Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 22:46 Þetta mót er nú að baki. Fer í reynslubankann og er hluti af vegferðinni. Áfram gakk. Marco Wolf/picture alliance via Getty Images Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram. Ísland byrjaði feiknavel gegn sterku þýsku liði í kvöld. Liðið er meðal þeirra allra sterkustu í öðrum styrkleikaflokki en jafnræði var í byrjun. Eftir að Elín Klara kom okkur 5-4 yfir lenti Ísland hins vegar á varnarmúr. Þær þýsku reistu nýjan Berlínarmúr og ekki fannst leið í gegnum hann. Við tóku tólf mínútur án marks þar sem múrinn stóð keikur. Það virtist draga sjálfstraust úr liðinu. Stelpurnar ósannfærandi og sóttu vart að marki. Það kom svo að því að Perla Ruth skoraði sjötta mark Íslands af vítalínunni en skaðinn var skeður. Staðan 10-6. Þetta var brekka. Andrea Jacobsen skoraði sitt fyrsta mark í byrjun seinni hálfleiks en í kjölfarið lenti Ísland aftur á múrnum. Rúmar tíu mínútur án marks. Aftur var það Perla sem felldi múrinn af vítalínunni. Þetta þýska lið sýndi styrk sinn í kvöld eftir að hafa sætt gagnrýni og á roð í hvaða lið sem er með slíkum varnarleik. Það virtist ekki nást að kveikja von eða trú aftur hjá íslenska liðinu eftir fyrsta markalausa kaflann og sanngjarn sigur þeirra þýsku staðreynd. Hundleiðinlegt að enda á þessum nótum en staðreyndin er sú að Þýskaland er á meðal bestu landsliða heims. Það er erfitt að gera kröfu um sigur gegn slíku liði og stelpurnar sýndu fína spretti á lokakaflanum. Mótinu því lokið en frábær vika í Innsbruck að baki. Þetta lið sýndi að það á heima á stóra sviðinu með frammistöðunni gegn Hollandi og sá leikur hefði hæglega geta farið á annan veg. Það vannst stór áfangi með sigrinum á Úkraínu, sá fyrsti á EM, og blessuð vegferðin, hún heldur áfram þrátt fyrir að liðið hafi lent á þýskum múrvegg í kvöld. Það sló mig aðeins að Andrea Jacobsen og Elín Rósa Magnúsdóttir voru strax komnar með hugann við næsta mót. Þær rifu sig úr svekkelsinu og og sögðu bara áfram gakk. Nú eru þessi mót nefnilega orðinn fasti sem þessar stelpur vilja ekki missa. Þórey Rósa hefur að líkindum leikið sinn síðasta landsleik og ekki er útilokað að það sama sé hægt að segja um Steinunni Björnsdóttur á miðað við þeirra ummæli eftir leik. Þá er spurning hvað Sunna Jónsdóttir og Rut Jónsdóttur hyggjast gera. Hvort sem þær hætta nú eða síðar er ljóst að það styttist í síðasta leikinn. Það verða sjónarsviptir af þessum goðsögnum í íslenskum handbolta en allt tekur sinn enda og næsta kynslóð tekur við. Elín Rósa sýndi frábæra takta í kvöld og nafna hennar Elín Klara átti glimrandi spretti á sínu fyrsta stórmóti. Berglind frábær í vörninni og markverðirnir tveir öflugir. Aðrar af þeim sem yngri eru hafa nú fengið smjörþefinn af stórmóti í annað sinn og allt skilar þetta sér í blessaðan reynslubankann. Þórir Hergeirsson hafði orð á því hversu gríðarlegar bætur hefðu orðið á leik íslenska liðsins frá því á HM í fyrra. Það er oft gott að hlusta þegar hann tjáir sig um handbolta og klárlega hægt að taka undir það. Klisjan um reynslubankann byggir nefnilega á sannleika og þroskinn er meiri eftir reynsluna í fyrra. Enn meiri núna. Þessu móti er lokið en vegferðin. Hún heldur áfram. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Ísland byrjaði feiknavel gegn sterku þýsku liði í kvöld. Liðið er meðal þeirra allra sterkustu í öðrum styrkleikaflokki en jafnræði var í byrjun. Eftir að Elín Klara kom okkur 5-4 yfir lenti Ísland hins vegar á varnarmúr. Þær þýsku reistu nýjan Berlínarmúr og ekki fannst leið í gegnum hann. Við tóku tólf mínútur án marks þar sem múrinn stóð keikur. Það virtist draga sjálfstraust úr liðinu. Stelpurnar ósannfærandi og sóttu vart að marki. Það kom svo að því að Perla Ruth skoraði sjötta mark Íslands af vítalínunni en skaðinn var skeður. Staðan 10-6. Þetta var brekka. Andrea Jacobsen skoraði sitt fyrsta mark í byrjun seinni hálfleiks en í kjölfarið lenti Ísland aftur á múrnum. Rúmar tíu mínútur án marks. Aftur var það Perla sem felldi múrinn af vítalínunni. Þetta þýska lið sýndi styrk sinn í kvöld eftir að hafa sætt gagnrýni og á roð í hvaða lið sem er með slíkum varnarleik. Það virtist ekki nást að kveikja von eða trú aftur hjá íslenska liðinu eftir fyrsta markalausa kaflann og sanngjarn sigur þeirra þýsku staðreynd. Hundleiðinlegt að enda á þessum nótum en staðreyndin er sú að Þýskaland er á meðal bestu landsliða heims. Það er erfitt að gera kröfu um sigur gegn slíku liði og stelpurnar sýndu fína spretti á lokakaflanum. Mótinu því lokið en frábær vika í Innsbruck að baki. Þetta lið sýndi að það á heima á stóra sviðinu með frammistöðunni gegn Hollandi og sá leikur hefði hæglega geta farið á annan veg. Það vannst stór áfangi með sigrinum á Úkraínu, sá fyrsti á EM, og blessuð vegferðin, hún heldur áfram þrátt fyrir að liðið hafi lent á þýskum múrvegg í kvöld. Það sló mig aðeins að Andrea Jacobsen og Elín Rósa Magnúsdóttir voru strax komnar með hugann við næsta mót. Þær rifu sig úr svekkelsinu og og sögðu bara áfram gakk. Nú eru þessi mót nefnilega orðinn fasti sem þessar stelpur vilja ekki missa. Þórey Rósa hefur að líkindum leikið sinn síðasta landsleik og ekki er útilokað að það sama sé hægt að segja um Steinunni Björnsdóttur á miðað við þeirra ummæli eftir leik. Þá er spurning hvað Sunna Jónsdóttir og Rut Jónsdóttur hyggjast gera. Hvort sem þær hætta nú eða síðar er ljóst að það styttist í síðasta leikinn. Það verða sjónarsviptir af þessum goðsögnum í íslenskum handbolta en allt tekur sinn enda og næsta kynslóð tekur við. Elín Rósa sýndi frábæra takta í kvöld og nafna hennar Elín Klara átti glimrandi spretti á sínu fyrsta stórmóti. Berglind frábær í vörninni og markverðirnir tveir öflugir. Aðrar af þeim sem yngri eru hafa nú fengið smjörþefinn af stórmóti í annað sinn og allt skilar þetta sér í blessaðan reynslubankann. Þórir Hergeirsson hafði orð á því hversu gríðarlegar bætur hefðu orðið á leik íslenska liðsins frá því á HM í fyrra. Það er oft gott að hlusta þegar hann tjáir sig um handbolta og klárlega hægt að taka undir það. Klisjan um reynslubankann byggir nefnilega á sannleika og þroskinn er meiri eftir reynsluna í fyrra. Enn meiri núna. Þessu móti er lokið en vegferðin. Hún heldur áfram.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira