála. Íslendingar hafa verðlag á húsnæði í verðbólgumælingum á Íslandi. Það skekkir allar niðurstöður, sérstaklega þegar það er húsnæðisbóla í gangi eins og er núna á Íslandi. Þar sem húsnæðisverð er margfalt miðað við það sem það ætti að vera. Opinber verðbólga á Íslandi núna í Nóvember 2024 er 4,8% samkvæmt Hagstofunni (grein hérna). Það er hinsvegar ekki raun verðbólga, sem er samkvæmt sömu grein aðeins 2,7% eða vísitala neysluverðs án húsnæðis (þessi sama vísitala var 3,8% í Október eða September, sjá hérna). Það er hinn alþjóðlegi staðall sem er notaður til þess að mæla verðbólgu, enda er húsnæði ekki neysluvara. Húsnæði er fastur kostnaður, hvort sem að fólk er að leigja að eða kaupa. Þessi skekkja hefur valdið því að íslendingar hafa verið að lifa við margfalt hærri stýrivexti en nauðsynlegt var að hafa. Ásamt því að hafa heyrt að verðbólgan sé margfalt hærri heldur en hún er í raunveruleikanum. Hjörtur J. Guðmundsson skrifar rangfærslugrein á vísir.is (sjá hérna) þann 29. Nóvember 2024 um verðbólgu og stýrivexti á Íslandi og Evrusvæðinu. Þetta gerir hann án þess að skilja um hvað hann skrifar. Ég ætla að hunsa allt það sem ekki tengist verðbólgu í þessari grein hans. Þá er fullyrðing hans að verðbólga á Íslandi sé innflutt einfaldlega röng og stenst ekki neina skoðun á staðreyndum. Verðbólga á evrusvæðinu er núna í Nóvember 2024 aðeins 2,3% eins og sjá má hérna. Ásamt sundurliðun á verðbólgu síðustu mánuði á evrusvæðinu. Þar er einnig kostnaður vegna raforku settur í sér lið, svo hægt sé að mæla hækkun og lækkun á raforkuverði sérstaklega. Þar sem rafmagn og hitun húsnæðis getur verið mjög dýr innan evrusvæðisins. Það að Ísland gangi í Evrópusambandið mun eingöngu lækka verðbólgu, þar sem tollar verða afnumdir á innflutning á vörum til Íslands (tollar eru skattur á neytandann). Ásamt því að hin sérstaka íslenska leið til þess að mæla verðbólgu verður aflögð í kjölfarið (ég vænti þess, þar sem Evrópusambandið gerir kröfur um samræmdar mælingar og svona sérleiðir eru ekki í boði). Síðan sem undanfari að upptöku evrunnar, þá þarf að lækka stýrivexti, koma á föstu gengi gagnvart evrunni með 15% vikurmörkum. Ásamt fleiri kröfum sem íslendingar mundu þurfa að fylgja. Það er einnig þannig að stærri gjaldmiðill, eins og evran ræður við miklu stærri högg ef áföll verða. Sem er ólíkt því sem er staðan með íslensku krónuna sem ræður ekki við nein stór áföll og er alltaf í óvissu hvernig staðan verður eftir ár eða sex mánuði. Það er vonandi að íslendingar verði orðnir fullir aðildar að Evrópusambandinu innan nokkura ára. Höfundur er borgaralegur vísindamaður sem er búsettur í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það komu núna tvær rangfærslu greinar á vísir um Evrópusambandið. Önnur er frá formanni einangrunar samtakanna Heimssýn og hin er frá Hjörtur J. Guðmundsson sem hefur þann eina starfa í dag að skrifa greinar andstæðar Evrópusambandinu. Báðar þessar greinar eru byggðar á rangfærslum. Byrjum á greininni sem formaður Heimssýnar skrifaði (Haraldur Ólafsson). Evrópusambandið starfar eingöngu í Evrópu Það mætti halda að þetta væri ekki flókið en þetta er samt eitthvað að þvælast fyrir Heimssýn. Þar sem ljóst er