„Þýska liðið er allt önnur skepna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 12:02 Arnar Pétursson, þjálfari Íslands. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Við þurfum alvöru frammistöðu, og það í sextíu mínútur,“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson um leik dagsins við Þýskaland á EM kvenna í handbolta. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli. „Þýska liðið er allt önnur skepna. Það er partur af þessari elítugrúppu, sem hafa verið með þessi átta bestu lið í heimi. Þau eru með ákveðið forskot á næstu lið á eftir, sem eru kannski frá níu til 14, og svo er enn annað bil,“ segir Arnar þegar hann er spurður út í mótherjann og samanburðinn við Úkraínu, sem Ísland vann í síðasta leik. Þýska liðið er á meðal betri liða í öðrum styrkleikaflokki og á meðal þeirra betri í heimi. „Þessi lið eru að bæta sig alltaf mót frá móti og fengu einn og hálfan mánuð saman í sumar á ÓL sem er líka ómetanlegt. Þetta verður hörkuleikur og hörkulið en við þurfum að horfa áfram á það sem við erum að gera og halda áfram að reyna að taka skref fram á við, bæta okkar leik og hámarka okkar getu til að gera þetta að leik,“ segir Arnar. Klippa: Býr stelpurnar undir alvöru prófraun Mikil pressa er á þýska liðinu og gerð rík krafa um sigur. Mikilvægt sé fyrir íslenska liðið að byrja vel en Þýskaland rúllaði yfir Holland á upphafskafla síðasta leiks en endaði á að tapa fyrir þeim hollensku í kaflaskiptum leik. „Það skiptir öllu máli að byrja vel. Að fá ekki lestina yfir okkur. Það er markmiðið, að standast þessar fyrstu tíu til tólf mínútur. Pressan er örugglega á þeim. Handboltinn er risastór íþrótt í Þýskalandi og fylgst vel með öllu sem þær gera þar,“ segir Arnar og bætir við: „Þær eru vel reyndar og hafa spilað marga svona leiki. Ég held að það muni ekki hafa mikil áhrif á þær. Við þurfum að hugsa um okkur og mæta vel inn í þennan leik.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira
„Þýska liðið er allt önnur skepna. Það er partur af þessari elítugrúppu, sem hafa verið með þessi átta bestu lið í heimi. Þau eru með ákveðið forskot á næstu lið á eftir, sem eru kannski frá níu til 14, og svo er enn annað bil,“ segir Arnar þegar hann er spurður út í mótherjann og samanburðinn við Úkraínu, sem Ísland vann í síðasta leik. Þýska liðið er á meðal betri liða í öðrum styrkleikaflokki og á meðal þeirra betri í heimi. „Þessi lið eru að bæta sig alltaf mót frá móti og fengu einn og hálfan mánuð saman í sumar á ÓL sem er líka ómetanlegt. Þetta verður hörkuleikur og hörkulið en við þurfum að horfa áfram á það sem við erum að gera og halda áfram að reyna að taka skref fram á við, bæta okkar leik og hámarka okkar getu til að gera þetta að leik,“ segir Arnar. Klippa: Býr stelpurnar undir alvöru prófraun Mikil pressa er á þýska liðinu og gerð rík krafa um sigur. Mikilvægt sé fyrir íslenska liðið að byrja vel en Þýskaland rúllaði yfir Holland á upphafskafla síðasta leiks en endaði á að tapa fyrir þeim hollensku í kaflaskiptum leik. „Það skiptir öllu máli að byrja vel. Að fá ekki lestina yfir okkur. Það er markmiðið, að standast þessar fyrstu tíu til tólf mínútur. Pressan er örugglega á þeim. Handboltinn er risastór íþrótt í Þýskalandi og fylgst vel með öllu sem þær gera þar,“ segir Arnar og bætir við: „Þær eru vel reyndar og hafa spilað marga svona leiki. Ég held að það muni ekki hafa mikil áhrif á þær. Við þurfum að hugsa um okkur og mæta vel inn í þennan leik.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira