„Þá rennur stressið af manni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2024 20:30 Andstæðingarnir eiga til að lenda í því að hanga í Elínu vegna gríðarlegs hraða hennar sem hún hefur sýnt óspart í Innsbruck hingað til. Henk Seppen/BSR Agency/Getty Images Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið mikinn og stýrt leik íslenska kvennalandsliðsins af mikilli yfirvegun þrátt fyrir ungan aldur á hennar fyrsta stórmóti. Hún nýtur sín vel á EM í Innsbruck. „Þetta var bara alveg æðislegt. Ótrúleg upplifun, stúkan var geggjuð, stelpurnar frábærar og bara ótrúlega gaman,“ segir Elín Klara um sigurinn á Úkraínu í gærkvöld sem var sá fyrsti sem íslenskt kvennalið vinnur á Evrópumóti. „Mér leið mjög vel og fannst við alveg vera með þær. Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara frábær. Við náðum að keyra vel yfir þær sem við náðum kannski ekki að gera alveg eins vel í seinni. En við vorum alltaf að fara að klára þetta,“ segir Elín Klara. Ísland byrjaði leikinn af miklum krafti en missti aðeins tökin eftir því sem leið á. Það hleypti Úkraínu inn í leikinn sem varð þó aldrei almennilega spennandi. „Það var kannski eins og við værum aðeins farnar að verja þetta. Svo bara héldum við áfram og kláruðum þetta. Sigldum þessu heim,“ segir Elín. Elín Klara er á sínu fyrsta stórmóti en hún meiddist rétt fyrir HM í fyrra og missti því af þeirri ferð. Hún nýtur sín vel. „Það er ótrúlega gaman. Það er frábær aðstaða, allt í toppklassa. Umgjörðin og allt í kringum þetta er ótrúlega gaman. Geggjuð upplifun,“ segir Elín sem segir stressið fara minnkandi með hverjum deginum. „Þetta er allt mjög stórt en maður náði svolítið að venjast því eftir fyrsta leik og strax þægilegra í leik tvö. Það var extra mikill fiðringur fyrir fyrsta leik. Svo er maður kominn inn á völlinn og byrjaður að hita upp og svona. Þá rennur stressið af manni,“ segir Elín. Næst er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland, þökk sé sigri gærkvöldsins. Annað liðanna tveggja fer í milliriðil en hitt heim. „Algjörlega. Okkar markmið var að ná þessum sigri. Við náðum því og erum virkilega stoltar. Núna er það næsta verkefni og við hugum að því núna. Þetta er feykilega sterkt lið og við þurfum toppleik til að klára þetta,“ segir Elín Klara. Klippa: Allt í toppklassa Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira
„Þetta var bara alveg æðislegt. Ótrúleg upplifun, stúkan var geggjuð, stelpurnar frábærar og bara ótrúlega gaman,“ segir Elín Klara um sigurinn á Úkraínu í gærkvöld sem var sá fyrsti sem íslenskt kvennalið vinnur á Evrópumóti. „Mér leið mjög vel og fannst við alveg vera með þær. Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara frábær. Við náðum að keyra vel yfir þær sem við náðum kannski ekki að gera alveg eins vel í seinni. En við vorum alltaf að fara að klára þetta,“ segir Elín Klara. Ísland byrjaði leikinn af miklum krafti en missti aðeins tökin eftir því sem leið á. Það hleypti Úkraínu inn í leikinn sem varð þó aldrei almennilega spennandi. „Það var kannski eins og við værum aðeins farnar að verja þetta. Svo bara héldum við áfram og kláruðum þetta. Sigldum þessu heim,“ segir Elín. Elín Klara er á sínu fyrsta stórmóti en hún meiddist rétt fyrir HM í fyrra og missti því af þeirri ferð. Hún nýtur sín vel. „Það er ótrúlega gaman. Það er frábær aðstaða, allt í toppklassa. Umgjörðin og allt í kringum þetta er ótrúlega gaman. Geggjuð upplifun,“ segir Elín sem segir stressið fara minnkandi með hverjum deginum. „Þetta er allt mjög stórt en maður náði svolítið að venjast því eftir fyrsta leik og strax þægilegra í leik tvö. Það var extra mikill fiðringur fyrir fyrsta leik. Svo er maður kominn inn á völlinn og byrjaður að hita upp og svona. Þá rennur stressið af manni,“ segir Elín. Næst er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland, þökk sé sigri gærkvöldsins. Annað liðanna tveggja fer í milliriðil en hitt heim. „Algjörlega. Okkar markmið var að ná þessum sigri. Við náðum því og erum virkilega stoltar. Núna er það næsta verkefni og við hugum að því núna. Þetta er feykilega sterkt lið og við þurfum toppleik til að klára þetta,“ segir Elín Klara. Klippa: Allt í toppklassa Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira