Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 13:02 Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst Íslands á EM. Getty/Christina Pahnke Perla Ruth Albertsdóttir var ein af markahæstu leikmönnum allrar riðlakeppninnar á EM í handbolta, og hún skoraði úr flestum vítum allra í þeim hluta mótsins. Riðlakeppninni lauk í gær og þar með lauk einnig þátttöku Íslands sem tapaði fyrir Þýskalandi og komst því ekki áfram í milliriðla. Liðin 24 á mótinu hafa þar með leikið þrjá leiki hvert um sig en nú hefur helmingur þeirra lokið keppni og hin tólf skiptast í tvo sex liða milliriðla. Í riðlakeppninni skoraði Perla 21 mark úr 26 skotum, og var því með tæplega 81% nýtingu. Það er jafnframt besta nýtingin á meðal tuttugu markahæstu leikmanna mótsins til þessa. Aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Perla, en markahæst er Stanko Tjasa frá Slóveníu með 24 mörk. Hún er með 68,6% nýtingu. Durdina Jaukovic frá Svartfjallalandi hefur skorað 23 mörk og Nathalie Hagman frá Svíþjóð hefur skorað 22 mörk. Perla Rut Albertsdóttir var afar örugg á vítalínunni fyrir Ísland.Getty/Marco Wolf Þrír leikmenn eru svo jafnir Perlu í 4. sætinu en það eru Tabea Schmid frá Sviss, Pernille Brandenborg frá Færeyjum og Andjela Janjusevic frá Serbíu. Perla var eins og fyrr segir öryggið uppmálað á vítalínunni og hún skoraði þar flest mörk allra eða tólf, úr aðeins þrettán tilraunum. Byrjaði sautján ára í handbolta Eins og fram kom í viðtali við Perlu á RÚV var þessi kraftmikla hornakona orðin 17 ára þegar hún byrjaði að æfa handbolta. Hún er úr Hrútafirði en flutti á Selfoss eftir að hafa kynnst ástinni sinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Maðurinn hennar er Örn Þrastarson, handboltaþjálfari og nú íþróttastjóri Selfoss, sem þjálfaði Perlu. Örn er eldri bróðir Hauks Þrastarsonar landsliðsmanns, Hrafnhildar Hönnu fyrrverandi landsliðskonu, og Huldu Dísar sem er liðsfélagi Perlu hjá Selfossi. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira
Riðlakeppninni lauk í gær og þar með lauk einnig þátttöku Íslands sem tapaði fyrir Þýskalandi og komst því ekki áfram í milliriðla. Liðin 24 á mótinu hafa þar með leikið þrjá leiki hvert um sig en nú hefur helmingur þeirra lokið keppni og hin tólf skiptast í tvo sex liða milliriðla. Í riðlakeppninni skoraði Perla 21 mark úr 26 skotum, og var því með tæplega 81% nýtingu. Það er jafnframt besta nýtingin á meðal tuttugu markahæstu leikmanna mótsins til þessa. Aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Perla, en markahæst er Stanko Tjasa frá Slóveníu með 24 mörk. Hún er með 68,6% nýtingu. Durdina Jaukovic frá Svartfjallalandi hefur skorað 23 mörk og Nathalie Hagman frá Svíþjóð hefur skorað 22 mörk. Perla Rut Albertsdóttir var afar örugg á vítalínunni fyrir Ísland.Getty/Marco Wolf Þrír leikmenn eru svo jafnir Perlu í 4. sætinu en það eru Tabea Schmid frá Sviss, Pernille Brandenborg frá Færeyjum og Andjela Janjusevic frá Serbíu. Perla var eins og fyrr segir öryggið uppmálað á vítalínunni og hún skoraði þar flest mörk allra eða tólf, úr aðeins þrettán tilraunum. Byrjaði sautján ára í handbolta Eins og fram kom í viðtali við Perlu á RÚV var þessi kraftmikla hornakona orðin 17 ára þegar hún byrjaði að æfa handbolta. Hún er úr Hrútafirði en flutti á Selfoss eftir að hafa kynnst ástinni sinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Maðurinn hennar er Örn Þrastarson, handboltaþjálfari og nú íþróttastjóri Selfoss, sem þjálfaði Perlu. Örn er eldri bróðir Hauks Þrastarsonar landsliðsmanns, Hrafnhildar Hönnu fyrrverandi landsliðskonu, og Huldu Dísar sem er liðsfélagi Perlu hjá Selfossi.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira