Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2024 21:17 Camilla Herrem var heppin að meiðast ekki í kvöld, við áreksturinn við markvörð Slóvaka. Skjáskot/TV2 Seinni leikjum kvöldsins á EM kvenna í handbolta var að ljúka og unnu stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska liðinu risasigur gegn Slóvakíu, 38-15, án þess þó að þurfa nokkuð á sigri að halda. Rautt spjald fór á loft í leiknum. Noregur hafði þegar tryggt sér sæti í milliriðlakeppninni á EM, og tvö stig með sér, fyrir leikinn við Slóvaka sem vitað var að væru á heimleið eftir leikinn. Engu að síður sýndu þær norsku yfirburði sína og unnu 23 marka sigur, þar sem allir útileikmenn Noregs skoruðu og Camilla Herrem var markahæst með átta mörk. Snemma í leiknum var markvörður Slóvakíu, Bella Olahova, rekin af velli fyrir að stofna Herrem í hættu. Olahova kom út fyrir eigin vítateig í von um að ná inn í sendingu fram völlinn á Herrem sem var í hraðaupphlaupi. Herrem greip þó boltann og rakst aðeins utan í Olahova en mildi var að áreksturinn yrði ekki harðari. Atvikið má sjá hér. Telur að banna ætti markvörðum að fara úr teignum Lýsandi leiksins hjá TV 2 í Noregi, Bent Svele, undirstrikaði hve hættuleg hegðun Olahova væri, enda ekki að ástæðulausu sem gefið er rautt spjald á markverði sem gera þetta. „Þetta er lífshættulegt. Þetta er ástæðan fyrir því að mér finnst að það eigi að banna markvörðum að fara úr teignum. Þarna er Camilla Herrem bara að einbeita sér að því að grípa boltann, og þegar hún grípur stendur allt í einu leikmaður fyrir framan hana sem hún lendir á,“ sagði Svele í útsendingunni. Áreksturinn hafði engin áhrif á úrslit leiksins og Noregur endar keppni í E-riðli með fullt hús stiga. Fyrr í kvöld tryggðu Slóvenar sér 2. sæti og þetta eru því liðin sem fara úr E-riðli í milliriðil með Hollandi og svo Íslandi eða Þýskalandi, auk tveggja liða úr D-riðli. Svíar af öryggi áfram en án stiga Svíar tryggðu sig af öryggi áfram úr A-riðli með risasigri gegn Tyrklandi, 47-19. Það breytir því ekki að Svíþjóð fer áfram án stiga, eftir að hafa tapað fyrir heimakonum í Ungverjalandi í fyrsta leik. Í B-riðli unnu svo Frakkar risasigur á Portúgal og enduðu með fullt hús stiga, en Pólland varð í 2. sæti með sigri gegn Spáni fyrr í kvöld. Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Svíþjóð verða því saman í milliriðli, ásamt tveimur liðum úr B-riðli (Svatfjallaland, Tékkland, Rúmenía, Serbía). EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Noregur hafði þegar tryggt sér sæti í milliriðlakeppninni á EM, og tvö stig með sér, fyrir leikinn við Slóvaka sem vitað var að væru á heimleið eftir leikinn. Engu að síður sýndu þær norsku yfirburði sína og unnu 23 marka sigur, þar sem allir útileikmenn Noregs skoruðu og Camilla Herrem var markahæst með átta mörk. Snemma í leiknum var markvörður Slóvakíu, Bella Olahova, rekin af velli fyrir að stofna Herrem í hættu. Olahova kom út fyrir eigin vítateig í von um að ná inn í sendingu fram völlinn á Herrem sem var í hraðaupphlaupi. Herrem greip þó boltann og rakst aðeins utan í Olahova en mildi var að áreksturinn yrði ekki harðari. Atvikið má sjá hér. Telur að banna ætti markvörðum að fara úr teignum Lýsandi leiksins hjá TV 2 í Noregi, Bent Svele, undirstrikaði hve hættuleg hegðun Olahova væri, enda ekki að ástæðulausu sem gefið er rautt spjald á markverði sem gera þetta. „Þetta er lífshættulegt. Þetta er ástæðan fyrir því að mér finnst að það eigi að banna markvörðum að fara úr teignum. Þarna er Camilla Herrem bara að einbeita sér að því að grípa boltann, og þegar hún grípur stendur allt í einu leikmaður fyrir framan hana sem hún lendir á,“ sagði Svele í útsendingunni. Áreksturinn hafði engin áhrif á úrslit leiksins og Noregur endar keppni í E-riðli með fullt hús stiga. Fyrr í kvöld tryggðu Slóvenar sér 2. sæti og þetta eru því liðin sem fara úr E-riðli í milliriðil með Hollandi og svo Íslandi eða Þýskalandi, auk tveggja liða úr D-riðli. Svíar af öryggi áfram en án stiga Svíar tryggðu sig af öryggi áfram úr A-riðli með risasigri gegn Tyrklandi, 47-19. Það breytir því ekki að Svíþjóð fer áfram án stiga, eftir að hafa tapað fyrir heimakonum í Ungverjalandi í fyrsta leik. Í B-riðli unnu svo Frakkar risasigur á Portúgal og enduðu með fullt hús stiga, en Pólland varð í 2. sæti með sigri gegn Spáni fyrr í kvöld. Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Svíþjóð verða því saman í milliriðli, ásamt tveimur liðum úr B-riðli (Svatfjallaland, Tékkland, Rúmenía, Serbía).
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira