„Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. desember 2024 12:32 Jóhanna Dröfn segir áhrifin hafa verið töluverð af verkfalli á leikskóla dóttur hennar. Samsett Móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum Drafnarsteini segir dóttur sína hafa mætt alsæla aftur í leikskólann í morgun eftir fimm vikna verkfall kennara. Hún vonar að setið sé við samningaborðið dag og nótt til að samningar náist áður en verkfallsaðgerðir hefjast á ný. Á föstudaginn var verkfalli kennara frestað eftir að samkomulag náðist á milli þeirra og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga um tillögu frá Ríkissáttasemjara. Verkfall hefst á ný 1. febrúar ef ekki verður búið að undirrita nýja kjarasamninga fyrir þann tíma. Tæpar fimm vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust og hefur skólastarf legið niðri ótímabundið eða tímabundið í annan tug leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskóla á þessum tíma. Misjafnt er eftir skólum hvort kennsla hefjist á ný í dag eða morgun. Þannig verður dagurinn nýttur í endurskipulagningu skólastarfsins í Fjölbrautaskóla Suðurlands en nemendur mæta ekki aftur í skólann fyrr en í fyrramálið. Á Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík var hins vegar nóg að gera í morgun þegar börnin þar mættu aftur í leikskólann. Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir er móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum. „Hún fór í leikskólann í morgun alsæl og við náttúrulega öll ótrúlega glöð að þetta sé búið í bili. Maður finnur það bara núna hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla síðustu vikurnar og maður er einhvern veginn í spennufalli. Þessi óvissa var náttúrulega mjög mjög óþægileg. Þannig að við erum alsæl.“ Jóhanna á von á sínu öðru barni og á verkfall að hefjast á ný á settum degi hjá henni ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. „Maður náttúrulega vonar innilega samningsaðilar sitji núna dag og nótt við samningaborðið að reyna að klára þetta áður en að þessi frestun rennur út. Ég trúi ekki öðru en að þetta leysist fyrir lok janúar.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Á föstudaginn var verkfalli kennara frestað eftir að samkomulag náðist á milli þeirra og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga um tillögu frá Ríkissáttasemjara. Verkfall hefst á ný 1. febrúar ef ekki verður búið að undirrita nýja kjarasamninga fyrir þann tíma. Tæpar fimm vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust og hefur skólastarf legið niðri ótímabundið eða tímabundið í annan tug leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskóla á þessum tíma. Misjafnt er eftir skólum hvort kennsla hefjist á ný í dag eða morgun. Þannig verður dagurinn nýttur í endurskipulagningu skólastarfsins í Fjölbrautaskóla Suðurlands en nemendur mæta ekki aftur í skólann fyrr en í fyrramálið. Á Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík var hins vegar nóg að gera í morgun þegar börnin þar mættu aftur í leikskólann. Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir er móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum. „Hún fór í leikskólann í morgun alsæl og við náttúrulega öll ótrúlega glöð að þetta sé búið í bili. Maður finnur það bara núna hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla síðustu vikurnar og maður er einhvern veginn í spennufalli. Þessi óvissa var náttúrulega mjög mjög óþægileg. Þannig að við erum alsæl.“ Jóhanna á von á sínu öðru barni og á verkfall að hefjast á ný á settum degi hjá henni ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. „Maður náttúrulega vonar innilega samningsaðilar sitji núna dag og nótt við samningaborðið að reyna að klára þetta áður en að þessi frestun rennur út. Ég trúi ekki öðru en að þetta leysist fyrir lok janúar.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36