að Evrópusambandið starfar eingöngu í Evrópu. Því er sjálfsagt að þjóðir sem eru innan Evrópu fái að ganga í Evrópusambandið. Þjóðir í Afríku hafa allar (nema þeim sem er búið að víkja úr tímabundið) gengið í Afríkubandalagið sem er að leggja grunn að efnahagslegu bandalagi í Afríku. Þar eru 55 þjóðir í því bandalagi. Þarna á að búa til tollabandalag, myntbandalag og efnahagsbandalag 55 þjóða. Þegar þessu verður lokið eftir nokkuð marga áratugi, þá verður þarna gífurlega öflug efnahagsbandalag í Afríku. Síðan er Ísland þjóð í Evrópu. Ég veit ekki hvaða svæði heimsins Haraldur Ólafsson telur íslendinga tilheyra en það má lesa úr grein hans að hann telur íslendinga ekki tilheyra Evrópu. Síðan er það fáránlegt að sjá formann Heimssýnar saka Evrópusambandið um einangrunarstefnu. Þegar raunveruleikinn er að Evrópusambandið gerir mest að því að tryggja viðskiptahagsmuni aðildarríkja sinna og viðskipti milli aðildarríkja. Það er Heimssýn sem vill einangra Ísland, gera lífið á Íslandi erfiðara og dýrara en það er nú þegar í dag. Síðan hefur útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verið hörmung og heldur áfram að vera það. Kostnaður við matvæli ríkur upp í Bretlandi núna, fólk fæst ekki vinnu til þess að ná inn uppskeru þar sem búið er að enda frjálsa för til Bretlands. Efnahagurinn er einnig hægt og rólega að skreppa saman hjá Bretum og er núna talað um að Bretland hefði aldrei átt að ganga úr Evrópusambandinu og að andstæðingar Evrópusambandsins í Bretlandi hafi gert neitt annað en að ljúga að fólki til þess að fá fram þeirra niðurstöðu í kosningunum 2016 um aðild að Evrópusambandinu í Bretlandi. Það ríkir algjört skilningsleysi á útflutningi Íslands og efnahag í þessari grein. Meirihluti alls þess sem íslendingar framleiða fer á markað innan Evrópusambandsins. Þannig hefur það verið í marga áratugi og er ekki að fara að breytast. Íslendingar eru því alltaf háðir því sem gerist innan Evrópusambandsins. Því er betra að vera innan Evrópusambandsins sem fullur aðili heldur en ríki sem stendur fyrir utan, án áhrifa og valda. Alþjóðleg stjórnmál eru flókin og alþjóðleg viðskipti tvöfalt það. Það búa kannski aðeins 5% jarðarbúa í Evrópusambandinu en það er samt rúmlega 449 milljónir manna sem um ræðir. Það er ranglega fullyrt í greininni að innan Evrópu sé viðvarandi fátækt. Það er verið að leysa það vandamál en það tekur tíma og það ferli er mjög hægfara. Síðan er Haraldur Ólafsson að kenna Úkraínu um innrás og innlimun rússlands á landsvæði sem tilheyrir Úkraínu með þessari hérna fullyrðingu „[...] en ekki samband aðeins 5% jarðarbúa sem ætti í sífelldum vandræðum vegna innri sundrungar, viðvarandi kreppu og fátæktar, og á nú í blóðugu stríði í eigin túnfæti. [...]“ (greinin á vísir.is). Það var ekki Evrópusambandið sem hóf þetta stríð, það var rússland sem er undir alræði Pútin og bandamanna hans. Sú fullyrðing að Evrópusambandið sé að stuðla að einangrun er fáránleg og á að vísa frá sem slíkri. Málflutningur Haraldar Ólafssonar, Heimssýnar og annara andstæðinga ESB á Íslandi er sá að þeir vilja einangra Ísland efnahagslega, alþjóðlega og fleira þannig. Slíkt mundi auka fátækt Íslandi, hækka kostnað upp úr öllu valdi og kjör íslendinga yrðu hrikalega slæm í kjölfarið (augljóslega). Síðan skilur Haraldur Ólafsson ekki hvað fullveldi þýðir, tilgang þess eða uppruna. Hann hefur aldrei gert það og það sést á greinaskrifum hans og þeim fullyrðingum sem hann hefur sett fram í gegnum árin. Vextir og Verðbólga Efnahagsmál eru flókin og ekki hægt að segja til um hvað gerist. Hinsvegar er ástandið verra á Íslandi. Þar sem rangar mælieiningar eru notaðar og það skekkir niðurstöðuna og þær hugmyndir sem fólk fær af stöðu mála. Íslendingar hafa verðlag á húsnæði í verðbólgumælingum á Íslandi. Það skekkir allar niðurstöður, sérstaklega þegar það er húsnæðisbóla í gangi eins og er núna á Íslandi. Þar sem húsnæðisverð er margfalt miðað við það sem það ætti að vera. Opinber verðbólga á Íslandi núna í Nóvember 2024 er 4,8% samkvæmt Hagstofunni (grein hérna). Það er hinsvegar ekki raun verðbólga, sem er samkvæmt sömu grein aðeins 2,7% eða vísitala neysluverðs án húsnæðis (þessi sama vísitala var 3,8% í Október eða September, sjá hérna). Það er hinn alþjóðlegi staðall sem er notaður til þess að mæla verðbólgu, enda er húsnæði ekki neysluvara. Húsnæði er fastur kostnaður, hvort sem að fólk er að leigja að eða kaupa. Þessi skekkja hefur valdið því að íslendingar hafa verið að lifa við margfalt hærri stýrivexti en nauðsynlegt var að hafa. Ásamt því að hafa heyrt að verðbólgan sé margfalt hærri heldur en hún er í raunveruleikanum. Hjörtur J. Guðmundsson skrifar rangfærslugrein á vísir.is (sjá hérna) þann 29. Nóvember 2024 um verðbólgu og stýrivexti á Íslandi og Evrusvæðinu. Þetta gerir hann án þess að skilja um hvað hann skrifar. Ég ætla að hunsa allt það sem ekki tengist verðbólgu í þessari grein hans. Þá er fullyrðing hans að verðbólga á Íslandi sé innflutt einfaldlega röng og stenst ekki neina skoðun á staðreyndum. Verðbólga á evrusvæðinu er núna í Nóvember 2024 aðeins 2,3% eins og sjá má hérna. Ásamt sundurliðun á verðbólgu síðustu mánuði á evrusvæðinu. Þar er einnig kostnaður vegna raforku settur í sér lið, svo hægt sé að mæla hækkun og lækkun á raforkuverði sérstaklega. Þar sem rafmagn og hitun húsnæðis getur verið mjög dýr innan evrusvæðisins. Það að Ísland gangi í Evrópusambandið mun eingöngu lækka verðbólgu, þar sem tollar verða afnumdir á innflutning á vörum til Íslands (tollar eru skattur á neytandann). Ásamt því að hin sérstaka íslenska leið til þess að mæla verðbólgu verður aflögð í kjölfarið (ég vænti þess, þar sem Evrópusambandið gerir kröfur um samræmdar mælingar og svona sérleiðir eru ekki í boði). Síðan sem undanfari að upptöku evrunnar, þá þarf að lækka stýrivexti, koma á föstu gengi gagnvart evrunni með 15% vikurmörkum. Ásamt fleiri kröfum sem íslendingar mundu þurfa að fylgja. Það er einnig þannig að stærri gjaldmiðill, eins og evran ræður við miklu stærri högg ef áföll verða. Sem er ólíkt því sem er staðan með íslensku krónuna sem ræður ekki við nein stór áföll og er alltaf í óvissu hvernig staðan verður eftir ár eða sex mánuði. Það er vonandi að íslendingar verði orðnir fullir aðildar að Evrópusambandinu innan nokkura ára. Höfundur er borgaralegur vísindamaður sem er búsettur í Danmörku.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar