Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Árni Sæberg skrifar 3. desember 2024 10:39 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um útlendinga, sem felst í því að hámarkstími dvalarleyfa, sem veitt eru á grundvelli sameiginlegrar verndar í kjölfar fjöldaflótta, verði lengdur úr þremur árum í fimm. Með breytingunni geta Úkraínumenn sem hingað komu í kjölfar innrásar Rússa dvalið hér til mars árið 2027 hið skemmsta. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að í lögunum sé kveðið á um að umsókn útlendings sem fellur undir ákvæði um alþjóðlega vernd megi leggja til hliðar í allt að þrjú ár frá því að umsækjandi fékk fyrst leyfi. Breytt ákvæði feli í sér að stjórnvöldum verði heimilt að leggja umsókn um vernd til hliðar í allt að fimm ár eða í tvö ár til viðbótar. Breytingin eigi við um þá sem þegar hafa fengið sameiginlega vernd á grundvelli fjöldaflótta sem og þá sem kunna að fá slíka vernd í framtíðinni. Ekki fyrsta framlengingin Í tilkynningu segir að innrásarstríð Rússlands í Úkraínu hafi leitt til þess að umsóknum úkraínskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi og í Evrópu fjölgaði verulega. Í kjölfarið hafi íslensk stjórnvöld, samhliða aðildarríkjum Evrópusambandsins og samstarfsríkjum Schengen, Noregi, Sviss og Liechtenstein, beitt heimild ráðherra samkvæmt ákvæði laga um útlendinga, sem fjallar um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta, í eitt ár. Þeir einstaklingar sem falla undir þetta ákvæði fái útgefið dvalarleyfi á grundvelli ákvæðis útlendingalaga um dvalarleyfi vegna mannúðarsjónarmiða. „Hér er einkum um að ræða mál úkraínskra ríkisborgara, sem voru búsettir í Úkraínu fyrir innrásina, og fjölskyldna þeirra.“ Stríðið í Úkraínu hafi nú staðið yfir í rúm tvö ár og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu. Frá því stríðsátökin brutust út hafi fjöldi umsókna um vernd frá úkraínskum ríkisborgurum verið umtalsverður hér á landi. Árið 2022 hafi 2.315 einstaklingar fengið sameiginlega vernd á grundvelli áðurnefndrar greinar útlendingalaga og 1.556 á árinu 2023. Vegna þessa hafi dómsmálaráðherra tekið ákvörðun 1. febrúar 2023 um að framlengja gildistíma ákvörðunar ráðherra samkvæmt heimild 44. gr. laga um útlendinga um eitt ár, til og með 3. mars 2024. Hinn 22. febrúar 2024 hafi ráðherra ákveðið að framlengja gildistímann um ár til viðbótar, eða til og með 2. mars 2025. Með breytingu nú geti Úkraínumenn hér á landi því dvalist hér til mars árið 2027 að minnsta kosti, án þess að taka þurfi umsóknir þeirra til skoðunar í einstaklingsbundinni efnismeðferð. Undantekning frá meginreglunni Tilgangur verndarkerfisins sé að veita einstaklingum tímabundna vernd gegn ofsóknum eða stríði. Sameiginlegri vernd vegna fjöldaflótta sé ætluð sem viðbragð við tímabundnum aðstæðum þar sem hópur einstaklinga flúi afmarkað landsvæði og þurfi á vernd að halda. Sameiginleg vernd sé undantekning frá þeirri meginreglu að umsókn um alþjóðlega vernd skuli hljóta einstaklingsbundna efnismeðferð hjá stjórnvöldum. Mál vegna sameiginlegrar verndar séu frábrugðin að því leyti að slakað sé á sönnunarkröfum og rannsóknarskyldu stjórnvalda. Fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd í slíkum aðstæðum geti verið ófyrirsjáanlegur sem kalli á sveigjanlegar reglur og einfalt umsóknarferli. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að í lögunum sé kveðið á um að umsókn útlendings sem fellur undir ákvæði um alþjóðlega vernd megi leggja til hliðar í allt að þrjú ár frá því að umsækjandi fékk fyrst leyfi. Breytt ákvæði feli í sér að stjórnvöldum verði heimilt að leggja umsókn um vernd til hliðar í allt að fimm ár eða í tvö ár til viðbótar. Breytingin eigi við um þá sem þegar hafa fengið sameiginlega vernd á grundvelli fjöldaflótta sem og þá sem kunna að fá slíka vernd í framtíðinni. Ekki fyrsta framlengingin Í tilkynningu segir að innrásarstríð Rússlands í Úkraínu hafi leitt til þess að umsóknum úkraínskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi og í Evrópu fjölgaði verulega. Í kjölfarið hafi íslensk stjórnvöld, samhliða aðildarríkjum Evrópusambandsins og samstarfsríkjum Schengen, Noregi, Sviss og Liechtenstein, beitt heimild ráðherra samkvæmt ákvæði laga um útlendinga, sem fjallar um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta, í eitt ár. Þeir einstaklingar sem falla undir þetta ákvæði fái útgefið dvalarleyfi á grundvelli ákvæðis útlendingalaga um dvalarleyfi vegna mannúðarsjónarmiða. „Hér er einkum um að ræða mál úkraínskra ríkisborgara, sem voru búsettir í Úkraínu fyrir innrásina, og fjölskyldna þeirra.“ Stríðið í Úkraínu hafi nú staðið yfir í rúm tvö ár og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu. Frá því stríðsátökin brutust út hafi fjöldi umsókna um vernd frá úkraínskum ríkisborgurum verið umtalsverður hér á landi. Árið 2022 hafi 2.315 einstaklingar fengið sameiginlega vernd á grundvelli áðurnefndrar greinar útlendingalaga og 1.556 á árinu 2023. Vegna þessa hafi dómsmálaráðherra tekið ákvörðun 1. febrúar 2023 um að framlengja gildistíma ákvörðunar ráðherra samkvæmt heimild 44. gr. laga um útlendinga um eitt ár, til og með 3. mars 2024. Hinn 22. febrúar 2024 hafi ráðherra ákveðið að framlengja gildistímann um ár til viðbótar, eða til og með 2. mars 2025. Með breytingu nú geti Úkraínumenn hér á landi því dvalist hér til mars árið 2027 að minnsta kosti, án þess að taka þurfi umsóknir þeirra til skoðunar í einstaklingsbundinni efnismeðferð. Undantekning frá meginreglunni Tilgangur verndarkerfisins sé að veita einstaklingum tímabundna vernd gegn ofsóknum eða stríði. Sameiginlegri vernd vegna fjöldaflótta sé ætluð sem viðbragð við tímabundnum aðstæðum þar sem hópur einstaklinga flúi afmarkað landsvæði og þurfi á vernd að halda. Sameiginleg vernd sé undantekning frá þeirri meginreglu að umsókn um alþjóðlega vernd skuli hljóta einstaklingsbundna efnismeðferð hjá stjórnvöldum. Mál vegna sameiginlegrar verndar séu frábrugðin að því leyti að slakað sé á sönnunarkröfum og rannsóknarskyldu stjórnvalda. Fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd í slíkum aðstæðum geti verið ófyrirsjáanlegur sem kalli á sveigjanlegar reglur og einfalt umsóknarferli.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira