Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. desember 2024 21:48 Vetur er skollinn á á höfuðborgarsvæðinu þó að það hafi hlýnað í veðri síðustu tvo sólarhringa. vísir/vilhelm Töluverð hálka hefur myndast á höfuðborgarsvæðinu síðustu sólarhringa. Hjólreiðafólk og gangandi eru allt annað en sáttir með stígahreinsun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, og víðar. „Mjög erfið færð á göngu- og hjólastígum í morgun. Fór frá uppsveitum Kópavogs niður á Laugaveg, tók tvöfalt lengri tíma en vanalega. Vonandi ná sveitarfélögin að vinna niður þennan klaka eitthvað í dag annars verður ófremdarástand á stígunum eitthvað viðvarandi,“ skrifar einn á Facebookhópnum Samgönguhjólreiðar. „Algjör fallleinkunn hjá þeim sem eiga að sjá um stígahreinsun, frá miðbæ að Gullinbrú er "brotfæri" þ.e. miklar líkur á beinbrotum, mun betra í Grafarvogi,“ skrifar annar. „Var að skoða borgarvefsjána. Mér sýnist að t.d. Sæbrautin hafi ekki verið tekin fyrr en 8:30 ca., sem er allt of seint. Og miðað við kommentin hérna í grúppunni þá hafi þetta verið illa gert. Maður var einhvernveginn að vona að eftir alla þessa yfirferð og nefndarumræður og allt að þetta yrði betra í vetur en þetta lofar ekki góðu,“ skrifar annar. Egill Helgason fjölmiðlamaður leggur sömuleiðis orð í belg. Ísland er eitt mesta hálkuland í heimi en þjóðinni sem hér býr er sérlega lítið annt um að ráða niðurlögum hálkunnar í nærumhverfi sínu. Frekar skulum við þola hálkuslys smá og stór. „Akureyri er hálkuhöfuðborg heimsins. Ekkert saltað - vont fyrir bílalakk,“ skrifar Árni Snævarr. Hægt er að fylgjast með vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar á vefnum Borgarvefsjá. Á morgun má búast við hita í kringum frostmark, norðaustan 8-15 m/s með snjókomu eða slyddu síðdegis og rigningu við suður- og austurströndina, en úrkomulítið norðvestantil, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Reykjavík Veður Hjólreiðar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
„Mjög erfið færð á göngu- og hjólastígum í morgun. Fór frá uppsveitum Kópavogs niður á Laugaveg, tók tvöfalt lengri tíma en vanalega. Vonandi ná sveitarfélögin að vinna niður þennan klaka eitthvað í dag annars verður ófremdarástand á stígunum eitthvað viðvarandi,“ skrifar einn á Facebookhópnum Samgönguhjólreiðar. „Algjör fallleinkunn hjá þeim sem eiga að sjá um stígahreinsun, frá miðbæ að Gullinbrú er "brotfæri" þ.e. miklar líkur á beinbrotum, mun betra í Grafarvogi,“ skrifar annar. „Var að skoða borgarvefsjána. Mér sýnist að t.d. Sæbrautin hafi ekki verið tekin fyrr en 8:30 ca., sem er allt of seint. Og miðað við kommentin hérna í grúppunni þá hafi þetta verið illa gert. Maður var einhvernveginn að vona að eftir alla þessa yfirferð og nefndarumræður og allt að þetta yrði betra í vetur en þetta lofar ekki góðu,“ skrifar annar. Egill Helgason fjölmiðlamaður leggur sömuleiðis orð í belg. Ísland er eitt mesta hálkuland í heimi en þjóðinni sem hér býr er sérlega lítið annt um að ráða niðurlögum hálkunnar í nærumhverfi sínu. Frekar skulum við þola hálkuslys smá og stór. „Akureyri er hálkuhöfuðborg heimsins. Ekkert saltað - vont fyrir bílalakk,“ skrifar Árni Snævarr. Hægt er að fylgjast með vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar á vefnum Borgarvefsjá. Á morgun má búast við hita í kringum frostmark, norðaustan 8-15 m/s með snjókomu eða slyddu síðdegis og rigningu við suður- og austurströndina, en úrkomulítið norðvestantil, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
Reykjavík Veður Hjólreiðar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira